Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 49

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 49
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A bragðlaust skólp á tungu hans í samanburði við glitrandi veigar þessa flöskukrýlis. Þarna var beitilyng, fjalldrapi og brok, sem gerði herbergið að snæviþak- inni breiðu með krafsandi sauða- hjörð á beit. Þarna var svolítið tuskuhnýti og innan í því bréf- poki með æðardún. Hann strauk yfir fjaðurhnoðrann eins og hann væri að gæla við æðarkollu, sem lægi á eggjum sínum. í dálítilli öskju voru skeljar og kuðungar. Ég efast um að nokkur útgerðar- maður hafi talið með dýpri á- nægju gullið, sem Ægir lagði upp í hendurnar á honum, heldur en Þórður gamli frá Hömlu virti fyrir sér skeljarnar sínar. Og satt að segja virtist mér hann færast í herðarnar við það tækifæri. Og hávaðinn á götunni varð að brim- súg í eyrum mínum. — Á botni kistunnar voru fulltrúar bús- áhaldanna, fábreytilegir að vísu, en auðugir þó í minningum sín- um. Hnappheldan með sauðar- leggnum og fléttaða auganu tal- aði sínu máli um beitiland og gæðinga. Nautabandið hringlaði rétt eins og það hafði gert um hálsinn á henni Búkollu gömlu. Nauðslitna ljábrýnið kom hnef- anum til að kreppast eins og orf- hællinn lægi milli greipanna. Heykrókurinn minnti á birgðir og fóðurskort, á fögnuð og kvíða hins umhyggjusama búandmanns. Þórður gamli var óþreytandi að skýra fyrir mér hlutina og sam- band þeirra við umhverfið og at- burði liðinna tíma. Gleðin og hrifningin skein út úr svip hans og látbragði, Glampinn í augum hans varð eins og sólargeislinn, sem þíðir burt snjóinn á vorin og græðir blómin í spor hans úr fjöruborði að jökulrótum. Grá- ýrða skeggið minnti helzt á brim- löðrið, sem dansar og glitrar í ið- andi mánasilfri. Var þetta tengda- faðir minn sjálfur? Eða var þetta fortíð hans; þjóðin hans, byggðin hans og særinn, himininn, stjörn- urnar og norðurljósin? Var þetta glataður heimur, sokkinn í hyl- dýpið eins og Atlantis hin forna, endurspeglaður í draumskyggnis meðvitund? Eða var þetta geisla- brot frá upprisu hinnar nýju jarðar, þar sem ósánir akrar vaxa og gullnar töflur í grasi finnast? Pnrs páfi XII, áður Pacelli kardináli, er ekki hlynntur fas- ismanum. Hann er einnig slyngur lögfræðingur og mikill málafylgjumaður. — Einn af nýjustu „bröndurunum“, sem gengur manna á milli í Róm, er á þessa leið: Páfinn var spurður að þvl, hvern lögfræðilegan mun hann teldi á hugtökunum „óheppilegt atvik“ og „ógæfa“. Hann hugsaði sig um ofurlitla stund og svaraði síðan: „Ef Palazza Venezia hryndi til grunna og allir helztu leiðtogar fasista færust, væri það „óheppilegt atvik“ .... en ekki „ógæfa“.“ World Digest, London. 207

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.