Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 12

Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 12
14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 n Kindakjöt n Alifuglakjöt n Svínakjöt n Nautakjöt n Hrossakjöt 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 Kjötframleiðsla á Íslandi í tonnum Veðrabrigði eru fram undan, kuldi í stað hlýinda. Stutt er í fyrsta snjóinn í höfuð- borginni. Þjóðtrú um að gott veðurfar kalli á refsingu er ekki bara vitleysa. bth@frettabladid.is VEÐUR Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um að slíkt að spá, segir í kvæðinu góða. Þar er reyndar ekki átt við veðrið heldur jólagjafir. En með sama hætti og erfitt er að spá um jólapakka landsmanna eru veðurfræðingar sammála um að vandi sé að spá fyrir um jólaveðrið af nokkru viti, hvað þá veðurfar útmánaða. Flest bendir þó til að kuldaboli sé farinn að hlakka til að narta í landsmenn. Þeir sem óttast innst í þjóðar- sálinni að Íslendingum verði refsað með fimbulkulda í kjölfar þeirra óvenjulegu lífsgæða sem þjóðin hefur notið í hlýindunum í nóv- ember, hafa nokkuð til síns máls, að sögn Veðurstofunnar. „Það er eðlilegt þegar fólk segist hafa á tilfinningunni að veðurblíða haldist ekki, því veðrakerfin hafa tilhneigingu til að jafna sig. Ef þau hafa lengi legið í ákveðinni stöðu er líklegt að sú staða brotni upp og við taki önnur,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enda er u veðrabr igði f ram undan. Tenetærnar komu heim um stund en nú er von á köldu lofti og tímabært að pakka sólstólunum. Hæðir munu ráða gangi mála næstu daga, líkur eru á að snjór falli norðanlands næsta miðviku- dag með frosti í öllum landshlutum innan tíðar. Einar Sveinbjörnsson, veður- fræðingur hjá Bliku, segir miklar breytingar í uppsiglingu. „Veðurfarið hefur verið ein- kennilegt undanfarið, lengst af þrá- látar lægðir fyrir sunnan landið sem beindu til okkar heitu lofti úr suð- austri,“ segir Einar. „En eftir þennan fullveldisdag verða breytingar.“ Lægð sem hefur haldið til suð- vestan við landið er að hverfa. Í stað ríkjandi lágþrýstings er von á háþrýstingi. Hin mikla vindröst í suðri mun snúast norður og undir henni verður til mikið hæðasvæði. „Það eru mjög miklar líkur á að styttist í fyrsta snjóinn og það á líka við um Reykjavík,“ segir Einar. „Það er búið að aftengja hitablásarann sem var í gangi allan nóvember.“ Svokallaðar Grænlandsblokkir, fyrirstöðuhæðir sem hafa tilhneig- ingu til að reka vestur, verða að lík- indum að veruleika. Líður þá oftast ekki á löngu uns kalt loft úr norðri steypist yfir landið. Þó er erfitt að spá á þessu stigi hvort vænta megi aðeins kaldara veðurs eða miklu kaldara veðurs. Teitur Atlason vill engu spá um jólin, hvað þá að nokkur leið sé að fá hann til að gefa landsmönnum tóninn um veðrið á komandi ári. „Við erum ofurseld breytileika og það er mjög erfitt að segja til um veður nema viku fram í tímann. Um breytingar á daglegu líf i landsmanna eftir hlýindin segir Teitur að hálka muni láta á sér kræla líkt og oftast hátti til um skammdegismánuði. Fólk ætti að huga að því í umferðinni. n Búið að aftengja hitablásarann Hlýtt loft hefur beinst til Íslands í miklum mæli vikum saman. Tenetærnar komu heim um stund en nú er tímabært að huga að skíðabrekkunum. MYND/AUÐUNN Það er eðlilegt þegar fólk segist hafa það á tilfinningunni að veðurblíða haldist ekki, því veðrakerfin hafa tilhneigingu til að jafna sig. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku ser@frettabladid.is KJÖTIÐNAÐUR Kjötframleiðsla í október á þessu ári reyndist níu prósentum minni en í fyrra og munar þar mest um fimmtán pró- senta samdrátt í vinnslu dilkakjöts, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Athygli vekur að fallþungi dilka dróst saman um fimm af hundraði á milli ára og fjöldi sláturdilka fór niður um ellefu prósent. Aftur á móti var sex prósenta aukning í svínakjötsframleiðslu og sjö prósenta vöxtur í nauta- kjötsframleiðslu miðað við október 2021. Vinnsla alifuglakjöts stóð nán- ast í stað samkvæmt téðum tölum Hagstofunnar. n Kjötframleiðsla dregst saman um níu prósent á milli ára bth@frettabladid.is AKUREYRI Eðlilegt væri að aðgerðir gegn lélegum loftgæðum yrðu í samræmi við ástandið á skrifstofu- tíma fremur en að miða við sólar- hringsmeðaltal. Þetta segir Leifur Þorkelsson hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Leifur bendir á að oft sé svifryk lítið sem ekkert að nóttu þegar enginn sé á ferli, sem geti skekkt meðaltal. Að ákvarða viðbrögð út frá sólarhringsviðmiði kunni að vera ófullkomin aðferð þegar mestu varði hvernig loftgæðin séu á virkum tíma fólks. Á leikskólum á Akureyri var börnum haldið innandyra í vikunni. Léleg loftgæði mældust ítrekað í nóv- ember, þar af mjög vond 5–6 daga. Staðviðri, úrkomuleysi og notkun nagladekkja hefur verið kennt um. Leifur segir á könnu heilbrigðis- nefndar bæjarins hverju sinni að ákvarða aðgerðir. Svifryk fer verst í aldraða, lungna- veika og börn. Ekki er algengt að börn séu lokuð inni vegna lélegra loftgæða. n Telur að bæta ætti viðmið vegna loftmengunar Léleg loftgæði mældust nokkra daga í liðnum mánuði á Akureyri. MYND/AÐSEND Minna er framleitt af dilkakjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR arnartomas@frettabladid.is FRAKKLAND Baguette, langbrauðið franska sem er einnig þekkt sem snittubrauð, er nú komið á heims- minjaskrá Menningarmálastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) sem óáþreifanlegur menningar- arfur. „Baguette er daglegt brauð, horn- steinn máltíðarinnar, tákngerving- ur fyrir samverustundir og það að deila,“ sagði talsmaður UNESCO. Emmanuel Macron Frakklands- forseti fagnaði áfanganum og lýsti brauðinu sem „250 grömmum af töfrum og fullkomnun í daglegu lífi okkar“. Þótt baguette sé einkennandi fyrir franska menningu hefur það átt undir högg að sækja og hafa vin- sældir þess dalað á undanförnum árum. n Baguette komið á heimsminjaskrá Brauðið er býsna langt. arnartomas@frettabladid.is JAPAN Japanskur matprjónafram- leiðandi hefur nú framleitt kynhlut- lausa prjóna ætlaða pörum. Nýju prjónarnir eru frábrugðnir hefðbundnum paraprjónum (jap. meoto hashi) fyrir eiginmenn og eiginkonur, sem framleiddir eru í mismunandi litum og stærðum. Venjulega eru paraprjónarnir misjafnir eftir því hvoru kyninu þeir eru ætlaðir, til dæmis þegar kemur að lit, stærð og þykkt. Hugmyndin að kynhlutlausa prjónasettinu kom frá kvenkyns viðskiptavini sem kom skilaboðum áleiðis til framleiðandans, um að hún vildi frekar nota karlaprjóna og vildi þess vegna kaupa öðruvísi paraprjóna fyrir sig og eiginmann sinn. n Nýir matprjónar fyrir pör ekki bundnir við kyn 10 Fréttir 2. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.