Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 11

Andvari - 01.01.2012, Page 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 Þórhallur Bjarnarson biskup, séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld og þjóðlaga- safnari og Haraldur Níelsson prófessor. Að öðrum ólöstuðum var sá síðasttaldi áhrifamestur og gekk manna lengst í að opna þjóðkirkjuna fyrir dulhyggju- fólki sem ekki hafði fyrr átt sér samastað þar innan veggja. ítök spíritismans innan kirkjunnar eru nú miklu minni en var meðan áhrifa séra Haralds og lærisveina hans gætti mest. Sigurbjörn Einarsson biskup, helsti forustumaður næstu kynslóðar presta, vildi halda kirkjunni á evangelísk-lútherskum kenn- ingagrunni. Það hefur raunar ekki tekist að fullu, svo sterk eru áhrif alls konar vættatrúar og dulhyggju með þjóðinni. Páll Skúlason prófessor í heimspeki hefur mest og best ritað um þessi mál. Hann leitaðist einu sinni við að svara spurningunni „Eru íslendingar kristnir?“ Ræddi hann það á ýmsa lund enda ekki auðvelt að gefa skýrt svar. Niðurstaðan varð þversögn: íslendingar eru kristnir án þess að vera það. I því felst að menn segjast aðhyllast kristna trú en blanda inn í hana alls konar ókristnum hugmyndum, og þykir sjálfsagt. (Sjá greinasafn Páls, Pœlingar, 1987). Hér kemur enn að því að þjóðkirkja má vegna stöðu sinnar ekki vera hörð á kenningunni. Hún á að vera umburðar- lynd, en þá hættir henni við að lenda í því að verða kröfulaus allra þjónn, og það er ekki gott hlutskipti stofnun sem eðlis síns vegna hlýtux að gera tilkall til að vera mótandi aðili í samfélaginu. * í framhaldi af því sem hér var sagt um ævisögur frá síðasta ári, skal á það minnst að þá kom einnig út vönduð og vel unnin saga rithöfundar sem nefnd- ur var í pistlinum hér að framan, Gunnars Gunnarssonar. Bókin nefnist Landnám og er eftir Jón Yngva Jóhannsson. Töluvert er þar vikið að trúar- legri glímu skáldsins, en Gunnar sagði sig úr þjóðkirkjunni eins og ýmsir hafa gert sem alvarlega íhuga trúarafstöðu sína. Ætlunin var að fjalla um þessa nýju ævisögu Gunnars og hinn merka og mótsagnakennda höfundarferil hans í þessu hefti, en það verður að bíða næsta árs. Æviágrip Andvara að þessu sinni er um tónlistarmanninn og fræðimann- inn Róbert Abraham Ottósson, einn merkasta frömuð í íslensku tónlistarlífi á síðustu öld. Þetta mun vera fyrsta æviágrip eða aðalgrein ritsins sem fjallar um mann af útlendum uppruna sem ekki er alinn upp á íslandi. Róbert var þýskur í báðar ættir, fæddur í Berlín, en vann hér mest af sínu ævistarfi. Má segja að tími sé til kominn að gera þessum merka „innflytjanda“ góð skil, og skal þess um leið minnst að ýmsir fleiri erlendir tónlistarmenn, sem fluttust til íslands á svipuðum tíma og Róbert og síðar, hafa lagt ómetanlegan skerf til íslensks menningarlífs. Islensk menning er hluti af vestrænni menningu, mörkuð af straumum sunn- an úr Evrópu og vestan um haf frá Ameríku. Þrátt fyrir það eigum við líka merkan heimamótaðan menningararf sem við þurfum síst að minnkast okkar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.