Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 108
Lucinda Svava Friðbjörnsdóttir starfar sem sjúkraliði á gjörgæslu í Fossvoginum og er að eigin sögn mikið jólabarn. Fátt þykir henni meira gefandi í aðdraganda jólanna en að þræða nytjamarkaðina og finna nýjar leiðir til að blása jólum í gamla hluti. jme@frettabladid.is „Ég hef alltaf verið jólabarn og hef það líklega frá foreldrum mínum. Mamma er mikil jólastelpa eins og ég. Hún var alltaf að dúllast fyrir jólin og pabbi að gera og græja. En það var ólíkt því sem er nú, því skreyt- ingarnar fóru mun seinna upp. Það liggur við að það væri allt sett upp á Þorláksmessu og ekki degi áður. Aðventuljósin fengu þó að loga út aðventuna,“ segir Lucinda, eða Lucy eins og hún er alltaf kölluð. Hún bætir við að hún og mamma hennar hafi sama háttinn á, að skreyta hóflega fyrir jólin. „Jólaskrautið er ekkert að kaffæra mann á heimilinu,“ segir hún og hlær. „Mamma heldur í dag mikið upp á gamla skrautið sitt á meðan ég hef gaman af því að föndra nýjar jólaskreytingar úr ýmsu sem ég á heima hjá mér og finn á nytjamörkuðum og prófa nýjar útstillingar fyrir hver jól,“ bætir hún við. Aðventan byrjaði snemma í ár „Ég er yfirleitt byrjuð að skreyta fyrsta sunnudag í aðventu og hún byrjar snemma í ár. Ég er líka byrjuð ívið fyrr en vanalega núna, enda hafði ónefndur blaðamaður samband við mig,“ segir Lucy og kímir. „Ég er óvenjusnemma búin að setja aðventuljós í tvo glugga, en ég fann nokkur á nytjamarkaði ABC.“ Eitt aðventuljósið var rautt og hvítt, en Lucy málaði það svart og skipti út kertunum fyrir svört. Þannig passar það mun betur inn á heimilið. Lucy hefur fundið fleiri falleg aðventuljós og kerta- stjaka á nytjamörkuðum og meðal annars fann hún dýrindis veglegan sjö ljósa stjaka úr málmi í ABC á 1500 krónur. „Hann var allur laus í sér en ég var viss um að maðurinn minn gæti hert hann upp. Ég pússaði hann svo og í ljós kom þessi dásamlega fallegi aðventu- stjaki sem ég ætla ekki að kveikja á fyrr en á jólunum. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér núna,“ segir hún. „Ég sé líka að aðrir eru byrjaðir mun fyrr að skreyta hjá sér. Hér í götunni er mikið búið að skreyta og ég sé aðventuljós í gluggum og seríur. Fólk hefur gaman af þessu í skammdeginu. Fólk byrjaði að skreyta fyrr Kann betur við endurnýtt jólaskraut Lucy hefur sér­ staka ástríðu fyrir því að nýta hluti úr nytja­ mörkuðum og búa til eitthvað nýtt úr þeim. Fréttablaðið/ Ernir Hér er jólatréð með gullstjörnu og gömlu silfurbjöllunum. Aðventuljósið fann Lucy á nytjamarkaði. Hún pússaði viðinn og málaði svartan til að draga fram áferðina. Hér má sjá aðventukrans sem Lucy setti saman úr ýmsu jólaskrauti sem hún fann á nytjamörk­ uðum. Nema bjöllurnar sem eru úr The Pier. Þessar tvær kertaluktir fann Lucy á nytjamarkaði fyrr á árinu. Þær voru fullkomnar í jólaskreytinguna. Hér má sjá annan að ventu­ krans sem Lucy setti saman úr ýmsu sem hún fann á nytja­ mörkuðum. í faraldrinum og það hefur fengið að halda sér að minnsta kosti fyrir þessi jól,“ segir Lucy. Lítið jólatré og ævafornar bjöllur Lucy er orðin tíður gestur á nytjamörkuðum í aðdraganda jólanna. „Sérstaklega hef ég gaman af því að skoða í ABC barnahjálp, en jólaskrautið hjá þeim er svo æðislegt. Margt af þessu er líklega úr dánarbúum enda er töluvert um eldra jólaskraut. Ég fann um daginn lítið jólatré í Góða hirðinum sem minnti mig á það sem pabbi minn fékk eftir pabba sinn. Hann er alltaf með tréð uppi á borði um jólin sem skraut og ég hef alltaf verið hrifin af því. Tréð sem ég fann var á 700 krónur og var greinilega búið að liggja lengi í geymslu og var frekar skítugt. Ég greip það með mér og sápuþvoði hverja grein uns það varð grænt og fallegt. Það var þó enginn toppur á trénu eða bjöllur eins og á trénu hans pabba. Svo var ég í ACB barnahjálp og fann pínulitlar, ævagamlar og veglegar messingbjöllur í kassa með blönduðu jóladóti. Þarna var líka lítil silfurlituð stjarna. Ég keypti kassann til að fá bjöllurnar og stjörnuna. Svo þreif ég bjöllurnar vel og málaði stjörnuna gyllta. Þetta passaði fullkom- lega á litla jólatréð. Ætli þetta sé ekki uppáhaldsjóla- skrautið mitt í dag. Tengdapabbi er fæddur rétt fyrir 1950 og það var líka svona tré hjá honum. Þú færð þessi tré ekki lengur. Við fórum til Danmerkur í vinnu- ferð fyrir stuttu og á meðan sam- starfskonur mínar þræddu fatabúð- irnar kíkti ég á flóamarkaðina og lét freistast þar.“ Lucy finnst þó einnig skemmtilegt að fara í aðrar búðir en nytjamarkaði. „Mér finnst til dæmis búðin Heimili og hugmyndir alveg æðisleg og fæ mikið af hugmyndum þaðan,“ segir hún. „Ég get alveg farið út í búð og keypt mér tilbúið jólaskraut og annað sem mig langar í, en þetta er orðin ástríða hjá mér, að endurnýta. Það er hægt að búa til svo rosalega margt fallegt úr hlutum sem aðrir hafa hent. Ætli megnið af jólaskrautinu mínu sé ekki úr nytjamörkuðum,“ segir hún. Það gleymist oft hvað er til Lucy hefur verið dugleg að deila bæði jólaföndrinu og öðru sem hún endurgerir úr nytjamörkuðunum á Skreytum hús-hópnum á Facebook, og hefur einnig opnað eigin Facebo- ok-síðu, Fyrir og eftir hjá Lucindu. „Þegar ég byrjaði að sýna fólki á Skreytum hús hvað ég væri að gera þá hafði ég svo gaman af því hvað margir fengu innblástur. Sumir áttu kannski alveg eins uppi á lofti einhvers staðar og ætluðu að gera eins. Við eigum svo margt inni í geymslum og skápum sem hægt er að nýta í stað þess að kaupa alltaf nýtt í sífellu. Það gleymist nefnilega oft hvað er til í geymslunni og mér finnst gott að geta vakið fólk til umhugsunar um það,“ segir Lucy að lokum. n Á meðan samstarfs- konur mínar þræddu fatabúð- irnar þá kíkti ég á flóamark- aðina og lét freistast þar. Lucy Jólarósina fann Lucy á nytjamarkaði, hreinsaði hana og setti í bronspott sem hún fann líka á nytjamarkaði. 86 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.