Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 42
 Humarinn er mitt uppáhald og það er alltaf passað upp á að hann sé til þegar ég kem heim um jólin. Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Sara Björk Gunnars- dóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, fyrirliði þess, og leikmaður ítalska liðsins Juventus, seg- ist alltaf hlakka til jólanna og lítur á þau sem samveru- stund fjölskyldunnar. Sara hafði vistaskipti í sumar. Hún yfirgaf franska stórliðið Lyon sem hún varð í tvígang Evrópumeistari með og gekk í raðir Juventus í Tór- ínó. Þrátt fyrir þétta leikjadagskrá í jólamánuðinum og að deildin á Ítalíu byrjar að loknu jólafríi þann 5.janúar, ætlar Sara ásamt manni sínum, fótboltakappanum Árna Vilhjálmssyni og Ragnari Frank, eins árs syni þeirra, að bregða sér heim til Íslands og halda jólin hér á landi í faðmi fjölskyldunnar. Síðasti leikur Söru með Juventus fyrir jólin er á móti gamla liðinu hennar, Lyon, í Meistaradeildinni sem fram fer í Frakklandi þann 21. þessa mánaðar. „Það er krafa frá ömmum og öfum að koma heim um jólin með litla kútinn,“ segir Sara Björk, sem eignaðist sitt fyrsta barn fyrir rúmu ári síðan. Sláum upp hlaðborði af kræsingum Sara Björk og Árni með Ragnar Frank á háhesti á rölti í Tórínóborg en þau halda jólin á Íslandi. MYND/AÐSEND „Það verður gaman að koma heim og hitta fjölskylduna í kringum jólin. Við stoppum í stuttan tíma og ætlum að njóta hans saman,“ segir Sara, sem stefnir á að koma heim 22. desember og halda aftur út til Tórínó á fyrsta degi ársins 2023. Alltaf heima um jólin Sara Björk hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2011. Fyrst í Svíþjóð, síðan í Þýskalandi, þá Frakklandi og nú á Ítalíu. „Frá því ég fór út í atvinnu- mennsku hef ég alltaf verið heima á Íslandi um jólin, sem hefur verið æðislegt. Við fengum langt jólafrí þegar ég spilaði í Svíþjóð og í Þýskalandi en eitthvað aðeins minna þegar ég spilaði með Lyon,“ segir Sara Björk, sem í haust hélt áfram að bæta landsleikjametið en leikir hennar með íslenska lands- liðinu telja nú 139. Sara hefur á atvinnumannsferli sínum sankað að sér titlum en hún var fjórum sinnum sænskur meistari, fjórum sinnum þýskur meistari og varð bikarmeistari nokkrum sinnum á báðum stöðum. Þá varð hún bikarmeistari og Evrópumeistari með Lyon. Auk þess hefur Sara sjö sinnum verið valin knattspyrnukona ársins á Íslandi og í tvígang hefur hún orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd íþróttamaður ársins. Sannarlega glæsilegur ferill, sem hófst með Haukum í Hafnarfirði. Spurð að því hvort hún sé jóla- barn segir Sara: „Já ég held að ég geti alveg sagt það. Mér finnst jóla- hátíðin ótrúlega kósí og sérstak- lega þegar maður getur verið með allri fjölskyldunni, notið saman og borðað góðan mat. Svo gerir það enn meira gaman að vera komin með lítinn gutta. Bróðir minn er með einn strák sem er fæddur þremur vikum á eftir Ragnari svo það verður mikið fjör þegar við komum saman.“ Erum mikil matarfjölskylda En hvað skyldi nú vera í matinn hjá Söru á jólunum? „Við erum mikil matarfjöl- skylda. Bróðir minn er mikill veiðimaður og hann er búinn að veiða vel fyrir jólahátíðina. Hann verður með gæsir og rjúpur og svo er alltaf humar á boðstólum. Hum- arinn er mitt uppáhald og það er alltaf passað upp á að hann sé til þegar ég kem heim um jólin. Það má eiginlega segja að við sláum upp hlaðborði af kræsingum og allir éta á sig gat,“ segir Sara Björk. Sara segist vera lítið fyrir að fara í kirkju eða sækja tónleika í kringum jólahátíðina. „Við stórfjölskyldan reynum að vera eins mikið saman og hægt er. Við röltum oft niður í bæ eins og á Þorláksmessu og setjumst niður til að fá okkur eitthvað gott að borða. Ég nýt þess best að vera heima með fjölskyldunni, spjalla saman og kíkja kannski út í göngutúra. Ég er ekki oft heima á Íslandi svo þegar ég kem heim þá vil ég hitta fólkið mitt og vera sem mest með því.“ n  jme@frettabladid.is Það virkar fátt jafnvel til að hlýja köldum nebbum, tám og fingrum eftir góða útiveru í snjónum en sjóðandi heitt súkkulaði með rjómaslettu. Það þýðir þó ekki að það megi ekki poppa það smá upp endrum og eins og til þess eru margar leiðir. Piparmyntukakó Ein leið til þess að setja einfalt tvist á kakóið er að mylja pipar- myntubrjóstsykur eða jólastaf og strá ofan á rjómann. Kryddað jólakakó Einnig er hægt að leyfa mjólkinni að malla í smá stund með kanilstöng og öðru jóla- legu kryddi eins og negulnöglum, stjörnuanís og fleiru áður en það er veitt upp úr pottinum og súkku- laðið er brætt út í. Svo er um að gera að raspa smá múskathnetu og strá kanil yfir rjómann. Appelsínu súkkulaði Til er undarlegur hópur fólks sem virðist þykja gott að hafa appelsínubragð af súkkulaðinu sínu og það afvegaleidda fólk þarf víst að virða eins og annað fólk. Til eru ýmsar tegundir af súkku- laði með appelsínubragði eins og kattatungur og fleira sem hægt er að bræða með mjólkinni. Endi- lega varið þó gesti við enda er appelsínusúkkulaði alls ekki allra. Þá má einnig ýkja upp appelsínubragðið með því að raspa appelsínubörk yfir rjómann. Tíu dropar Það er ástæða fyrir því að heitt súkkulaði og kaffi er svona vinsæl blanda. Best er að bæta nýlög- uðum espresso út í tilbúið heitt súkkulaði en í neyð má bæta við teskeið af skyndikaffidufti. Skot af kahlúa eða öðrum kaffilíkjör væri líka góð viðbót. Gott er að blanda saman smá af púðursykri og örlitlu af möluðu kaffi og strá yfir rjómann. n Hugmyndir að heitu súkkulaði Piparmyntustafur er fullkominn til að peppa upp jóla- kakóið. fréttAblAÐiÐ/ gEttY Jólalegt krydd gefur bæði jólalegt bragð og angan af súkkulaðinu í desember. Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.500 / 2.500 Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Mozart við kertaljós í 30 ár Camerarctica Hafnarfjarðarkirkju mánudag 19. des. kl 21.00 Kópavogskirkju þriðjudag 20. des. kl 21.00 Garðakirkju miðvikudag 21. des. kl 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudag 22. des. kl 21.00 Kammertónlist á aðventu 2022 20 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.