Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 56

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 56
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is María Arnlaugsdóttir hefur lifað hundrað jól. Hún segir jólin í gamla daga hafa verið látlaus en hátíðleg og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Ég man fyrst eftir mér á aðfanga- dagskvöld árið 1924. Þá var ég á þriðja árinu. Ég man þessi jól svo vel því þá kviknaði í jólatrénu heima og fyrir hugskotssjónum sé ég enn jólatréð í ljósum logum. Á trénu hafði verið kveikt á lifandi kertum en eitthvað varð til þess að lítið kerti féll af grein og kveikti í trénu. Mikil guðs mildi var að ekki fór verr því elsti bróðir minn, Guð- mundur Arnlaugsson, sem löngu síðar varð fyrsti rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð, náði að grípa undir tréð og hlaupa með það út að dyrum þar sem þeir pabbi náðu að setja logandi jólatréð út án þess að eldur næði að læsa klónum í annað innanstokks. Því skemmdist ekkert nema jólatréð og sem betur fer höfðum við krakkarnir fengið kramarhúsin af trénu áður og vorum komin með gotteríið sem við fengum um jólin.“ Þetta segir María Arnlaugsdóttir sem fæddist á kvenréttindadaginn 19. júní 1921 og er því 101 árs síðan í sumar. „Þegar ég var lítil var flaggað um alla borg í tilefni kvenréttinda- dagsins og ég hélt að það væri vegna þess að ég ætti afmæli. Svo þegar ég varð 101 árs sagði ég: „Nú er ég orðin eins árs í annað sinn og svo verð ég tveggja ára á næsta ári“,“ segir María og hlær dillandi hlátri. Spöruðu sætindin út jólin María býr nú á Hrafnistu Hlévangi í Keflavík og er elsti íbúi Reykja- nesbæjar. Hún er við góða heilsu og það fljót í förum að hún tekur fram úr blaðamanni og forstöðumanni Hlévangs á tveimur jafnfljótum um ganga heimilisins. „Ég var alltaf að hugsa um jólin sem barn, en svo dofnar tilhlökk- unin fyrir jólunum eins og allt annað þegar maður er orðinn svona gamall. Æskujólin voru afar hátíðleg og mikill dagamunur. Við klæddum okkur í spariföt og við systurnar fengum nýja kjóla, en þó ekki á hverju ári og þurftum að vaxa upp úr þeim fyrst. Strákarnir fengu nýjar buxur og skyrtu, en slitu þeim vanalega fyrr, eins og stráka er siður,“ segir María kank- vís. Jólamaturinn var einnig það fínasta fínt. „Á borðum var hangikjöt, heimabakað hveitibrauð, alveg dásamlega gott, og ávextir ef þeir voru til. Þegar búið var að borða og ganga frá eftir matinn las pabbi upp úr jólaguðspjallinu og svo sungum við jólasálma, eftir því sem við stækkuðum og gátum. Síðan gengum við í kringum jóla- tréð sem pabbi hafði smíðað og var með grænum greinum sem voru ýmist málaðar eða með álímdum pappír. Undir jólanóttina fékk full- orðna fólkið sér kvöldkaffi og með því, og við krakkarnir líka, ef við vildum, en við vorum þá komin með eitthvað enn þá meira spenn- andi í kramarhúsin af jólatrénu,“ segir María, sællar minningar. Kramarhúsin, eða pokana eins og hún kallar þau líka, bjuggu systkinin til eftir forskrift móður- systur sinnar sem nam kvenfata- saum í Bandaríkjunum. „Pokarnir voru hengdir á jólatréð og í þá fóru kandís og súkkulaði, sem var sælgæti þess tíma og svo seinna epli. Í þá daga voru ávextir ekki fluttir til landsins og maður var heppinn ef maður þekkti sjó- mann sem hafði verið í útlöndum og kom færandi hendi með epli og seinna appelsínur og vínber. Á aðfangadagskvöld fengum við systkinin hvert sinn poka af trénu og hann átti að duga öll jólin, sem hann og gerði, því maður sparaði sætindin,“ segir María. Í gamla daga snerust jólin um Guð og Jesúbarnið María Arnlaugs- dóttir bíður nú sinna 101. jóla. Hún segir æskujólin hafa verið þau há- tíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í saman- burði við of- gnótt íslenskra jóla í dag. FRÉTTA BLAÐIÐ/EYÞÓRMikið að gera á stóru heimili María fæddist í Reykjavík og sleit barnsskónum í Vesturbænum. „Þar bjó ég í Akurgerði sem var hálfgerður sveitabær, svolítið sunnan við elliheimilið Grund. Bærinn okkar var ekki stærri en svo að í eina herberginu var rúm sem mamma og pabbi sváfu í, ásamt einu barni, og sitt hvoru megin við hjónarúmið voru tvö barnarúm sem í sváfu tveir krakkar. Ég man sérstaklega eftir því þegar elsti bróðir minn fór að sofa á bedda í eldhúsinu,“ segir María. Eiginmanni sínum, Guðlaugi Þórðarsyni, kynntist hún þegar bæði unnu hjá prestshjónunum í Hraungerði í Flóahreppi. Þau María og Guðlaugur hófu búskap í Keflavík þar sem María hefur búið síðan 1943, en Guðlaugur féll frá árið 1993. Saman eignuðust þau einn son og fjórar dætur, en ein af þeim er látin. „Ég byrjaði að vinna í fiski eins og allir í Keflavík þá, svo vann ég í versluninni Eddu á horni Hafnar- götu og Skólavegs, og endaði starfs- ævina í Sparisjóðnum þar sem ég vann í rúma þrjá áratugi eða þar til ég varð 74 ára,“ segir María og kveðst aldrei hafa þurft að kvarta undan verkefnaleysi. „Ég fékk tengdaforeldra mína snemma í heimili svo það var mannmargt og í mörg horn að líta heima. Fyrir jólin bakaði ég margar sortir, jólatertur og hvað eina, ásamt því að létta undir í smurbrauðsgerð og fleiru í Aðal- verinu í Keflavík á aðventunni. Svo spilaði ég við tengdamömmu sem kallaði iðulega: „Ég er búin að gefa!“ þegar ég var að hamast í heimilisstörfunum og því nóg að gera á stóru heimili,“ segir María. Þarf engar jólagjafir lengur Á bernskujólum Maríu tíðkaðist ekki enn að gefa jólagjafir hér á landi. „Nei, þær voru einfaldlega ekki til og komu löngu seinna. Það var þá helst fatnaður sem við þurftum á að halda eða bók. Ég var orðin fluglæs sjö ára og gekk í Miðbæjar- skólann við Tjörnina, sem var eini barnaskólinn í Reykjavík þegar ég var að alast upp. Þá röðuðu allir krakkarnir sér í beina röð og gengu í halarófu inn í kennslustofurnar. Það er svolítið annað en í dag og ekki fyrir sömu virðingu og aga að fara,“ segir María í tindrandi jóla- ljósum herbergis síns á Hlévangi. „Nei, ég hlakka ekkert sérstak- lega til jólanna lengur, mér finnst eiginlega allt orðið of mikið fyrir þeim haft. Það er ósköp notalegt að fá jólaljósin, þau lífga upp á skammdegið, og kannski er ég nægjusöm en ég þarf engar jóla- gjafir. Ég á allt sem ég þarf. Ég fékk heilablæðingu fyrir jólin 2019 og eftir hana þekkti ég hvorki bók- stafi né tölustafi og get því ekki lesið lengur en ég hef gaman af því að púsla,“ segir María, við stórt púsl af jólasveinum sem hún er langt komin með. Hún unir sér vel á Hlévangi og hefur ekki lengur tölu á afkom- endum sínum en langalangömmu- börnin eru fjögur. „Ég hef lifað hundrað jól og bráðum koma þau hundruðustu og fyrstu. Svo verð ég 102 ára á sumri komanda, ef ég lifi svo lengi. Það verður að koma í ljós. Mér líður vel en verð að taka því sem kemur. Það þýðir ekkert að angra sig á einu eða neinu. Það hefur ýmislegt gerst á hundrað ára ævi, en hvað um það. Ég er ekki með uppskrift að langri ævi og hef ekki hugsað neitt sérstaklega vel um mig miðað við hvernig fólk hugsar um sig í dag. Sumir tala um að ég sé ungleg og ég þvæ mér og þurrka en hef alltaf notað afskaplega lítið af kremum og snyrtivörum.“ Boðskapur jóla alltaf sá sami María hefur átt hundrað jól og segir boðskap jólanna alltaf vera þann sama. „Jólin í dag eru ekkert í líkingu við jólin í gamla daga. Í æsku lærði ég að jólin tengdust Guði almátt- ugum og að hátíð væri haldin til að fagna Jesúbarninu. Það var ekki haldið upp á neitt annað. Í dag snúast jólin um gjafir og að fá sem mest og flottast. Meira að segja jólamaturinn er orðinn ofgnótt. Jólin hafa breyst í samkeppni um hvaða barn fær fallegustu og flott- ustu hlutina, en þegar ég var barn voru jólin látlaus stórhátíð. Hvar Guð er í jólunum núna veit ég ekki og mér finnst afskaplega lítið talað fyrir því á jólum nú. Margir hlusta jú á útvarpsmessuna yfir borð- haldinu en hér á Hlévangi er það ekki hægt því það er borðað um leið og kirkjuklukkurnar hringja og maður heyrir í mesta lagi óm af söngnum: Í dag er glatt í döprum hjörtum. En þegar ég lít um öxl, eftir hundrað jól, þá minnist ég og sakna þess þegar kirkjur voru fullar af fólki í aftansöng og jóla- maturinn var borðaður að lokinni jólamessu.“ n Jólin í dag eru ekkert í líkingu við jólin í gamla daga. Þá var ekki haldið upp á neitt annað en fögnuðinn yfir fæðingu Jesúbarnsins. María Arnlaugsdóttir 34 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.