Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 51

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 51
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A ætluöum að hvíla okkur þannig, með gönguför á fjall upp, sem frá hefur verið sagt. Samt voru þeir margir, sem héldu sunnudaginn við eldhúsbekk nágrann- ans, sötrandi kaffi og kjaftandi um „leynilegar“ trúlofanir, eða emjandi af öfundsýki yfir því, hve sprettan væri miklu betri hjá nágrannanum og aflinn meiri á „hinu úthaldinu". Við snerum bökum í flatlendi, héldum á brekkuna, stefndum á tindinn. Hvers vegna? Af því, að frammi í óbyggðinni og hvergi betur, fæst sönn hvíld frá þrásæknum hugsunum um munn og maga, gull og glys, hvíld frá þrælsoki vanabundinna stritverka og urgi og sargi hins daglega lífs. Uppi á gnýpunni ríkir hinn heilagi friður vorrar miklu móður, náttúrunnar — þessi djúpa kyrrð, sem gefur huganum vængi og bendir upp eins og toppar fjallanna. „Sá veit gerst, sem reynir." Farðu sjálfur og eigðu þinn sunnudag úti í ó- byggðinni, helzt uppi á fjallinu. Þig mun aldrei iðra þess. Þar finnur maður hver nautn það er, að losna frá ryki og reyk flatneskjunnar, „þar sem allt er rægt og einskis virt, sem ekki er hægt að éta“. Og við vorum svo komin alla leið upp. Hvað það var gaman, eins og þetta sýnd- ist þó bratt og langt heiman að! Sko, þarna höfðum við gengið. Yfir móana og holtin, valllendisgrundirnar og hrís- hjallana, upp grjóthólana og gráu skrið- urnar, framhjá mosaþembunum grænu og fjallageirunum þyrkingslegu. Land- námssaga jurtanna lá fyrir framan okk- ur á leiðinni upp fjallið. Við lásum og sáum með eigin augum, hvernig útverðir íslenzka jurtaríkisins, blóðbergið, stein- brjótarnir, mosarnir og skófirnar, leystu hvert af öðru flatlendisjurtirnar af hólmi og seildust til auðnarinnar, knúðir af hinni göfugu fyrirætlun, að alklæða ísa- landið möttli grænum. Seytlaði þá ekki inn í hugann áminningin til þín, ungi maður? Mundir þú þá ekki eftir því, að þetta er líka þitt hlutverk? Jú. Þetta rifjaðist upp á leiðinni upp fjallið og skýrðist ennþá betur, þegar sveitin okkar blasti við, séð af fjallinu. Voru ekki þarna óræstar mýrar, brunnin holt og berir melar? Jú, en líka margar hendur, sem mikið geta hjálpað til. Svona leit þá sveitin okkar út af fjall- inu. Þama lá hún fyrir framan okkur eins og opin bók, með mörgum myndum. Sko bæjaraðirnar með túnunum um- hverfis! Þessir fagurgrænu blettir eru eins og geislabaugar framtaksins og um- byggjunnar fyrir landinu utan um hin byggðu ból. Sko nesin og tangana! Þau eru eins og útsperrtir fingur, sem benda fram á glampandi sæinn. Og vötnin og tjarnirnar fá nú á sig lögun alls konar kvikinda. Eftir dalnum liðast svo silfur- tær áin þvert yfir sveitina og fram í sjó. Mennirnir sjást ekki. Þeir eru svo litlir. En verk þeirra, sem tekið hafa í hönd móður náttúru við gróðrarstarfið mikla, þau sjást. Þetta er yfirsýnin. Svona er hún. Hún skýrir fyrir manni það, sem hann alla jafna hefir of nærri sér til að geta séð það í réttu ljósi. Hún leiðir hugann að því, sem meira er og merkara en matarstritið, hégómaskapurinn og allt þetta, sem hverfur gersamlega í hinn daglega súg, en skilur of oft eftir bruna- sár tómleikans i einhverri mynd. Þeir, sem eiga að búa við endalaust láglendi, byggja sér stundum háa turna, meðal annars til þess að öðlast yfirsýn þess, sem menn alla jafna hafa nefi nær. íslenzk náttúra hefir sjálf byggt turna handa íslendingum, svo að þeir geti spreytt sig á bratta þeirra, notið þaðan óviðjafnanlegs útsýnis og komizt að raun um, „hvað hinum megin býr“, ef þeir þá nenna að leggja á sig ganginn. Nú er sumar með gróðurilmi, fuglasöng og lækjanið. Það er mikið að gera, ó- tæmandi verkefni. Vinnum þau með alúð og skyldurækni, en gleymum ekki þvi, að njóta svo dýrlegustu árstíðarinnar á íslandi, að hún skili okkur um vetur- nætur glaðari og víðsýnni en við vorum í vetur sem leið. Þarna er fjallið þitt, og einhvern sunnudaginn kemur tæki- færið. Ætlarðu að fara? * 209

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.