Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 84

Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 84
sem þau hafa skapað saman. „Við búum til samverujóladagatal í desember. Galdurinn í því er að hafa bara tóm umslög og ákveða daginn áður, eða jafnvel samdæg- urs, hver samveran er. Hún getur verið að baka nokkrar „Evu Lauf- eyjur“ eða mála tilbúið skraut úr Tiger. Þótt það taki bara 10 mínútur þá er þetta samt eftirminnilegt. Ég fer alltaf í Bíó Paradís á Love Actually og fyrirgef alla karlremb- una í henni af því það eru jól,“ segir Hildur og hlær. Grét yfir jólamatnum Jólaminningarnar geta líka verið spaugilegar og jafnvel grátbros- legar eins og Hildur ljóstrar upp í viðtalinu. „Fyrstu jólin okkar Hreiðars fórum við saman til Prag. Þetta voru fyrstu jólin mín án elstu dóttur minnar, sem eyddi þá jólunum með pabba sínum. Við Hreiðar borðuðum á fínum veitingastað á hótelinu, en ég grét allt kvöldið yfir matnum því ég saknaði dóttur minnar svo mikið og fannst hræðilegt að vera án hennar á sjálfum jólunum. Það litu allir hornauga á Hreiðar, enda leit það út fyrir að hann væri að segja mér upp á sjálfan aðfangadag.“ Þar sem þú ert mikið jólabarn leikur okkur forvitni að vita hver sé þinn uppáhaldsjólasveinn? „Þetta verður ekki vinsælt svar en það er klárlega þessi ameríski, hann er glaðlegur og margar skemmtilegar jólabíómyndir um hann. Þessir íslensku mættu alveg horfa meira til hans að mínu mati og hætta að hræða lítil börn og láta illa,“ segir Hildur og finnst klárlega að jólasveinarnir eigi að vera gleði- gjafar. Eyðum ofurkonu mýtunni Hildi finnst mikilvægt að muna að njóta með ástvinum okkar um jólin og missa ekki sjónar á því mikilvægasta og gefa gjöf sem gleður. „Gefum okkur breik um jólin, ég er ekkert sérstaklega að tala til kynsystra minna. Það getur engin nútíma kona í fullri vinnu, með þriðju vaktina á bakinu, bakað margar sortir af smákökum, eyðum þessari ofurkonu mýtu. Það þarf enga jólahreingerningu, bara setja smá glimmer yfir draslið og það verður hátíðlegt og fyrir þau sem eiga þess kost og ráð þá mæli ég með að kaupa þrif. Ekki gefa gjafir um efni fram, við erum öll að gefa fólki sem okkur þykir vænt um og enginn af þínum heittelskuðu sem vilja að þú hafir áhyggjur af næstu mánaðamótum. Leyfum börnunum okkar að kaupa gjöf undir tréð í Kringlunni, reynum að gefa okkur tíma til þess að vinna í sjálfboðavinnu í Mæðrastyrksnefnd eða hjálpum jafnvel einhverjum kærkomnum sem hefur lítið milli handanna með innkaup fyrir jólin. Makar, ekki „hjálpa“ mömmu heldur takið þátt í jólaundirbúningnum til jafns á við hana. Brosum og óskum ókunnugum gleðilegra jóla. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hildi er hún á Instagram og hana má finna hana undir nafninu Hvassó heima @hvassoheima. n Hildur Gunn- laugsdóttir fagurkeri er einstaklega hugmyndrík þegar kemur að jólaskreytingum og fer frumlegar leiðir þar sem bæði er hægt að skreyta og njóta um leið. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Bleiki liturinn gefur tóninn í jólaskreytingum Hildar í ár. Jólt- rén frá KER eru í miklu uppáhaldi hjá Hildi og gefa þetta lát- lausa yfirbragð þar sem hvíti liturinn tónir vel við grænt og bleikt. Bleiku og hvítu pappírsstjörnurnar koma vel út og prýða bæði handrið og glugga. Hildur hefur mjög gaman af því að föndra og þá njóta sín hennar listrænu hæfileikar. Það getur engin nútíma kona í fullri vinnu, með þriðju vaktina á bakinu, bakað margar sortir af smá- kökum, eyðum þessari ofurkonu mýtu.  62 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.