Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 114

Fréttablaðið - 02.12.2022, Qupperneq 114
 Það er varla til meira jólabarn í allri ver- öldinni heldur en ég. Jólahátíðin er uppáhaldstími margra og einn fallegasti tími ársins. Hægt er að skreyta og lífga upp á dimmasta skammdegið með fal- legum jólaljósum og hlýjum hlutum sem ylja og brjóta upp hversdagsleikann. sjofn@frettabladid.is Inga Bryndís Jónsdóttir, fagurkeri og stílisti með meiru, hefur ávallt haft mikinn áhuga á því sem við­ kemur heimili og hönnun. Stíllinn hennar er míní­ mal ískur og hlýlegur þar sem hver hlutur fær að njóta sín. Gaman er að sjá hvernig henni tekst að halda sínum stíl í jólaskreytingunum og hver hlutur fær að halda sínum karakter. Inga og eiginmaður hennar búa í einstaklega fallegu húsi ofarlega á Skólavörðustígnum í nánd við Hall­ grímskirkju, húsi með sál. Skólavörðustígurinn nýtur sín vel í jólabúningnum og rómantísk jólastemning ríkir á heimili Ingu. „Jólin er sá tími sem auðvelt er að vera skapandi, því þau gefa tóninn með öllu því fallegasta og besta sem hægt er að hugsa sér á þessum árstíma. Það er greni, könglar, bjöllur og kryddaður jólailmur,“ segir Inga Bryndís. Hún segist ávallt hafa haft gaman af því að skapa og búa til stemningu og á það líka við ólíkar árstíðir og hátíðir eins og jólin. „Það er varla til meira jólabarn í allri veröldinni en ég. Nándin við Hallgrímskirkju hefur alla tíð gefið mér mikinn innblástur í öllu sem ég geri. Þemað í ár er jól í Marokkó, þar sem marokkóskt handverk og íslensk jól magna upp ævintýralega stemningu.“ Hlutirnir sem fanga auga Ingu og laða hana að sjá um að veita henni innblástur fyrir sköpun og skreyt­ ingar. Frumleikinn er oft til staðar og Inga er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að því að skreyta á einfaldan hátt, svo einfaldan að það er hrein­ lega ótrúlegt hvað henni tekst vel til við að láta hlutina njóta sína og tala sínu máli. „Innblásturinn verður til þegar ég sé fallegan hlut sem höfðar til mín og mig langar til að gera eitthvað meira með skreytingarnar.“ Inga segist ávallt vera með lifandi jólatré, án þess geti hún ekki verið. „Lifandi og sígræn grenitré koma einungis til greina. Jólatréð er tákn um lífsins tré, sem ilmar og gefur grósku, engin tvö tré eru eins og hvert og eitt þeirra færir okkur vissu um nýtt upphaf og trú á lífið og tilveruna,“ segir Inga hughrifin af anda jólanna sem kominn er í húsið hennar. n Mínímalísk jól í anda Marokkó Inga Bryndís Jónsdóttir býr í fallegu húsi á Skólavörðustígnum þar sem hún fangar jólastemninguna með marokkósku þema í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Borðstofan er stílhrein og borðið prýðir hlýr ólífugrænn litur sem kemur vel út með jólaþemanu. Gluggarnir eru skreytir með einföldum krönsum úr basti og yfir- bragðið er lát- laust. Marokkóskt þema er í borð- búnaðinum þar sem einfaldleik- inn ræður för. Greni og könglar eru ríkjandi í jólaskreytingum Ingu og fá að gleðja augað í öllum rýmum. Gamlar hand- gerðar bjöllur eru hluti af borðskrautinu, festar á fal- legar, svartar hörservíettur með smá greni, mínímalískt og tímalaust. Fagurlega skreyttur krans tekur á móti gestum í forstofunni við hlið vasans. Stjörnur úr smíðajárni heilla Ingu líka og þar er eina að finna í glugg- anum sem snýr út á Skólavörðu- stíginn. Stórar og miklar svalir fylgja húsinu og þar er stórt og fallegt ólífugrænt borð sem Inga nýtir fyrir borðskreytingar með kertum og greni. 92 fréttablaðið 2. desember 2022jól 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.