Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 98

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 98
Skyrgámur enn þá sólginn í prótíngjafann góða  Skyrgámur er með vörtu á litlu tánni en annars er hann góður. fréttablaðið/eyþór Jólasveinarnir íslensku eru skrítnar skepnur sem dvelja, líkt og einhvers konar aftur- á-bak bjarndýr, í hellisskúta sínum frá miðjum janúar og láta vart sjá sig fyrr en í desember. jme@frettabladid.is Hvað þeir gera á þessu tímabili er hulin ráðgáta sem ólíklega verður svarað í nánustu framtíð. Líklegt þykir þó að þeir lifi tvöföldu lífi og dulbúi sig sem almennir borgarar megnið af árinu. Blaðamaður hitti fyrir Skyrgám á förnum vegi óvenju snemma fyrir jólin, þegar hann var í árlegri heilsugöngu í Öskjuhlíðinni. Líkt og sannur blaðasnápur var undirrituð reiðu- búin með upptökutækið og vatt sér upp að honum. Hlakkarðu til jólanna? „Heldur betur! Spenningurinn byrjar yfirleitt að byggjast upp um páskana og vex svo dag frá degi!“ Hvernig eru jólin hjá jólasvein- unum? „Við erum lúnir á aðfangadag eftir vinnutörnina. En jólahátíðin er yndisleg. Kertasníkir kveikir á kertunum sem börnin gefa honum á aðfangadag, Þvörusleikir er ábyrgur fyrir möndlugjöfinni og svo sér Gáttaþefur um að stilla útvarpsgarminn á jólamessuna kl. 18.00 svo helgiandanum sé hleypt inn.“ Hvað borða jólasveinar á aðfangadagskvöld? „Við blöndum hefðum. Í forrétt er kæst skata með kampavínslegn- um rófum. Í aðalrétt er tvíreykt hangikjöt með uppstúfi og nutella og í eftirrétt er hafragrautur með pepperoní.“ Gefið þið systkinin hvert öðru jólagjafir? „Já, svo sannarlega. En þú platar mig ekki til að segja þér frá hvað ég gef þeim. Það má alls ekki fréttast að ég sé búin að kaupa Air- Fryer handa þeim öllum.“ Hvernig er dagskráin hjá ykkur í desember? „Jólaböllin sem við mætum á eru óteljandi eins og stjörnurnar á himninum. Svo elskum við Jóla- þorpið í Hafnarfirði og erum dug- legir að koma þangað í heimsókn. Ég minni áhugasama á heimasíð- una mína www.skyrgamur.is, en ég var á vefnámskeiði og er mjög stoltur af henni!“ Þar má óska eftir því að fá jólasveinana í heim- sókn á jólaböll eða aðra viðburði tengda jólunum. Hvað er að frétta af þér Skyr- gámur? „Mínir persónulegu hagir eru góðir. Ég var að panta ferð til Tene um mánaðamótin janúar-febrúar, svo er ég með eina vörtu á annarri litlu tánni, en annars er ég góður.“ Hvað er að frétta af systkinum þínum, gömlu hjónunum og kett- inum? „Þau ætla að koma með til Tene, gamla settið verður reyndar bara seinni vikuna. Kötturinn var úti í mýri síðast þegar ég sá hann.“ Hvers vegna heitir þú Skyr- gámur? „Ég er sólgnastur okkar bræðra í þennan bráðholla próteingjafa og þetta nafn festist á mér.“ Áttu þér uppáhaldsskyrtegund? „Það er best að borða þetta hreint eins og Íslendingar gerðu í aldir og drekka mysu með. En ég fæ mér stundum nýtínd bláber með á haustin því þau er svo rík af andoxunarefnum.“ Hvað finnst þér þá um öll þessi brögð sem eru sett út í skyrið nú til dags? „Ég fagna því bara ef þetta fær f leiri til að borða skyr!“ Færðu ekkert í magann af öllu þessu skyri? „Ónei, ég með einstaka þarma- flóru, sennilega út af súrsaða matnum sem við borðum.“ Hefurðu smakkað skyr sem framleitt er í útlöndum? Hvernig finnst þér það? „Siggi litli sem byrjaði að fram- leiða Siggi´s skyr í Bandaríkjunum er mjög glúrinn í að gera skyr. Ég kynntist því þegar mamma fór í hnjáskiptaaðgerðina í Minne- sota.“ Því miður náði blaðamaður ekki að draga það upp úr Skyrgámi að þessu sinni hvar jólasveinarnir og fjölskylda þeirra hafast við yfir sumartímann því heilsuúrið sem Skyrgámur bar á úlnliðnum byrjaði að gefa frá sér ógurlegt tíst. Til þess að missa ekki púlsinn alveg niður, kvaddi Skyrgámur snögglega, bað að heilsa Ásbirni Þorsteinssyni og hélt áfram kraft- göngunni inn í skógarþykknið. n 76 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.