Andvari - 01.01.2012, Síða 113
andvari
SÉRKENNILEGUR, UNDARLEGUR OG FURÐULEGUR EINFARI
111
huga hans þar sem hann er haldinn depurð og þunglyndi sem krefst þess af
honum að hann sé stöðugt á varðbergi og gæti að eigin æru.
Túlkunarleiðir og túlkunarfælni
Það sem ég hef sagt hér á undan um þunglyndi má líta á nánast sem almenna
þekkingu nú á dögum; okkur þykir eðlilegt að greina hegðun eins og þá sem
Benedikt Gröndal lýsir hjá sjálfum sér og sem skín úr texta hans á þann hátt
sem gert er hér að framan og kalla hana þunglyndi. Samtíðarmenn hans og
þeir sem skrifuðu um hann látinn notuðu hins vegar ekki slík hugtök og þess
vegna hefur ekki áður verið fjallað neitt að ráði um hið bersýnilega þunglyndi
í Dægradvöl. Velta má fyrir sér hvernig á því standi.
I áhugaverðri bók er nefnist A Cultural History of Causality hefur sagn-
fræðiprófessorinn Stephen Kern sýnt fram á hvernig orsakarskýringar í ritum
leikmanna mótast einatt af ríkjandi vísinda- og heimspekikenningum hvers
tíma.20 Hefur hann notast við sakamálasögur sem dæmi en vitaskuld mætti
einnig heimfæra þetta á rit eins og ævisögur og endurminningar og því mun
ég nú gera litla tilraun af svipuðum toga hér á eftir. I þessu tilviki má glöggt
sjá að sálarástand Benedikts Gröndals og skrif hans um menn og málefni í
Dægradvöl má túlka á ýmsa vegu með hliðsjón af hugsanakerfum og skýr-
ingarlíkönum hvers tíma.
Það sem vekur athygli í íslenskri umfjöllun 20. aldar um Benedikt Gröndal
er að hugtakanotkunin er algjörlega lýsandi en engar tilraunir eru til að skýra
hegðun hans. Gott dæmi um þetta er Þorvaldur Thoroddsen sem lýsir Gröndal
tvisvar sinnum í Minningabók sinni. Fyrst lætur hann það duga að Gröndal
hafi verið „einkennilegur maður, eins og kunnugt er, gáfaður, dutlungafullur og
skemtilegur, en ekki var hann að því skapi lagaður til kennslu“.21 Það sem hér
að framan var kallað þunglyndi er afgreitt með orðunum einkennilegur og dutl-
ungafullur. Nákvæmari er lýsing hans í seinna bindi en svipuðu marki brennd:
Benedikt Gröndal var eins og kunnugt er mjög einkennilegur maður, tilfinningamaður
mikill og skapbrigðamaður og fóru skoðanir hans á mönnum og málefnum mjög mikið
eftir því, sem á honum lá í svipinn; mátti því ekki búast við stefnufestu í skoðunum, því
þær breyttust dag frá degi, oft í þveröfuga átt. En ef maður þekti Gröndal og kunni lagið
á honum, var hann hinn skemtilegasti maður, sem öllum þótti vænt um, er þektu hann
vel, en til þess urðu menn að komast inn fyrir skelina, sem stundum var nokkuð hörð
og óþjál. Það bar við að Gröndal var í fyrstu fúll, en altaf tókst mjer, þegar sá gállinn
var á honum, að ná fýlunni úr honum.22
Þorvaldur Thoroddsen var vísindamaður eins og Sigmund Freud og af sömu
kynslóð (fæddur 1855 en Freud árið 1856) en lýsing hans hér er með öllu laus