Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 35

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 35
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A Eðvarð ÁrnaNon: ♦ Sigrar tœkni og nývísinda * Ankiiing uppslicriiiiiiai' Framhald Uppgötvun er hugmynd og framkvæmd tvennt í senn, en hvorugt eitt sér. Það getur skeð, að hugmyndinni skjóti eldfljótt upp í höfði þess útvalda, en það er undantekning. Reglan er, að hún eigi orsakanna að leita til mikillar og nákvæmrar leitar, að hún sé eini færi vegurinn af þús- undum. Þrotlaus samanburður og greining aðalatriða frá aukatrið- um ryðja hugmyndinni braut fram í meðvitund og huga. Vísind- in eru aðalhjálparhellan í leit þessari og vali. En þótt vísindi og vísindaleg endurskoðun hafi staðfest að hugmynd sé rétt, á uppgötvunin ennþá leið í land, oftast langa leið. — Nátúran sjálf þarf að leggja blessun sína yfir allt og gefa já-yrði sitt við þeim tilmæl- um og spurningum, sem fyrir hana eru lagðar. Geri hún það, er uppgötvunin fullkomnuð — á okkar mannanna mælikvarða. Það er að segja, aldrei verður uppgötvun þó meir en meðalhóf eða samkomulag milli þess á- kjósanlegasta — og þess sem efn- isheimurinn leyfir. En þótt uppgötvun sé þannig „aðeins“ spor í þeim heimi, þar sem „fótur vor er fastur er fljúga vill önd“ er sporið betra en þús- undir drauma og loftkastala, og notadrýgra en öll þau gleregg, sem mannkynið frá upphafi veg- ar hefir verið að reyna að klekja út í „góðri trú“. — Engan, ekki uppgötvarann sjálfan, getur grunað, hvaða áhrif og afleiðing- ar uppgötvunin getur orsakað, hvaða möguleikar geta myndazt — en uppgötvarinn er bjartsýnn. Uppgötvun er svo skýr hugsun, að hún getur íklæðzt efni og orð- ið áþreifanleg. Og „sá, er færir mannkyninu heim sanninn um eina skýra raunhæfa hugsun, hef- ir gert erkióvini mannkynsins meira ógagn en þótt hann hefði komiö hundruð þúsunda liðs- manna hans fyrir kattarnef,“ seg- ir Fichte „þ /í sá hinn sami kemur í veg fyrir einn möguleika að miljónir manna geti óvingast." — * Þess var getið í síðasta kafla, að Justus Liebig sýndi fram á það, á vísindalegan hátt, að all- ur jurtagróður þyrfti, auk lofts og vatns, köfnunarefni, phos- phorsýru, kalí og kalk. Menn vissu, hvers með þurfti, en eftir var að afla þess í stórum stíl og á ódýran hátt. Enn vantaði fram- kvæmdina. Enn var eftir mikil 193

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.