Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 112

Fréttablaðið - 02.12.2022, Page 112
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Haraldur Leví Gunnarsson kýs jólaplötur fram yfir stök jólalög. Jafn ólíkir flytjendur og Brunaliðið, Bob Dylan, Ella Fitzgerald og Sigurður Guðmundsson & Memfis- mafían bera ábyrgð á uppá- haldsjólaplötum hans. Jólaplötur og jólalög skipta Harald Leví Gunnarsson, eiganda Plötubúðarinnar.is, mjög miklu máli. „Ég kemst eiginlega aldrei í almennilegan jólagír fyrr en ég er farinn að setja jólaplöturnar á fóninn.“ Og tímasetningin þarf að vera rétt að hans mati. „Fyrsti í aðventu er rétti tíminn fyrir fyrstu jólalögin. Það gerist allavega ekki fyrr hjá mér.“ Ólíkar uppáhaldsplötur Haraldur er meira fyrir að spila heilu jólaplöturnar, frekar en að hlusta á einstök lög. „Uppáhalds íslensku jólaplöturnar mínar eru Með eld í hjarta, með Brunaliðinu, og svo Nú stendur mikið til, með meistara Sigurði Guðmundssyni & Memfismafíunni. Í erlendu deildinni held ég svo mikið upp á Christmas, með Low, Christmas In The Heart, með Bob Dylan, og Pretty Paper, með Willie Nel- son. Songs For Christmas, með Sufjan Stevens, er líka ómissandi. Einnig má nefna It’s A Cool Cool Christmas frá árinu 2000 sem er alveg stórkostleg safnplata fyrir alla indíhausa. Á henni má finna frábærlega vel heppnuð jólalög með Dandy Warhols, Eels, Belle and Sebastian, Flaming Lips og fleirum.“ Að lokum nefnir hann Ella Wis- hes You a Swinging Christmas með Ellu Fitzgerald. „Á þessari plötu er að finna líklega bestu útgáfu allra tíma af Sleigh Ride í f lutningi Ellu Fitzgerald. Algjörlega stórkostleg jólaplata sem passar fullkomlega Jólin byrja með Dylan Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Plötu- búðarinnar.is, kemst almenni- lega í jólagírinn þegar fyrsta jólaplatan er komin á fóninn. fréttablaðið/ ErNir Uppáhaldsjólalög Haraldar Here Comes Santa Claus Bob Dylan Þetta er fyrsta lagið á jólaplötu Bob Dylans og þetta er bara lagið sem byrjar jólin hjá mér. Just Like Christmas Low Þetta er algjörlega stórkostlegt lag. Ég man bara þegar ég heyrði þetta lag fyrst á It’s A Cool Cool Christmas safnplötunni og keypti mér jólaplöt- una með Low í framhaldinu. Þá á geisladisk. Joy To The World Sufjan Stevens Þetta er alveg frábær útgáfa af laginu Joy To The World. Sufjan setur það í mjög skemmtilegan en hátíðlegan búning. Jólaplatan hans er fimm- föld, með 42 lögum, svo það er erfitt að velja eitthvað eitt uppáhalds en þetta er afskaplega vel heppnað. A Night In Christ mas town Lada Sport Jólalagið sem við félagarnir í Lödu Sport gáfum út árið 2006 hefur líka verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef alltaf verið mjög stoltur af út- komunni á þessu frumsamda jólalagi okkar. með hátíðarmatnum hjá mér. Svo er fullt af f leiri plötum sem mér finnst ómissandi um hver jól.“ Baggalútur ómissandi á jólum Aðventan er annasamasti tími ársins hjá Haraldi í búðinni en hann reynir þó að eiga góðar stundir með fjölskyldunni líka. „Við fjölskyldan förum til dæmis á síðustu laugardagstónleika Baggalúts á hverju ári og það er alveg klárlega ómissandi þáttur af jólunum á mínu heimili. Þeir eru aldrei vonbrigði.“ Haraldur nefnir hér nokkur af uppáhaldsjólalögunum sínum. n Jólaplötur með Low og Ellu Fitzgerald rata á plötuspilarann öll jól. elin@frettabladid.is Þessar fallegu konfektkökur eru frábærar um jólin en uppskriftin er einföld. Smákökurnar innihalda bæði heslihnetur og súkkulaði og eru vinsælar hjá öllum aldurs- hópum. Það er því ekki úr vegi að hafa uppskriftina tvöfalda. Einföld uppskrift gefur 35-40 kökur. Konfektkökur 175 g smjör 175 g sykur 1 egg 1 tsk. lyftiduft 200 g hveiti 100 g súkkulaði, má vera suðu- súkkulaði 75 g heslihnetur Hitið ofninn í 200°C. Þeytið smjör og sykur svo úr verði smjörkrem. Hrærið egginu saman við og loks hveiti og lyfti- dufti. Hakkið súkkulaðið niður í litla bita og sömuleiðis hneturnar. Bætið út í deigið og hærið allt saman með sleif. Leggið bökunarpappír á ofn- plötu. Búið til jafnstórar kúlur úr deiginu og hafið gott bil á milli þeirra. Um það bil eina teskeið af deigi fyrir hverja kúlu. Athugið að kúlurnar stækka við bakstur. Bakið smákökurnar í miðjum ofni í um það bil 10 mínútur. Kökurnar eiga að vera gylltar á endunum. Kælið áður en kökurnar eru settar á rist. Látið þær kólna alveg áður en þær eru settar í köku- boxið. Piparkökumúffur Í þessari uppskrift er aðeins brugðið út af vananum til að gera jólalegt bragð. Í þeim eru muldar piparkökur sem gefa klassískt jóla- bragð. Ofan á þær má setja glassúr eða ostakrem og skreyta síðan að vild. Uppskriftin gefur 8 múffur. 100 g smjör 70 g sykur 70 g púðursykur 2 egg 1 dl mjólk 150 g hveiti 1 ½ tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill 0,25 tsk. kardi- mommur 0,25 tsk. negull 15 piparkökur, hakkaðar Ostakrem 125 g hreinn rjóma- ostur 50 g smjör, mjúkt 75 g púðursykur 1 tsk. sítrónusafi Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör og sykur þangað til blandan verður ljós og létt. Hrærið einu eggi saman við í einu. Þá er hveiti, lyftidufti og kryddi blandað saman við og hrært þar til deigið verður jafnt og fínt. Loks er mjólk bætt út í og hökkuðu pipar- kökunum. Sett í múffuform og bakað í miðjum ofni í um það bil 25–35 mínútur. Smjörkremið Hrærið saman mjúku smjöri og púðursykri þar til blandan verður jöfn og loftmikil. Bætið þá við mjúkum rjómaosti og sítrónu- safa. Hrærið þar til þetta verður að fallegum glassúr. Skreytið eftir smekk. n Konfektkökur og piparkökumúffur Pipar- kökumúffur sem eru skemmtilegar á kaffiborðið á aðventunni. Rafmagnsgítar Rafmagnsbassi Klassískur gítar KassabassiKassagítar Heyrnartól Rafmagnsfiðla Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn Gítarinn ehf Söngkerfi Ukulele í úrvali Jólagjafir Hljómborð í úrvali Kajun tromma Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is 90 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.