Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 39

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 39
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A Croockes, köfnunarefnisþurrð í heiminum. Ætlaði jörðin að bregðast vonum manna? Var hug- mynd Liebigs að reka upp á sker? Malthus var svartsýnn og sá enga leið úr ógöngunum, en Croockes benti strax á færa braut. Fyrstur manna stakk hann upp á því að vinna köfnunarefni úr loftinu. Sjötíu og átta prósent loftsins er köfnunarefni, en hing- að til hafði loftið verið ónotað eins og sólarorkan er enn í dag að mestu leyti. Ný hugmynd bjargaði hug- mynd Liebigs. Það, sem jörðin vildi ekki gera með góðu, áttu vísindin nú að lokka úr loftinu. Þetta var ábyggilega hægara sagt en gert, en vísindamennirnir lögðu ótrauðir út í sitt „loftstríð“ — og sigruðu glæsilega. Norsku eðlisfræðingarnir Birke- land og Eyde framleiddu 1904 köfnunarefni á þann hátt, að þeir leiddu loftstraum gegnum raf- magnsljósboga. Þeir fengu köfn- unarefnisildi, sem þeir svo breyttu í saltpétursýru. Þessi aðferð er t. d. notuð í Notodden í Noregi, þar sem hinn þekkti „Noregs-saltpét- ur“ er framleiddur. Þessi norska aðferð telst þó ekki lengur til að- alaðferðanna. Aðalaðferðirnar, og af þeim eru til mörg afbrigði, eru kenndar við tvö þýzk vísinda- mannatvinn (pör); annars vegar efnafræðingana Frank og Caro og hins vegar prófessor Haber og Carl Bosch. Þeir fyrnefndu framleiddu (1905) kalk-köfnunarefni. í raf- magnsofni hituðu þeir kalk og koks. Við það myndast kalcium- karbid, sem getur sameinast köfn- unarefni loftsins. Prófessor Haber var í mörg ár að temja sitt loft og til fram- leiðslunnar þurfti miklar og voldugar vélar. Carl Bosch á heiðurinn skilið fyrir þær. Það þurfti tæki, sem þolað gátu rauöglóandi vatnsefni og um leið þrýsting, sem samsvarar 30 tonn- um á lófastóran flöt (200 at.). Það voru reistar verksmiðjur með gnæfandi kæliturnum og mjög svo flóknum pípulögnum. Um verksmiðjurnar er vörður daga og nætur, því sumu er haldið leyndu. Leyndardómsfullt örefni (kata- lysator) þarf að vera viðstatt til þess að að vetnið og köfnunar- efnið sameinist og verði að am- moniaki. Örefnið leysir nokkurs- konar presthlutverk af hendi við hjónaband þessara skírlífu efna, en breytist ekki sjálft. Án þessa ör- efnis og undir venjulegum hita- og þrýstingsskilyrðum hirða vetn- ið og köfnunarefnið ekkert hvað um annað. Vetnið fæst við að láta vatnsgufu streyma yfir glóandi kol. — Fyrsta Haber—Bosch verk- smiðjan tók til starfa 1914. Síðan hafa margar bætzt við. í Þýzka- landi, Englandi, Frakklandi, Am- eríku, Japan og enn víðar er köfn- unarefnið unnið úr hinu óþrjót- anlega lofti. Við þýzka köfnunarefnisiðnað- inn einan starfa tvö hundruð þús- undir manna. Á fáum árum hafa gífurleg auðæfi verið gripin úr 197
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.