Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 113

Andvari - 01.01.2012, Side 113
andvari SÉRKENNILEGUR, UNDARLEGUR OG FURÐULEGUR EINFARI 111 huga hans þar sem hann er haldinn depurð og þunglyndi sem krefst þess af honum að hann sé stöðugt á varðbergi og gæti að eigin æru. Túlkunarleiðir og túlkunarfælni Það sem ég hef sagt hér á undan um þunglyndi má líta á nánast sem almenna þekkingu nú á dögum; okkur þykir eðlilegt að greina hegðun eins og þá sem Benedikt Gröndal lýsir hjá sjálfum sér og sem skín úr texta hans á þann hátt sem gert er hér að framan og kalla hana þunglyndi. Samtíðarmenn hans og þeir sem skrifuðu um hann látinn notuðu hins vegar ekki slík hugtök og þess vegna hefur ekki áður verið fjallað neitt að ráði um hið bersýnilega þunglyndi í Dægradvöl. Velta má fyrir sér hvernig á því standi. I áhugaverðri bók er nefnist A Cultural History of Causality hefur sagn- fræðiprófessorinn Stephen Kern sýnt fram á hvernig orsakarskýringar í ritum leikmanna mótast einatt af ríkjandi vísinda- og heimspekikenningum hvers tíma.20 Hefur hann notast við sakamálasögur sem dæmi en vitaskuld mætti einnig heimfæra þetta á rit eins og ævisögur og endurminningar og því mun ég nú gera litla tilraun af svipuðum toga hér á eftir. I þessu tilviki má glöggt sjá að sálarástand Benedikts Gröndals og skrif hans um menn og málefni í Dægradvöl má túlka á ýmsa vegu með hliðsjón af hugsanakerfum og skýr- ingarlíkönum hvers tíma. Það sem vekur athygli í íslenskri umfjöllun 20. aldar um Benedikt Gröndal er að hugtakanotkunin er algjörlega lýsandi en engar tilraunir eru til að skýra hegðun hans. Gott dæmi um þetta er Þorvaldur Thoroddsen sem lýsir Gröndal tvisvar sinnum í Minningabók sinni. Fyrst lætur hann það duga að Gröndal hafi verið „einkennilegur maður, eins og kunnugt er, gáfaður, dutlungafullur og skemtilegur, en ekki var hann að því skapi lagaður til kennslu“.21 Það sem hér að framan var kallað þunglyndi er afgreitt með orðunum einkennilegur og dutl- ungafullur. Nákvæmari er lýsing hans í seinna bindi en svipuðu marki brennd: Benedikt Gröndal var eins og kunnugt er mjög einkennilegur maður, tilfinningamaður mikill og skapbrigðamaður og fóru skoðanir hans á mönnum og málefnum mjög mikið eftir því, sem á honum lá í svipinn; mátti því ekki búast við stefnufestu í skoðunum, því þær breyttust dag frá degi, oft í þveröfuga átt. En ef maður þekti Gröndal og kunni lagið á honum, var hann hinn skemtilegasti maður, sem öllum þótti vænt um, er þektu hann vel, en til þess urðu menn að komast inn fyrir skelina, sem stundum var nokkuð hörð og óþjál. Það bar við að Gröndal var í fyrstu fúll, en altaf tókst mjer, þegar sá gállinn var á honum, að ná fýlunni úr honum.22 Þorvaldur Thoroddsen var vísindamaður eins og Sigmund Freud og af sömu kynslóð (fæddur 1855 en Freud árið 1856) en lýsing hans hér er með öllu laus
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.