Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 86

Fréttablaðið - 02.12.2022, Side 86
Skoðaðu úrval gjafabréfa á vefsíðu Laugarvatn Fontana Upplifðu vellíðan, frábær tengsl við náttúru og stórfenglegt umhverfi. Gjafabréf í Laugarvatn Fontana er tilvalin jólagjöf. Í Skandinavíu er pörusteik algengur matur á aðventu eða um jólin. Hér á landi er yfirleitt alltaf boðið upp á pörusteik á jólahlaðborði enda eru Íslendingar einnig hrifnir af steikinni. elin@frettabladid.is Þegar reikna skal magn er almennt mælt með 300 g af pörusteik á mann. Ef það verður afgangur er kjötið mjög gott kalt með brauði. Pörusteik Miðað er við sex manns 2 kg pörusteik 3 tsk. salt 2 tsk. pipar 2 dl vatn Skerið raufar þversum í pöruna. Gætið að því að skera ekki ofan í kjötið. Sumum finnst gott að setja negulnagla og lárviðarlauf í sárin en það er smekksatriði. Nuddið salti vel inn í pöruna og piprið. Pakkið í álpappír og látið bíða í ísskáp í tvo til þrjá daga. Leggið kjötið í ofnskúffu með pöruna upp. Gott að hafa grind undir kjötinu. Setjið vatn í botninn. Hitið ofninn í 230°C. Setjið formið í miðjan ofninn og eldið í 45-60 mínútur. Lækkið þá hitann niður í 200°C og eldið áfram í einn til einn og hálfan tíma. Bætið smá- vegis vatni í botninn. Látið kjötið hvíla í 20 mínútur áður en það er skorið niður. Pörusteikin er alltaf vinsæl um jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Panna cotta er bæði góður réttur og fallegur. Jólgjafir til barna óskast jme@frettabladid.is Það þarf ekki að vera kvöð að borða hollt yfir hátíðirnar þó svo mann langi kannski helst í pipar- kökur í morgunmat. Hér er ein skemmtileg tilbreyting við nætur- hafragrautinn með piparköku- bragði sem mun koma flestum í gott jólaskap í desember. Piparkökugrautur 1 dl mjólk að eigin vali 1 dl tröllahafrar ½ dl grísk jógúrt 1 msk. púðursykur 1 msk. hörfræjamjöl 1 msk. mólassi ½ tsk. vanilludropar ¼ tsk. kanill ¼ tsk. malaður engifer ¼ tsk. salt smáklípa af múskati smáklípa af möluðum negul smáklípa af allspice 3 msk. rúsínur (ef vill) 3 msk. kurlaðar valhnetur Blandaðu öllu, nema valhnetum, saman og kældu í ísskáp í 8 klst. eða yfir nótt. Best er að geyma að setja valhneturnar út í þar til hafragrauturinn er borðaður, svo þær séu enn stökkar. Rúsínurnar má líka geyma þar til grauturinn er borðaður ef mjúkar rúsínur heilla ekki. Einnig er gott að bera grautinn fram með eplabitum. n Jólagrauturinn þarf ekki að vera í desert. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Oft verður paran stökk af sjálfu sér, en ef ekki er hægt að hækka hitann í lokin og færa kjötið hærra í ofninn. Vel skal fylgjast með þessu ferli svo paran brenni ekki. Pörusteik er gjarnan borin fram með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli, baunum, eplum og góðri sósu sem er gerð úr soðinu af kjötinu. Frábær eftirréttur Panna cotta er vinsæll ítalskur eftirréttur. Réttinn er hægt að bragðbæta með karamellu eða kirsuberjum eftir smekk. Oft er hann líka borinn fram með hindberjasósu, rétt eins og Ris a la mande. Panna cotta 4,5 matarlímsblað 1 vanillustöng 7,5 dl rjómi 1,5 dl sykur Hindberjasósa 1 poki frosin hindber 100 g sykur 2 msk. sítrónusafi Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 5 mínútur. Skolið vel og kreistið. Kljúfið vanillustöngina og skafið fræin úr. Sjóðið varlega upp mjólk, sykur, vanillustöng og -fræ. Takið af hitanum, takið vanillustöngina úr og hrærið matarlíminu saman við rjómann. Hellið blöndunni í sex litlar skálar og kælið í að minnsta kosti 3 tíma. Panna cotta er hægt að gera deginum áður. Setjið berin, sykurinn og sítrónusafa í matvinnsluvél og hrærið þar til blandan verður jöfn og fín. n Gott jólabragð í morgunsárið gummiih@frettabladid.is Hjálpræðisher- inn í Reykjavík óskar eftir gjöfum til barna sem leita til félagasamtakanna. Hjálpræðisherinn vill einfalda gjafaferlið og óskar eftir því að fólk gefi gjafir í gjafapoka og merki þá kyni og aldri. Aldurinn er 0-3 ára, 3-6 ára, 7-10 ára, 11-14 ára og 15-18 ára. Í hverjum gjafapoka þarf að vera tannbursti, tannkrem og til dæmis sjampó eða sápa og/eða aðrar hrein- lætisvörur sem passa aldri þess sem fær, leikfang, húfa, vettlingar, hlýir sokkar, sælgæti og litabók, litir og spil. Óskað er eftir því að gjöfunum sé ekki pakkað inn heldur settar í opinn gjafapakka merktan kyni og aldri barna. Einnig má hafa gjafirnar hlutlausar. Hjálpræðisherinn tekur á móti gjöfum frá og með deginum í dag til 15. desember á opnunartíma Kastalakaffis, Suðurlandsbraut 72. n Pörusteik og panna cotta 64 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.