Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 54
Greta Salóme Stefánsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum. Hún átti ekki von á því alveg strax en sonur- inn kom í heiminn fimm vikum fyrir settan dag. Hún hefur nú fengið nýtt hlut- verk fyrir jólin, besta hlut- verk sem hún getur hugsað sér. Sjálf er hún mikið jóla- barn og jólin eru uppáhalds- tíminn. sjofn@frettabladid.is Stærsta jólagjöfin er sonurinn, nýfædda jólabarnið. Móðurhlut- verkið tekur nú við sem verður ný lífsreynsla og jólin fallegri en nokkru sinni fyrr. Greta Salóme og maður hennar, Elvar Þór Karlsson, byggðu hús í Mosfellsbæ í fyrra. Þau eru búin að vera að undirbúa fyrstu alvöru jólin í nýja húsinu og komu sonarins eftir mikla vinnu- törn hjá Gretu. „Lífið snýst meira og minna um tónlist og hefur gert frá því að ég man eftir mér. Síðustu ár hef ég verið mikið að spila erlendis og er búin að vera á samningi hjá Disney síðan 2015 og er hjá umboðsskrif- stofu sem er með höfuðstöðvar í Flórída en hún sér um alla mína tónleika erlendis. Þar utan er ég stanslaust að spila hérna heima og hef undanfarin ár leikstýrt og framleitt verkefni, leikstýrði meðal annars Grease tónleika- sýningunni í Laugardalshöllinni í lok meðgöngunnar, 29. október. Dagarnir eru því eins misjafnir og þeir eru margir og árið 2023 orðið uppbókað að mestu.“ Greta ætlaði að taka því rólega á aðventunni og undirbúa komu jólabarnsins þegar sonurinn mætti í heiminn nánast fyrirvaralaust. „Þessi tilfinning, að fá son okkar í fangið, er ólýsanleg. Ef ég á að draga það saman þá er það eins og lífinu sé snúið á hvolf á einni sekúndu og lífið fái nýjan tilgang. Maður skilur ekki neitt en um leið skilur maður allt einhvern veginn,“ segir hún. Var á námskeiði deginum áður Greta var búin að ímynda sér fæðinguna allt öðruvísi en raunin varð. „Ég átti mjög auðvelda með- göngu og var að túra erlendis til 25. viku án þess að vera búin að tilkynna um óléttuna. Ég eiginlega gleymdi því reglulega að ég væri barnshafandi og gat falið það mjög lengi. Fæðingin var hins vegar eitt- hvað sem ég hræddist mjög mikið og þurfti að tækla þann ótta með því að afla mér upplýsinga og vera búin að fræðast um fæðingar. Það hjálpaði mikið að þegar ég fór af stað í fæðinguna hafði ég verið á fæðingarnámskeiði deginum áður, ég var í miðjum hríðum en hélt að ég væri með fyrirvaraverki. Við áttum ekki von á honum fyrr en eftir rúm- lega mánuð og það setti líka strik í reikninginn að ég trúði ekki að ég væri komin í virka fæðingu. Þegar ég svo loksins lét til leiðast að fara upp á spítala var mér sagt að ég væri með fimm í útvíkkun og langt komin í fæðingu. Þá var ég búin að Besta jólagjöfin að verða móðir Greta Salóme er búin að fá stærstu jólagjöfina sem hún getur hugsað sér, soninn sem flýtti sér í heiminn fyrir aðventuna og hún er full tilhlökkunar fyrir jólunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Greta Salóme lagði mikla vinnu í að skreyta jólatréð rétt áður en hún lagðist inn á fæðingardeildina. Tréð er ákaflega fallega skreytt og sómir sér vel. vera heima að anda mig í gegnum verki í 36 tíma ekki vitandi að þetta væri staðan. Svo þegar kom að rembingnum var mér sagt að það tæki sennilegast um klukku- tíma en hann kom á 12 mínútum. Bara 8,6 merkur og 43 sentímetrar en fullkominn. Þetta var því allt talsvert auðveldara en ég átti von á þótt þetta séu auðvitað átök. Svo get ég ekki lofað starfsfólkið á LSH sem sá um okkur nóg. Þvílíkir englar í mannsmynd.“ Alltaf mikið að gera á aðventu Í fyrsta skiptið síðan Greta byrjaði í tónlistinni ætlaði hún að hafa það rólegt á aðventunni og bíða eftir jólabarninu en í stað þess fær hún að njóta aðventunnar með syninum. „Jólaundirbúningurinn hjá mér hefur alltaf endurspeglast af því að ég hef verið mikið að fram í desember, spila og syngja úti um allt. Ég var búin að gera ráð fyrir að vera að bíða eftir fæðingunni sem var áætluð 19. desember og ætlaði að taka því rólega en mun í staðinn verja aðventunni í að kynnast syn- inum og ná mér eftir fæðinguna þannig að maður geti farið inn í nýtt ár af krafti, bæði sem tónlist- arkona og núna móðir. Ég held að ég gæti ekki verið hamingjusamari og þakklátari. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að hafa fengið heilbrigt barn í hendurnar. Það er stærsta jólagjöfin.“ Jólin mikilvægur þáttur Greta veit ekkert skemmtilegra en að njóta jólanna. „Ég er svo heppin að eiga yndislega og mjög sam- heldna fjölskyldu, jólin hafa alltaf verið mikilvægur þáttur í okkar lífi og mikið af hefðum og umstangi í kringum jólin. Ég er mikil „all in“ manneskja og jólin eru hættu- lega skemmtilegur tími fyrir týpu eins og mig. Ég á það til að fara 32 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.