Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 87

Andvari - 01.01.2012, Side 87
andvari DR. HALLGRÍMUR SCHEVING 85 mjög oft getið um heimkynni slíkra orða og með samskonar orðalagi eins og í eldra safninu. í þessu safni er geysimikill orðaforði, sem þá var ekki til á neinni orðabók um íslenzka tungu, en það átti sín lengi að bíða að sá orðaforði kæmist á prent.... í orðabók Sigfúsar Blöndals var tekinn upp allur obbinn af orðaforða Schevings, og má heita að megnið af orðaforða Blöndalsbókar úr eldri ritum íslenzkum sé runnið frá orðabók Björns Halldórssonar og safni Schevings.56 Iðja Hallgríms kom Sigfúsi Blöndal sannarlega að gagni. Eins og tilvitnunin ber með sér skrifaði Hallgrímur óskaplega illa og líklega hafa fáir lagt í að lesa rithönd hans. „Sneplar" hans hafa því ekki verið taldir bera vott um merk orðabókarstörf og menn því dregið þá ályktun að hann hafi brennt safnið, sem hann var að vinna að öllum stundum. Hreinskrift Páls á miðunum er ótvíræð- ur vitnisburður um að safninu var ekki öllu kastað á eld. Orðasafn úr fornritum í tveimur bindum er einnig til í handriti eftir Hall- grím Scheving, sem var skrifað upp af Skafta Stefánssyni, þegar hann var um sumar hjá frænda sínum á Bessastöðum. Þá eru til með hendi Hallgríms orða- samtíningur úr Islendingasögum, Fornmannasögum, Postulasögum, Biskupa- sögun o.fl. Einnig safnaði Hallgrímur tökuorðum í íslensku, það safn var nefnt Florilegium (samtíningur) og á einum stað inni í því var það kallað uppkast til „Lexici Barbarismorum in lingua Isl.“, það er uppkast að orðabók um aðskotaorð í íslenskri tungu. Bessastaðasveinarnir Magnús Grímsson og að nokkru Gísli Magnússon hreinrituðu þetta handrit að orðabók, síðan bætti Hallgrímur sjálfur við það á stöku stað.57 Þótt orðasöfnun og þekking á sögu mála væri aðaláhugasvið Hallgríms lagði hann gjörva hönd að öðrum verkum. Hann gaf út í tvígang íslenska máls- hætti í Boðsritum Bessastaðaskóla. Málshættir bera vott um næman skilning á mannlegu lífi og athyglisgáfu. Orðin þarf að móta í knappan en skýran texta, sem getur minnt á ljóðrænan skáldskap með heimspekilegu ívafi. Réttast væri eflaust að kalla málshætti alþýðlega heimspeki. í einu af síðustu bréfum Hallgríms til Konráðs skynjum við að undir brynju kennarans og fræðimannsins slær milt föðurlegt hjarta. Hann leyfir sér að áminna Konráð að huga að fleiru en orðabókarstörfum og næmur skilningur fjölskyldumanns kemur þar óvænt fram: „Eg held að þér verðið að láta búa til dálítið barnaskip handa honum Brynleifi litla til að leika sér að á pollinum í Flatey og láta það heita í höfuðið á honum Katli yðar Gufu, þó loftblær en eigi gufa ráði ferðum þess.“58 Þetta var dásamleg áminning aldraðs manns til fyrr- um skólasveins og sýndi djúpa væntumþykju og umhyggju hans fyrir honum. Jafnframt gat hann ekki sleppt fræðunum og sagði Konráði hvað hann skyldi nefna gripinn, sennilega var það í höfuðið á landnámsmanninum Katli gufu. Nafngiftin var skemmtilega hugsuð með skírskotun til umhverfis Brynleifs. Hann var yngsti bróðir Konráðs og fæddist í Flatey á Breiðafirði, en þangað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.