Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 104

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 104
Þegar María Hjálmtýsdóttir keypti styttu af breiðnefi með jólasveinahúfu fyrir nokkrum árum datt henni ekki í hug að hann ætti eftir að eignast marga ólíka félaga úr dýraríkinu með jólahúfu. Í dag er safnið órjúfanlegur hluti af jólaskreytingum fjöl- skyldunnar. starri@frettabladid.is Litlar styttur af dýrum með jólahúfur er fastur liður í jóla­ skreytingum fjölskyldu í Smá­ íbúðahverfinu í Reykjavík. Raunar var aldrei planið að skreyta húsið með slíkum styttum en sú fyrsta, breiðnefur með jólahúfu og rauðan trefil, var svo hrikalega ójólaleg að sögn Maríu Hjálmtýsdóttur, að hún fór í hring og varð jóló. „Ég fann breiðnefinn í Góða hirðinum á sínum tíma og sá þá ekki þessa þróun beint fyrir. Breiðnefurinn með jólahúfuna eignaðist smám saman alla þessa vini því ójólaleg dýr með jólasveinahúfur eru bara eitthvað svo skemmtileg pæling.“ Yngsti prinsinn á heimilinu, Tjörvi, tekur undir orð móður sinnar. „Ég elskaði dýr þegar ég var lítill og hef alltaf haft gaman af dýrum. Því hef ég haft mjög gaman af þessum jóladýrum og um leið að stækka safnið,“ en þau mæðg­ inin hafa fundið dýrin á hinum og þessum nytjamörkuðum, til dæmis hjá ABC við Nýbýlaveg og raunar víðar. Þau segja jóladýrin eiga sína eigin gluggakistu þar sem þau eiga heima yfir jól og aðventu. „Breiðnefurinn hefur alla tíð verið í mestu uppáhaldi hjá mér en svo hef ég alltaf jafngaman af þeim sem eru á svipinn eins og þau séu hálffúl yfir að hafa fengið á sig jóla­ sveinahúfu,“ segir María. Tjörvi er fljótur að afgreiða spurninguna um hvert sé uppáhaldsjóladýrið: „öll“. Fjölskyldan byrjar að skreyta í rólegheitunum í upphafi des­ ember. „Þetta byrjar allt saman í rólegheitunum á aðventunni en jóladýraglugginn er alltaf í miklu uppáhaldi og er einna fyrstur upp.“ n Var svo ójólaleg að hún varð jólaleg Góðahirðis- gæsin hefur aldrei verið kát með jóla- húfuna sína. Ekkert segir jól eins og undr- andi gíraffi. Jólaboxerinn er í miklu uppá- haldi hjá Tjörva. Jólahundar af ýmsu tagi finnast víða en fæstir eru glaðlegir. Jólabreiðnefur- inn sem kom öllu af stað. Tjörvi og María safna dýrum með jólasveinahúfum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR elin@frettabladid.is Það er gaman að breyta til þegar kemur að kartöflum, til dæmis ef bera á fram villibráð, nauta­ eða lambakjöt. Fondant kartöflur koma frá franska eldhúsinu og eru steiktar á pönnu á báðum hliðum þannig að þær fái fallega skorpu. Síðan er kjötkraftur settur út í og kartöflurnar soðnar. Hvítlaukur, timían og kjötkraftur gefa kartöfl­ unum mjög gott bragð. Fondant kartöflur fyrir 4-5 10-12 meðalstórar kartöflur, reyna að hafa þær af svipaðri stærð 50 g smjör og smávegis olía 1 stórt hvítlauksrif, skorið í þykkar sneiðar 5 kvistar af fersku timían 1 dl kjöt- eða grænmetiskraftur Skrælið kartöflur og skerið smá­ vegis af hliðunum svo þær sitji betur á pönnunni. Setjið helming­ inn af smjörinu og smávegis olíu á góða steikarpönnu. Þegar smjörið er orðið heitt er kartöflunum skellt út á pönnuna og steiktar í 5 mínútur eða þar til þessi hlið hefur fengið á sig brúnan lit. Snúið kartöflunum þá við og bætið restinni af smjörinu og smá olíu í viðbót á pönnuna. Olían kemur í veg fyrir að smjörið brenni. Látið hvítlauk og timían út í. Steikið áfram í 5 mínútur. Bætið þá kraftinum saman við. Gerið það varlega því hætta er á að smjörið spýtist í allar áttir. Setjið lok á pönnuna eða setjið í 200°C heitan ofn án loks. Eldið í 20 mínútur. Takið kartöflurnar upp og setjið á fat. Stráið timían og hafsalti yfir. n Frábærar kartöflur úr franska eldhúsinu Frábærar kartöflur með villibráð, lambi eða nautakjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022 82 FRÉTTABLAÐIÐ 2. desember 2022JÓL 2022
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.