Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 60

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 60
 Ég hef alltaf verið stífur á því að breyta ekki sós- unum. Þá kvarta kúnnarnir um að það sé ekki sama bragðið. Svo kemur maður heim angandi af skötu og þá fæ ég aldrei að fara beint inn heldur háttar konan mig úr öllum fötum á tröpp- unum og vísar mér beint í sturtu, gjörið svo vel. Ragnar Kr. Guðmundsson Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Ragnar Kr. Guðmundsson, matreiðslumeistari í Lauga- Ási, er með reynslumestu kokkum landsins og lumar á góðum ráðum við elda- mennsku jólanna. „Hjá móður minni á æskujólunum fékk ég alltaf úrbeinað lambalæri, fyllt með þurrkuðum ávöxtum og sósu sem var löguð af beininu. Ég eldaði þann jólamat lengi eftir að ég fór sjálfur að halda heimili, en nú er ég hættur að elda á aðfanga- dagskvöld og börnin bjóða okkur hjónunum í mat, yfirleitt í kalkún,“ segir Ragnar í Lauga-Ási. Þessi gamalkunni og áður algengi jólamatur Íslendinga sést sjaldnar á borðum nú, en Ragnar segir hann herramanns mat. „Uppskriftin er ekki flókin. Maður setur lambalæri í kæli í fjóra til fimm daga svo það mýkist upp og gætir þess að skipta um disk svo það liggi ekki í safanum sem rennur af því. Svo úrbeinar maður lærið og setur inn í það innihald úr poka af þurrkuðum ávöxtum. Því næst kryddar maður kjötið með salti og pipar, bindur það upp, setur inn í ofn og steikir eins og venjulegt lambalæri.“ Ragnar bendir á að íslenskt lambakjöt sé villibráð með einstöku bragði. „Því má ekki krydda lambið of mikið og mér er meinilla við að hvítlauksgeirum sé stungið í lambakjöt. Til að ná gómsætu villibráðarbragðinu notar maður eingöngu salt og pipar. Þurrkuðu ávextirnir gefa svo skemmtilegt bragð í kjötið og okkur þykir þetta sælgæti. Með steikinni er borið fram heimalagað rauðkál, Ora grænar baunir, sykurbrúnaðar kartöflur og brún sósa; dásamlega gamaldags og gott,“ segir Ragnar. Einfalt gerir bestu sósuna Þegar Ragnar sykurbrúnar kart- öflur notar hann eingöngu strá- sykur og örlítið af smjöri. „Það þarf að passa að setja ekki of mikið smjör svo það brenni ekki en þegar allt er bráðnað set ég pínulítið af rjóma saman við, alveg í restina. Það mýkir upp sykur- bráðina og gefur yndislegt bragð,“ segir Ragnar og fer næst yfir sósu- gerðina með lambasteik jólanna. „Í sósuna nota ég bara lamba- soðið úr ofnskúffunni, en það má líka taka beinin, brúna þau og sjóða með grænmeti til að búa til soð. Þegar lambið hefur verið drjúga stund í ofninum bæti ég við vatni í ofnskúffuna og svo er gott að ausa yfir lærið af og til og nota síðan soðið í sósuna,“ lýsir Ragnar. Til að búa til smjörbollu notar hann aðferð sem hann hefur alltaf notað á Lauga-Ási. „Þá set ég soðið úr ofnskúffunni í pott og læt standa í smástund. Þá kemur fitan upp og liggur ofan á soðinu. Ég strái þá hveiti ofan á fituna og þegar hún hefur sogað í sig allt hveitið kveiki ég undir pottinum, píska allt saman og sósan þykknar á því. Ég set líka skvettu af rjóma út í sósuna en alls ekki mikið svo maður eyðileggi ekki þetta fína bragð af lærinu. Að síðustu smakka ég sósuna til með salti, pipar og kannski svolitlum kjötkrafti, ef vill. Það er alltaf best að hafa þetta einfalt: það gefur bestu sósuna,“ segir Ragnar. Möndlugrautur í forrétt Þótt Ragnar sé ekki lengur með puttana í matseldinni á aðfanga- dagskvöld kann hann góð ráð við eldun á kalkúni, sem hann borðar nú oftast á kvöldinu helga. „Við eldum heilan kalkún eða kalkúnabringur, sem eru líka mjög góðar. Þá kryddum við þær Heilagur hangikjötsilmur í húsinu á Þorláksmessu Ragnar í Lauga- Ási þar sem hann hefur eldað dýrindis mat í 43 ár og hefur ákveðið að loka eftir skötuveisluna á Þorláksmessu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Þurrkuðum ávöxtum er stungið inn í úrbeinað lærið, eins og hér sést. Hér bindur Ragnar lærið saman með snæri eftir að fyllingin er komin inn. með kjúklingakryddi, brúnum þær aðeins á pönnu og setum inn í ofn á hægum hita og í aðeins lengri tíma. Ofninn má ekki vera of heitur því þá er hætta á að kalk- únakjötið þorni. Við viljum kjötið safaríkt, látum hunang yfir í lokin og borðum þá hunangsgljáðar kalkúnabringur sem er gómsætt og hefur verið vinsæll réttur á Lauga- Ási í áranna rás,“ segir Ragnar. Í forrétt á aðfangadagskvöld er jólagrautur með möndlugjöf. „Þetta er grjónagrautur eða hálfgert ris a la mande, en möndlu- gjöfin er það sem konunni dettur í hug, svo sem konfekt, kerti og spil. Eftirmatinn borðum við svo oftast eftir jólapakkana, heimalagaðan ís eða sérrí-triffle. Við reynum að dreifa þessu og borða allt kvöldið: að njóta jólaveislunnar til fulls.“ Engan skötufnyk í húsið Á jóladag er hangikjöt á borðum Ragnars. „Þegar tengdamóðir mín var á lífi, var alltaf farið til hennar í hangikjöt og hún bauð öllum hópnum í mat. Þá lagaði hún ekta sviðasultu og bauð upp á með hangikjötinu, en það er mikill munur á henni og þeirri sem maður fær úti í búð. Meðlætið var heimalöguð kartöflumús, heima- gert rauðkál, Ora grænar baunir og laufabrauð; dýrðarinnar jólaveisla. Á borðum voru líka soðnar kartöflur í uppstúf, eins og margir vilja og mér þykir líka gott, en kartöflumúsin finnst mér best með hangi- kjötinu,“ segir Ragnar, sællar minningar. Hann ráðleggur að sjóða hangikjöt ekki of lengi svo það verði djúsí en ekki þurrt. „Konan mín eldar alltaf hangi- kjöt á Þorláksmessukvöld til að fá hangikjötsilm í húsið. Skata hefur hins vegar aldrei verið borðuð heima, og bara í Lauga-Ási, þar sem er áviss skötuveisla á Þorláksmessu og nú sú síðasta í ár. Svo kemur maður heim angandi af skötu og þá fæ ég aldrei að fara beint inn heldur háttar konan mig úr öllum fötum á tröppunum og vísar mér beint í sturtu, gjörið svo vel, því það má ekki eyðileggja jólalegan hangikjötsilminn í húsinu,“ segir Ragnar og hlær. Mun sakna kúnnanna Ragnar ákvað fyrir skemmstu að skella í lás á veitingastað sínum Lauga-Ási eftir að hafa staðið vaktina í 43 ár og verður síðasti opnunardagur á Þorláksmessu. „Ég er ákveðinn í að hætta, enda orðinn áttræður. Eftir að ég tilkynnti um lokun Lauga-Áss hefur verið fullt út úr dyrum. Í gegnum öll þessi ár hef ég eignast yndislega kúnna sem ég á eftir að sakna og ég er í hálf- gerðu sjokki yfir við- brögðunum. Fólk kemur og spyr: „Ertu virkilega að hætta? Hvar eigum við nú að fá gratíneraðan fisk?“ og eldra fólk hringir hálf kjökrandi svo innst inni er ég nú með hálfgert samviskubit yfir því að loka,“ segir Ragnar snortinn. Hann er frumkvöðull í sælkera- fiskréttum. „Þegar við byrjuðum með Lauga- Ás var bara hægt að fá steikta eða djúpsteikta ýsu á veitingahúsum, og fisktegundum eins og karfa, löngu og steinbít var hent í ruslið. Við breyttum því og komum með gratíneraðan fisk sem hvergi fékkst en sló í gegn og hefur haldist óbreyttur á maðseðlinum síðan,“ segir Ragnar sem á heiðurinn af uppskriftinni og ekki síst víð- frægum sósunum í gratíninu. „Ég bjó til sveppasósuna frá grunni, sem og Lauga-Ás bernaise- sósuna sem er ekki með estragoni eins og ekta bernaise-sósa heldur steinselju og katerin-ediki. Þetta er það sem fólk hefur sóst í og alveg einstakar uppskriftir. Í sveppa- sósuna nota ég hlutföllinn tveir af mjólk á móti einum af rjóma og alltaf smávegis sérrí. Ég nota alltaf frosna sveppi sem ég set í pott og strái yfir pínulítið af papriku- dufti og kjötkrafti og sýð sveppina í soðinu af sjálfum sér. Svo steiki ég fiskinn sér, ofan á fer sveppasósan, svo pínulítið af bernaise-sósunni og síðast rifinn ostur yfir og inn í ofn. Bernaise- sósan má ekki vera of mikil því hún þolir minni hita og getur skilið sig í ofninum,“ segir Ragnar og útilokar ekki að gefa út mat- reiðslubók nú þegar hann hefur sest í helgan stein. „Þetta eru einfaldir réttir sem fólk getur auðveldlega gert heima í eldhúsi, en okkar sérréttir sem fólk hefur komið langar leiðir til að borða á Lauga-Ási. Margir hafa flutt erlendis en komið aftur á Lauga-Ás til að fá sér gratíneraðan fisk og er hissa á því að hann sé alltaf eins. Í gegnum árin hafa margir kokkar unnið hjá mér en aldrei fengið að breyta sósunum. Ég hef alltaf verið stífur á því. Maður finnur strax ef sósunum er breytt og þá kvarta kúnnarnir um að það sé ekki sama bragðið. Þetta er einfaldlega ekta.“ n 38 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.