Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 29

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 29
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A dóu 6000 konur úr brjóstkrabba í Englandi og Wales. Ef þær hefðu komist undir læknishendi, þegar fyrstu sjúkdómseinkennin komu í ljós, þá mundi að minnsta kosti fjórar af hverjum fimm vera enn á lífi og heilar heilsu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Þess vegna held ég, að það væri jafnvel mjög þarflegt að allur almenn- ingur lærði undirstöðuatriði í læknisfræði. En samt finnst mér viðleitni til þess að beita vísindalegum að- ferðum á andlega sviðinu ennþá meira heillandi. Ég efast afskap- lega um gildi þeirra flestra. Flest af því, sem gengur undir nafn- inu vísindaleg sálarfræði, virð- ist mér vera gersamlega óvísinda- legt. Sama er að segja um erfða- fræði, glæpafræði og fleiri slík „fræði“. Hinn fámenni, varfærni hópur vísindamanna og kvenna sem starfa á þessum sviðum er um setinn af slíkri hjörð af há- værum froðusnökkum, að ég get vel skilið þá, sem hefja upp rödd sína gegn framgangi vísindanna. Ádeila þeirra hittir venjulega hina óboðnu fylgifiska. En vísind- in eru í framgangi. Við vitum nægilega mikið í sálarfræði til þess að lækna suma af afbrota- mönnunum og geðveika, og um arfgengi nægilega mikið til að fullyrða, að sumir fávitar ættu ekki að hafa leyfi til að auka kyn sitt. En þetta ber ekki að skilja svo, að ekki eigi að refsa neinum afbrotamanni né heldur, að enginn heimskur maður megi giftast. Mér er ekki einungis annt um framfarir vísindanna, heldur og að geta greint hina stillilegu og lágróma rödd af skynsamlegu viti innan um hin háværu óp frá gervi-vísindamönnum og and- stöðumönnum allra vísinda. Þótt ég aðhyllist enga trúar- skoðun finnst mér trúmál hugð- næmt umræðuefni. Trúarbrögðin tákna tilraunir mannsins til þess að setja vitsmuni sína og tilfinn- ingar í samræmi við tilveruna. Hinn vitræni þáttur í þessum til- raunum finnst mér merkilegastur sakir hins stórkostlega hugar- flugs. Sagan um það, hvernig hundruð miljóna manna fóru að festa trúnað á meyfæðinguna, á kóraninn sem ekki var til, eða hin sáluhjálplegu áhrif af því að baða sig í Ganges, eru hrífandi bæði sögulega og sálfræðilega. En tilfinningarnar virðast mér þó alvarlegri hlið málsins. Eigi þekkingin ekki að láta eftir sig opið skarð, sem hjátrúin mun vissulega fylla, verður maðurinn að læra að skoða sig sem borgara í þeirri veröld, sem vísindin hafa kennt honum að þekkja. Sem bet- ur fer veit ég að slíkur hugsunar- háttur er mögulegur. Ég hirði minna um stjórnmál heldur en fólk flest vegna þess að ég er sannfærður um, að allar stjórnmálastefnur, sem nú eru uppi, séu hrossakaup, sem á sín- um tíma eigi fyrir höndum að víkja fyrir sjónarmiðum, sem hvíla á vísindalegum grundvelli. Ég er fremur hálfvolgur stuðn- 187

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.