Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 127

Andvari - 01.01.2012, Page 127
andvari SÖGUFRÓÐIR FRÆNDUR 125 Norðurlandasaga hans fengið þá umsögn, að hún væri hin rjettlátasta Norðurlandsaga, sem til væri; enginn hefði gert svo jafnt upp á milli þessara þriggja þjóða sem hann.. .“12 III Bogi Th. Melsteð var fæddur í Klausturhólum í Grímsnesi árið 1860. Hann var bróðursonur Páls og þegar faðir hans, séra Jón Melsteð, lést árið 1872 buðu Páll og Þóra Melsteð, eiginkona hans, drengnum að koma til Reykjavíkur, dvelja á heimili þeirra og ganga í skóla. Það góða boð var þegið og næsta ára- tuginn dvaldist Bogi í Reykjavík á vetrum, en var hjá móður sinni, Steinunni Bjarnadóttur, dóttur Bjarna Thorarensen amtmanns og skálds, í Klausturhólum á sumrum. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum haustið 1882 og sigldi þá rakleiðis til Kaupmannahafnar til náms. Bogi Th. Melsteð lauk meistaraprófi í sagnfræði frá Hafnarháskóla vorið 1890. Árið eftir tók hann saman og gaf út Sýnisbók íslenskra bókmennta á 19. öld, sem vakti talsverða athygli hér á landi, og 1892 gáfu þeir Bogi, Finnur Jónsson og Valtýr Guðmundsson út lítið kver, afmælisrit, sem þeir sendu Páli Melsteð á áttræðisafmæli hans 13. nóvember 1892.13 Ritið hafði að geyma eina ritgerð eftir hvern þeirra þremenninganna. Ritgerð Boga nefndist „Um alþingi" og fjallaði um alþing hið forna á Þingvöllum við Öxará.14 Þessar útgáfur voru þó eins konar hliðarspor. Um það bil sem Bogi lauk námi við Hafnarháskóla, og þó líkast til nokkru fyrr, hafði hann afráðið að skrifa rækilega íslandssögu, byggða á ýtarlegum heimildarannsóknum og í samræmi við nýjustu kröfur um heimildarýni. Á vordögum 1891 tók hann sér penna í hönd og ritaði „bænarskrá" til alþingis. í henni sótti hann um eitt þúsund króna styrk á ári á fjárhagstímabilinu 1892-1893 „til þess að rita sögu íslands“.15 í upphafi bænarskrárinnar lýsti hann fyrirætlunum sínum og aðstæðum: Það er ætlun mín, að rita vísindalega og yfirgripsmikla sögu íslands, eða með öðrum orðum rannsaka hvert atriði á vísindalegan hátt, þegar það er auðið, og sýna hins vegar á hverju jeg byggi ályktanir mínar. Þetta er svo mikið verk, að það verður margra ára vinna, og til þess að manni verði töluvert ágengt, þarf maður að verja öllum tímanum til þess að starfa að sögunni. Það er og ætlun mín, ef alþingi þóknast að veita mjer þennan styrk, að gefa mig eingöngu við því að rita íslands sögu. Hef jeg þá von, eptir þeim undirbúningi, sem jeg hef nú til þessa verks, ef jeg gæti nú um næstu 4 ár varið öllum kröptum mínum til þess að rita íslands sögu, að þá mundi 1. bindinu lokið frá minni hendi og að jeg yrði þá búinn að safna miklu til framhaldsins. Þótt það sje einlæg löngun mín að gefa út rit, án þess að leita styrks af opinberu fje, eins og jeg hef þegar sýnt lítið eitt, þá er hjer að ræða um svo mikið fyrirtæki, sem kostar svo tugum þúsunda skiptir og krefur alla vinnukrapta hvers þess manns er í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.