Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 160

Andvari - 01.01.2012, Side 160
158 HJALTI HUGASON ANDVARI Þróunin ífélagssögulegu Ijósi Frá fornu fari hafði kirkjan verið fyrirferðarmikil stofnun og gegnt mikil- vægum samfélagslegum hlutverkum á fjölmörgum sviðum. Kirkjan átti allt frá miðöldum hátt hlutfall af bújörðum á landinu. Þess ber þó að gæta að kirkjueignirnar voru ekki allar á hendi miðstýrðrar stofnunar. Þvert á móti var frá upphafi um dreifða eignaraðild að ræða. Eignirnar tilheyrðu einstökum sóknarkirkjum, klaustrum er héldust sem eignasamsteypur eftir siðaskipti en þá í höndum konungs, biskupsstólunum uns þeir voru lagðir niður og jarð- irnar einkavæddar, eða enn öðrum kirkjulegum stofnunum. Allar lutu þessar stofnanir og þær jarðeignir sem þeim tilheyrðu forræði þeirra sem höfðu þær að léni hverju sinni. Eigi að síður átti „kirkjan“ sem jarðeigandi beina og óbeina aðkomu að atvinnulífi landsmanna til sjávar og sveita og hafði þannig áhrif á efnahagslegar aðstæður í landinu. Við kirkjulegar stofnanir var stund- uð ýmiss konar líknar- og velferðarstarfsemi (diakonia). Ekki má þó ýkja hlut kirkjunnar í þessu efni þar sem hrepparnir báru frá upphafi ábyrgð á fram- færslumálum og til þeirra rann fátækra- eða hausttíundin sem deilt var út til að halda fátækustu heimilunum á floti.10 í skjóli kirkjunnar hófst og dafnaði skólamenntun. Kirkjan var líka fyrst til að setja ákveðin viðmið um almenn- ingsfræðslu.11 Loks mótaði kirkjan öðrum fremur siðferðismælikvarða sam- félagsins og hélt að fólki þeirri heimsmynd, samfélagssýn og mannskilningi sem nauðsyn þótti að samstaða ríkti um. Allt fram á nítjándu öld ríkti kristin trúarmenning í landinu en það merkir að tákn og áhrif trúarinnar voru hvar- vetna sýnileg á yfirborði samfélagsins. Aðstæður hér líktust þannig því sem nú tíðkast í múslimskum löndum. Lögð var áhersla á að almenningur sam- samaði sig kenningum kirkjunnar, tæki þátt í helgihaldi og rækti heimilis- guðrækni og kristilegan húsaga. Minna var spurt um persónulega trúarsann- færingu og hugmyndir um trúfrelsi áttu ekki upp á pallborðið. Um næstsíðustu aldamót tóku breytingar að verða í þessu efni. Oft er rætt um að sekúlarísering (afhelgun, veraldarvæðing) hafi orðið en með því er átt við að hugarheimur fólks hafi orðið veraldlegri og völdin í samfélaginu færst yfir á veraldlegar hendur en kirkjan misst áhrif sín. Þessi mynd krefst nokkurrar aðgátar þar sem kannanir sýna að þjóðin var mjög trúuð allt fram á lokaáratugi 20. aldar miðað við sambærilegar þjóðir þótt trú hennar hafi e.t.v. ekki samræmst hefðbundnum, kirkjulegum kristindómi. Könnun sem gerð var á níunda áratug liðinnar aldar sýndi að um 80% þjóðarinnar gátu talist trúhneigð í einhverjum skilningi. Þegar spurt var um trú á tilvist guðs svöruðu um 60% jákvætt. Þó leiddi rannsóknin í ljós að aðeins um þriðjung- ur þjóðarinnar (33-37%) gat talist kristinnar trúar í þröngum kirkjulegum skilningi. Sá hópur samsamaði sig vel hefðbundnum kenningaratriðum og sótti kirkju umtalsvert betur en aðrir. Nokkuð stærri hópur eða 42% svarenda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.