Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 34
Íþróttakennarinn Arna Steinsen ætlar ásamt fjöl- skyldu sinni að dvelja á Tenerife um jólin, eins og þúsundir annarra Íslendinga en reiknað er með að allt að fimm þúsund Íslendingar muni verða á eyjunni vin- sælu í suðri um hátíðirnar. gummih@frettabladid.is Arna fagnar einnig tímamótum á Tenerife, en þann 27. desember heldur hún upp á stórafmæli sitt en þá verður hún 60 ára gömul. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hún dvelur erlendis um jólin og segist hún kunna því vel, þótt henni finnast líka gott að vera á Fróni og halda jólin heima. „Ég var alltaf ákveðin í því að vera ekki heima á sextugsafmæli mínu en ég hugsa að ég haldi eitthvað upp á það þegar ég kem heim,“ segir Arna, sem sest upp í f lugvélina á leið til Tenerife þann 19. þessa mánaðar. Með henni í för verður eiginmaðurinn, Magnús Pálsson, börnin þeirra þrjú, tengdabörn, barnabarn, móðir hennar, tengdamóðir og bróðir Magnúsar, ásamt stórfjölskyldu hans. „Okkur finnst mjög ljúft að vera úti um jólin. Við hjónin vorum á Ventura-svæðinu í Bandaríkj- unum ásamt börnunum okkar þremur árið 2012 þegar ég varð fimmtug og þá fór ég í raun og veru í fyrsta skipti almennilega í golf,“ segir Arna, en segja má að hún hafi smitast af golfbakteríunni í þessari ferð. Gott að geta farið núna „Árið 2018 vorum við erlendis um jólin ásamt fjölskyldunni hans Magga og einnig 2019, en þá með minni fjölskyldu og fögnuðum þar áttræðisaf- mæli pabba. Ég veit að Maggi minn myndi vilja vera úti um öll jól en ég er alveg tilbúin að fara út önnur hver jól. Mér finnst líka yndislegt að vera heima um jólin. Þó svo að við höfum ákveðið Ljúft að vera úti um jólin með löngum fyrirvara að fara í þessa ferð núna þá finnst mér það persónulega gott að geta farið, þar sem pabbi dó í sumar. Allar hefðir sem maður er með heima um jólin hefðu verið öðruvísi eftir andlát hans og fyrir mömmu að koma með okkur út er gott. Það væri erfiðara fyrir hana að vera heima um þessi jól. Mamma og pabbi ætluðu að koma út á afmælinu mínu en það breytt- ist auðvitað þegar hann dó og mamma verður með okkur allan tímann,“ segir Arna. Eru þið að taka með ykkur ein- hvern jólamat svona til að halda í venjurnar? „Við gerðum það í fyrstu ferðinni. Við tókum þá með okkur hangikjöt sem ég var með á jóla- dag en það var öðruvísi þar sem við vorum í húsi og gátum eldað í því. Í tveimur síðustu ferðum og núna gistum við á hóteli og förum bara út að borða. Í raun og veru minnir ekkert á jólin þegar maður er úti. Það eru engir jólapakkar, en það eina sem við höldum í er að við förum út að borða klukkan 6 á aðfangadag og gamlársdag. Það er ekkert annað sem minnir mann á jólin. Þetta er öðruvísi en alveg yndislegt samt,“ segir Arna, sem telur líklegra en ekki að hún verði úti á golfvellinum og í sólbaði þess á milli á aðfangadegi jóla. „Vissulega er þetta öðruvísi. Maður heldur að maður sakni alls heima en þegar út er komið þá er ekkert verið að spá mikið í það og sérstaklega þegar öll stórfjöl- skyldan er saman. Það er líka gott að kom- ast úr jólastressinu á Íslandi. Það eru fáar jólagjafir sem ég þarf að kaupa til að skilja eftir hér heima. Í eitt skiptið þegar við fórum út um jólin þá höfðum við þann háttinn á að allir drógu hver ætti að gefa hverjum jólapakka. Það var gert um miðjan desember og við áttum að kaupa jólagjöf að andvirði 5 þúsund krónur. Á aðfangadag mynduðum við svo hring saman úti á svölum og pökkunum var dreift á milli. Það var mjög skemmtilegt. Við vitum hvernig krakkar upplifa jólin. Þau verða rugluð í hausnum yfir pakkaflóðinu hér heima. Þarna fengu þau einn pakka og þeim fannst það æðislegt,“ segir Arna, sem skilur heimili sitt eftir vel skreytt áður en þau hjónin halda utan. „Ég myndi segja að ég skreyti svona upp á 80 prósent. Það verður ekkert jólatré þetta árið en jólaseríur og jólaljós. Ég vil njóta aðventunnar. Við förum ekki út fyrr en 19. desember og mér finnst það tilheyra að skreyta heimilið vel á aðventunni,“ segir Arna og bætir því við að Maggi hennar væri alveg til í að sleppa því að skreyta. Arna segir að fyrir löngu sé búið að skipuleggja afmælis- daginn. „Það er búið að panta á veitingastað á f lottum stað á La Caleta-ströndinni. Við borðuðum á þessum stað í febrúar ásamt foreldrum mínum. Þetta er yndis- legur staður úti á verönd og mér finnst tilvalið að fara aftur á hann á afmælisdaginn. Þetta verður góð ferð og maður kemur vel úthvíldur, búinn að spila mikið golf, borða góðan mat, drekka góð vín og njóta lífsins.“ n Arna og Magnús klár með ferðatöskurnar áður en þau halda með stórfjölskyldunni til Tenerife. Upplýsingar og pantanir: Ostahusid.is ostahusid@ostahusid.is 565-3940 Úrval af girnilegum ostakörfum og öskjum sem kalla fram sælkerabros yfir jólin Sælkerajól 12 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.