Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 138

Andvari - 01.01.2012, Page 138
136 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI sem við kennum gjarnan við realisma: raunsæi. George Eliot er tvímælalaust einn af meisturum raunsæisskáldsögunnar og stundum hefur verið bent á verk hennar Middlemarch sem þá skáldsögu sem sameini með hvað styrkustum hætti megineinkenni realismans. Dickens er vissulega líka meðal lykilhöfunda realismans á Englandi og þótt víðar sé horft, en hann lætur ekki vel að stjórn í þessu kerfi. Fyrstu verk hans voru sem fyrr segir með pistla- og skissusniði; hann var ófeim- inn við að kynna nýja persónu eða umfjöllunarefni til sögunnar þegar síst varði - semsé skjóta inn þáttum. Að einhverju leyti tengdist þetta því að hann birti flestar skáldsögur sínar í þáttum, það er að segja sem framhaldssögur í blöðum eða tímaritum og skrifaði stundum í kappi við tímann. Jafnvel þegar hann er orðinn reyndur höfundur, seint á fimmta áratug aldarinnar, og tekur að semja hinar miklu félagslegu skáldsögur sínar - stórvirki hans á því sviði eru bækurnar Dombey and Son, Bleak House og Little Dorrit - liggur hann enn undir ámæli fyrir að halda ekki nógu vel á sögufléttunni. Hann sé jafn- vel með margar fléttur í gangi og erfitt sé að átta sig á innbyrðis tengslum þeirra.; kvartað er yfir að hann flökti úr einu í annað um leið og sagan þenst út - og aðferð hans hefur jafnvel verið líkt við poka sem höfundur troði í eftir hendinni - en á hinn bóginn er þó einnig bent á að persónur hans séu of ein- hliða og jafnvel einfaldar, sumar algóðar, aðrar líkt og gangandi tákn fyrir grimmd, græðgi eða ofurrökvísi. George Eliot var meðal þeirra sem gagn- rýndu Dickens fyrir að birta ekki sannferðuga mynd af venjulegu lífi.2 Nú má til sanns vegar færa að Dickens stendur vel við höggi þegar kemur að þeim eigindum sem hafa þótt prýða vel samdar mannlífsstúdíur, þar sem ekki á að sýsla með athygli og tilfinningar lesandans á of einhlítan hátt. Kaldhæðnin eða írónían í sögum Dickens er ekki fínleg - hún er lítt dulbúin og stundum að segja má groddaleg. Ekki þarf að lesa nema allra fyrstu síð- urnar í Dombey and Son (eða „Dombey-feðgunum“ eins og hún gæti heitið á íslensku) til að sjá að kaupsýslumaðurinn Dombey er ekki beint hugnanleg persóna. Þarna fer maður sem fagnar því að hafa loks eignast son sem getur orðið framlenging hans sjálfs, ekki síst í viðskiptalega tilliti, nokkuð sem hann telur dóttur sína allsendis ófæra um að vera. Gagnvart dótturinni og eiginkonu sinni er hann tilfinningasljór drumbur og það fer ekki milli mála hvert samlíðan söguhöfundarins beinist. Og þar með erum við komin að öðru umkvörtunarefni. Sumum hefur fundist Dickens allt of tilfinningasamur höf- undur og að persónur eins og Oliver Twist, og kannski enn frekar stúlkan Nell í skáldsögunni Old Curiosity Shop, tali með allt of beinum hætti til með- aumkunar lesandans, enda er nægur vitnisburður um það að lesendur Dickens voru oft á nálum um örlög þessara persóna í hörðum heimi og biðu í ofvæni eftir næsta söguskammti - í næsta hefti tímaritsins sem sögurnar birtust í. Þetta minnir á ýmsar sjónvarpsþáttaraðir okkar tíma og það er engin goðgá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.