Andvari - 01.01.2012, Síða 115
andvari
SÉRKENNILEGUR, UNDARLEGUR OG FURÐULEGUR EINFARI
113
komu við opna kviku í honum, væru þeir ekki eintómt lof.... Heift hans í garð einstakra
manna gat orðið mikil.26
Hér gætir loksins tilraunar til að tengja saman ólíka þætti í skapi Gröndals
og jafnvel rómantískan skáldskap hans (og að einhverju leyti satírurnar líka)
sem Ingvar lítur á sem hálfgerðan veruleikaflótta.27 Hugtök úr sálfræðinni
eru hins vegar enn ekki notuð í greiningu á Benedikt Gröndal. Ingvar notar
fúllyndi frekar en þunglyndi og þá má einnig velta því fyrir sér hvort ekki sé
heldur auðveldlega sloppið að tengja saman rómantískan skáldskap og veru-
leikaflótta.
Þannig einkennist umfjöllun um Benedikt Gröndal allt fram á okkar daga
af því að framandgera hann sem einrænan furðufugl þó að allt eins sé hægt
að líta á hann sem venjulegan mann, haldinn af sálrænum kvilla sem hrjáð
hefur margan manninn, gáfaðan sem tregan, snjallan sem hæfileikalítinn, alla
tíð. Orðið þunglyndi er þegar komið inn í íslenskt tungumál á þeim tíma sem
Dægradvöl er rituð og finna má allmörg dæmi ekki aðeins um orðið heldur
um ágætar lýsingar á sjúklegu þunglyndi í íslenskum dagblöðum og tímarit-
um frá lokum 19. aldar.28 En þeir sem fjölluðu um skáldið Benedikt Gröndal
virðast allir fælnir við að setja hegðun hans í slíkt samhengi, allt fram undir
lok 20. aldar. Raunar virðast þeir fremur fælnir við að setja Gröndal í nokk-
urt samhengi, annað en að hann sé undarlegur, furðulegur, einkennilegur og
skrítinn.
Ein skýringin kann að vera að íslendingum hafi allt fram á áttunda áratug
þessarar aldar og jafnvel lengur þótt sérviska og skrítni heldur virðulegri en
þunglyndi og sálrænir kvillar. Hinn undarlegi og einkennilegi einfari er öðru-
vísi en aðrir menn, rétt eins og skáld eru ólík öðrum mönnum. Geðræn vanda-
mál hrjá hins vegar alla jafnt þó að það sé kannski ekki almennt viðurkennt
enn þann dag í dag: jafnvel við sem erum fædd um 1970 könnumst við þá
goðsögn að geðsýki og sálrænir kvillar séu sérstakt einkenni listamanna og
snillinga en geðveikir verkamenn eða pípulagningamenn fyrirfinnist ekki.
Túlkendur Benedikts Gröndal fara þó ekki þá leið. Þeir forðast sálrænar túlk-
anir og er í raun á harðahlaupum undan allri túlkun á manninum. Gröndal
er einkennilegur og furðulegur og þar með í raun handan skilnings eða skýr-
ingar.
Freudísk sálfræði er vitaskuld ekki eina leiðin til heimspekilegrar túlkunar
á andlegu ástandi höfundar Dægradvalar. Hún varð líklega áberandi viðhorf
á íslandi mun síðar en annarstaðar á Vesturlöndum. En jafnvel fyrir hennar
daga hefði vel komið til greina að ræða þunglyndið innan annars túlkunar-
ramma því að hugtakið „rómantísk melankólía“ er vel þekkt meðal erlendra
bókmenntafræðinga lengst af 20. aldar. Það hefur þó ekki verið gert. Þórir
Óskarsson, helsti sérfræðingurinn í skáldskap Benedikts Gröndal, ræðir