Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 88

Fréttablaðið - 02.12.2022, Síða 88
 Það má kannski segja að skrautið okkar sé persónu- legt og með sögu. Guðný Gunnars Systurnar Guðný og Helga Sigrún Gunnarsdætur skreyta heimili sín fallega fyrir jólin. Þær hafa ekki síst gaman af því að nota jólatré sem faðir þeirra hannaði og smíðaði, til að gera umhverf- ið enn skemmtilegra. Trén er hægt að skreyta og nota á fjölbreyttan hátt. elin@frettabladid.is Þær systur hittust heima hjá Helgu til að hjálpast að við að skreyta. Þeim er annt um umhverfið og nota hluti sem endast eða hægt er að endurnýta. Smátréð sem faðir þeirra, Gunnar Valdimarsson, smíðar, hefur vegna vinsælda vaxið og er nú hægt að fá í mis- munandi stærðum og útfærslum. Sagan á bak við tréð er skondin því hún kom óvænt. „Pabbi fékk beiðni frá kunningjakonu árið 2012 um að smíða jólaskreytingu í glugga. Hann er mikill listasmiður og mjög útsjónarsamur. Honum datt strax í hug gömlu skandinavísku jólatrén. Tréð sló rækilega í gegn og pant- anir fóru að berast frá fleiri vinum, kunningjum og fjölskyldunni. Þetta vatt upp á sig því vinkonur okkar fóru líka að panta tré og fólk í kringum þær. Árið 2020 var ég í fæðingarorlofi og okkur systrum datt í hug að setja upp Instagram og Facebook-síður undir nafninu Smátré Gunnars. Satt að segja urðum við hissa á þessum ótrú- lega mikla áhuga því það rigndi yfir okkur óskir um tré,“ útskýrir Guðný, en faðir hennar er húsa- smíðameistari og kennir fagið, en gerir trén í frístundum. „Það er eins og að hann hafi f leiri klukku- stundir í sólarhringum en aðrir,“ segir Guðný. Fengu jólaáhuga í Austurríki Fyrir utan áhugamálið og fullt starf hefur faðir þeirra hjálpað systrunum að taka húsin þeirra í gegn. Systurnar eru ekki í smíða- vinnu en sjá um sölu trjánna. „Við skiptum með okkur verkum eftir því sem við höfum tíma. Hefð- bundnu Smátrén hafa verið þau vinsælustu en stóru trén sem eru 160 cm á hæð hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Í fyrra prófuðum við að gera lítil tré sem er til dæmis hægt að nota sem borð- skreytingu og það hefur líka verið mikil eftirspurn eftir þeim í ár.“ Guðný segir að þær systur séu jólabörn og hafi gaman af því að skreyta, sérstaklega með hlutum sem þær hafa sankað að sér í gegnum tíðina, til dæmis frá Austurríki þar sem þær bjuggu um tíma með foreldrum sínum. „Austurríki er alveg sérstaklega sjarmerandi um jólin. Við fórum gjarnan á jólamarkaði og heilluð- umst af öllu fallega jólaskrautinu og stemningunni sem þar ríkti. Einnig höfum við haldið í hefðina að senda jólakort og í þeim kemur fram annáll fjölskyldunnar það árið. Við búum líka báðar til samverudagatal fyrir fjölskylduna um hver jól og nýtum Smátrén okkar að sjálfsögðu sem slík. Það má kannski segja að skrautið okkar sé persónulegt og með sögu,“ segir Guðný, sem starfar sem mannauðssérfræðingur hjá Side- kick Health og Helga er lífeinda- fræðingur á Landspítalanum. Þær eru báðar með fjölskyldur, Helga með þrjú börn og Guðný með tvö. Alls konar skreytingar Guðný segir að það sé hægt að skreyta og nýta Smátrén á ótrúlega margvíslegan hátt. „Fyrst settum við jólakúlur á þau og saumuðum litla poka, svo trén hafa verið nýtt sem jóladagatöl á heimilum okkar systra. Síðan höfum við þróað þetta áfram, sett greni, jólaljós, tréperlur, Einfalt jólatré sem gaman er að skreyta Systurnar Guðný og Helga skreyttu fallega heimilið og notuðu smátréð sem uppistöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Smátrén eru falleg á veisluborðinu og setja skemmtilegan svip. Stellið fékk Helga í brúðargjöf en hún gifti sig í ár. Takið eftir greninu fyrir ofan borðið sem setur jóla­ legan svip á umhverfið. Hægt er að fá trén í mismunandi stærðum. Hér hafa þær systur pakkað inn jólagjöfum á umhverfisvænan hátt. Önnur gerð af smátré en þetta er skreytt perlum. Fallegur aðventu­ krans er fyrir framan. Systurnar nostra við skreytingarnar. jafnvel blómaskreytingar og það kemur mjög vel út. Einnig höfum við stundum hengt jólakort á tréð eða piparkökur. Börnin mín velja á hverju ári eitt skraut á jólatréð sem merkt er með upphafsstöfum og ártali. Jólatréð verður skrautlegra með hverju árinu. Vinkonuhópurinn minn hittist fyrstu aðventuhelgina og hver skreytti sitt Smátré. Okkur finnst mjög gaman að sjá hve fjölbreyttar skreytingarnar eru hjá fólki og okkur þykir mjög gaman að fá sendar myndir af trjánum. Sumir leita eftir innblæstri fyrir skreyt- ingar hjá okkur systrum og aðrir máta þau að sínum stíl og sumir bæsa jafnvel trén. Það er allt leyfi- legt,“ segir Guðný, en þær systur ætla að vera með Smátré til sölu á jólamarkaði í Heiðmörk um helgina í fyrsta skipti. n 66 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.