Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 30

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 30
 Ég mæli eindregið með því að allir fari í kirkju á jólunum, því það eru jólin. Gosi Ragnarsson Skötuát á Þorláks- messu er siður og menjar frá kaþólskum tíma þótt kaþólskur siður hafi verið afnum- inn á Íslandi árið 1550. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Gosi Ragnarsson með hundinn Leó sem kominn er í jóladressið, með hreindýra- húfu og í jóla- sveinakápu. FRETTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Gosi Ragnarsson er faðir fjögurra barna sem sögðu allt eins hægt að sleppa jólunum eins og að sleppa því að fara í aftansöng á aðfangadagskvöld. „Ég er alinn upp við að fara í aftan- söng á aðfangadagskvöld og finnst það ómissandi jólahefð. Það bæði lengir aðfangadagskvöldið sem allir hafa beðið eftir í heilt ár, er ákaflega hátíðlegt og skapar réttu stemninguna fyrir jólin,“ segir Gosi Ragnarsson, fjögurra barna fjölskyldufaðir. Gosi hét áður Gunnar Björgvin en fékk því breytt í sumar. „Mamma og pabbi hafa alltaf kallað mig Gosa og vildu ekki að ég yrði kallaður Gunni. Því var eðli- legt framhald að breyta nafninu í Gosa því ég vissi að ef einhver hringdi og bæði um Gunna væri það einhver sem þekkti mig ekki, jafnvel lögga eða lögfræðingur. Það er svo alls ekki fyrir hvern sem er að bera Gosa-nafnið en það á vel við mig; ég er glaður og hress,“ segir Gosi kátur. Heima varð allt vitlaust Gosi er svokallaður einnar-messu- maður, samkvæmt pétrísk- íslenskri orðabók séra Péturs Þor- steinssonar í Óháða söfnuðinum, en það á við um þá sem mæta í kirkju einu sinni á ári, sem er á jólunum. „Séra Pétur var fararstjóri minn í sumarbúðum á Ítalíu á ferm- ingarárinu og þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn árið 2002 vildi ég endilega að Pétur skírði dóttur mína. Ég hafði vanist því að fara í jólamessu með foreldrum mínum í Fríkirkjuna eða Grafarvogskirkju en ákvað eftir skírnina að eltast meira við Pétur og hef nú farið til hans í messu á aðfangadagskvöld í tuttugu ár. Ég er meira að segja búinn að draga foreldra mína og bróður með, en það skrifast á persónutöfra séra Péturs og það hversu hátíðlegar og skemmtilegar messurnar hans eru,“ greinir Gosi frá. Það var svo ein jólin að veður- spáin var afleit á aðfangadagskvöld og Gosi impraði á því við fjölskyld- una hvort þau ættu ekki að sleppa aftansöngnum það árið og hugsa bara um steikina heima í staðinn. „Og það varð bókstaflega allt vitlaust heima. Krakkarnir mínir tóku ekki í mál að sleppa mess- unni og það kom mér gríðarlega á óvart hversu illa þessi hug- mynd fór í mannskapinn. Börnin líktu henni við að sleppa sjálfum jólunum, sem mér fannst í senn skemmtilegt og fallegt, því það sýnir hversu hefðirnar eru sterkar og venjan hjá okkur mannfólkinu. Það gladdi mig að ég væri alls ekki Börnin gerðu uppreisn þegar sleppa átti jólamessunni gummih@frettabladid.is Á Þorláksmessu, 23. desember, eru margir á síðustu stundu að versla síðustu jólagjafirnar og sumir kjósa að skreyta jólatré sín á þessum degi. Að ekki sé talað um skötuna. Hún er á borðum margra landsmanna og færst hefur í vöxt að fólk kjósi heldur að snæða skötuna á veitingahúsum í stað þess elda hana heima. Skötuát á Þorláksmessu er siður og menjar frá kaþólskum tíma, þótt kaþólskur siður hafi verið afnuminn á Íslandi árið 1550. Á þessum tíma var fastað fram að jólum og kjöt ekki borðað. Fiskur, og helst lélegur, var snæddur daginn áður en jólahátíðin gekk í garð. Sá siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu barst til Reykja- víkur frá Vestfjörðum um miðja 20. öld en hún veiddist aðallega undan Vestfjörðum og Breiðafirði. Mörgum finnst skatan ómissandi á Þorláks- messu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA að pína krakkana með því að fara með þá í kirkju, heldur biðu þau þess í ofvæni og ekki síður en eftir jólunum, enda alin upp við aftan- sönginn frá barnæsku. Það þurfti því ekkert að pæla meira í því og ekki annað til umræðu en að drífa sig í aftansönginn því þegar klukk- urnar klingja í kirkjunni klukkan sex koma jólin í hjörtu okkar,“ segir Gosi. Upphafsmaður ljótra jólapeysa Í pétrísk-íslenskri orðabók séra Péturs er önnur skilgreining sem passar vel við Gosa, en það er JJ kristindómurinn, þegar menn mæta bara til kirkju á jólum og í jarðarfarir. „Pétur er litríkur persónuleiki, hugmyndaríkur og skemmtilegur. Yngsta dóttir mín fermist hjá honum í vor og sonur minn bíður spenntur eftir því að fermast hjá Pétri eftir tvö ár. Dóttirin sækir nú messurnar sem eru alltaf með skemmtilegu tvisti, allt frá galdra- messum, hundamessum, Bítla- messum og fleiru,“ segir Gosi. Þann 20. desember fagnar fjöl- skyldan líka því að liðin eru tutt- ugu ár síðan séra Pétur skírði elstu dótturina. „Það var sama dag og ég útskrifaðist sem hárgreiðslumaður úr Iðnskólanum. Ég hætti reyndar í hárbransanum 2016 en desember var alltaf mjög annasamur þegar allir fóru í jólaklippinguna og þá var gott að geta slappað af í messu hjá Pétri á aðfangadagskvöld,“ segir Gosi. Í dag starfar hann við ferða- þjónustu hjá Superjeep sem fer með fáa ferðamenn í einu í ferðir á upphækkuðum og sérútbúnum jeppum. „Nú er desember líka orðinn háannatími í ferðabransanum með tilheyrandi norðurljósa- og dagsferðum um landið. Ég verð þess áskynja að ferðafólkinu þyki mikið til íslenskrar aðventu og jóla koma enda algjört ævintýri að sjá sveitabæina í bjarma jóla- ljósa og upplýsta, litríka krossa í kirkjugarðinum við Kotstrandar- kirkju. Það skapar jólastemningu og stundum fer ég aukahring um bæinn til að sýna mest skreyttu jólahúsin. Ég hef hins vegar ekki enn farið með ferðafólkið í jóla- messu til Péturs, en hver veit nema ég geri það. Því þætti gaman að hitta prestinn,“ segir Gosi, sem gefur ferðafólkinu að smakka hefð- bundinn jólamat, eins og hangi- kjöt, en það fúlsar víst við lunda, hval og hrossakjöti. „Svo held ég því fram að ég hafi komið með ljótu jólapeysuæðið til Íslands. Ég fór í Mall of America 2004 og fann þar „second hand“- markað þar sem ég keypti mér nokkrar ljótar jólapeysur. Þá hafði ég ekki séð neinn í slíkri peysu hér heima en í dag hef ég gaman af því að sjá fólk klæðast ljótum jóla- peysum í stórum stíl,“ segir Gosi og er kominn í jólaskap. „Það er líka hluti af því að klæða sig upp fyrir jólin að fara út og til kirkju í stað þess að setjast bara til borðs heima. Að fólk sjái mann í sparigallanum. Ég mæli því ein- dregið með því að allir fari í kirkju á jólunum, því það eru jólin.“ n Alltaf nauðsynlegt að fá skötu á Þorláksmessu Skatan þótti ekki vera neinn herramannsmatur en þar sem haustvertíðinni lauk á Þorláks- messu var skötuátið nátengt þessum degi og fólki fór að finnast það nauðsynlegt að fá sér skötu daginn fyrir aðfangadag. HEImILd: ÁRNI BjöRNssON, ÞjóÐHÁTTAFRæÐINGuR w w w .b or ga rs og us af n. is Verið velkomin á jóladagskrá Árbæjarsafns Taktu frá miða á tix.is! sunnudagana 11. og 18. des. kl. 13–17. 8 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.