Andvari - 01.01.2012, Page 141
andvari
DOKAÐ VIÐ EFTIR DICKENS
139
á það, að velmegun færði okkur hamingju og öryggi, en jafnframt skeið almennrar
angistar. Við höfum lifað árstíð nýfengins frelsis ungra þjóða og gamalla og árstíð þess
myrkurs, er þær eyddu orku sinni í innbyrðis valdastreitu og þegnar þeirra bárust á
banaspjótum. Við höfum lifað vordaga vonarinnar, er frelsið virtist gróa að nýju, og við
höfum séð þann veika vísi frjósa í hel á vetri örvæntingarinnar. Við höfum alið unga
kynslóð, sem öll veraldleg gæði átti í vændum í miklu ríkari mæli en nokkur kynslóð á
undan henni og við höfum séð þessa sömu kynslóð í vaxandi mæli afneita þeim gæðum,
sem að henni voru rétt.6
Um leið og við heyrum hvernig texti Dickens talar til samtímans að mati
Jónasar Haralz árið 1970, getum við velt fyrir okkur að hve miklu leyti þetta
eigi við nú, á því herrans ári 2012.
í nýlegri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Hjarta mannsins, glímir
hin unga aðalpersóna sögunnar, sem gerist fyrir um það bil öld, við þennan
sama texta úr A Tale ofTwo Cities. Dickens er hluti af þeim bókmenntaheimi
sem þessi drengur, vökull og dreyminn í senn, gengur til móts við. Hann vill
fyrir alla muni menntast, rétt eins og Dickens sjálfur á sinni tíð, og hann sækir
sér meðal annars menntun með því að flytja Dickens yfir á íslensku. Fram
kemur að hann ljúki við fimm blaðsíður.7
Þessar þýðingar - önnur raunveruleg, hin ósýnileg en raunsönn á sinn hátt
- á broti af skáldsögu Dickens eru á sinn hátt dæmigerðar, því að þessi skáld-
saga hefur aldrei birst í íslenskri þýðingu - og raunar hefur engin af skáld-
sögum Dickens enn birst í heild á íslensku. Það hlýtur út af fyrir sig að mega
teljast merkileg eyða í íslenskri bókmenntasögu.
íslendingar komust þó sumir snemma í kynni við Dickens. í grein um Dickens
sem birtist árið 1975 vitnar Ólafur F. Hjartar til bréfs sem Fjölnismaðurinn
Brynjólfur Pétursson skrifar Grími Thomsen í ágúst 1847, en Grímur er þá
staddur í Lundúnum. „Hefurðu sjeð Dickens?“ spyr Brynjólfur. „Hefurðu
lesið rómanana hans?“ Brynjólfur mælir sérstaklega með Oliver Twist, en
spyr jafnframt: „En ásaka þeir hann ekki Englendingar fyrir Communisme?“
Grímur svarar að hann hafi því miður enn ekki séð Dickens en hins vegar
lesið skáldsögu hans Martin Chuzzlewit og heldur leiðst hún. Grímur bætir við
að Dickens sé raunar dottinn úr tísku en hinsvegar séu Lundúnabúar sólgnir í
sögur H. C. Andersens.8 Sögur Andersens hófu að birtast á ensku árið 1846.
Reyndar var hann sjálfur einnig í Lundúnum þetta sumar, árið 1847, og hann
náði fundi Dickens. Þeir skiptust á aðdáunarorðum og þetta varð upphaf sam-
skipta sem leiddu að lokum til frægrar dvalar Andersens á heimili Dickens
árið 1857, þegar Daninn teygði heimsókn sína úr hófi fram.9
Orð Gríms um Dickens og Andersen draga vafalítið dám af hrifningu Gríms
á verkum hins síðarnefnda. Grímur var sem kunnugt er meðal þeirra sem tóku
Andersen fagnandi í danskri bókmenntaumræðu. Þetta minnir okkur jafn-
framt á að íslenskt bókmenntalíf á sér mikilvægan bólstað í Kaupmannahöfn