Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 54

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 54
VAK A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 gangstímum sjávarútvegsins, sem fólk tók fyrst fyrir alvöru að streyma til kaupstaða og sjóþorpa. í kaupgjaldsmálum gat landbún- aðurinn ekki keppt við sjávarút- veginn og varð því að gjalda þess í fólksmissi. Ekki var það þó að- eins kaupmismunurinn, sem hér lokkaði. Því verður vart neitað, að lífið í þéttbýlinu er að flestu leyti hægara en lífið í dreifbýlinu. — Húsakynni voru jafnaðarlega betri, þægindi ýmis meiri, félagslíf og skemmtanir fjölbreyttari, svo að nokkuð sé talið. Allt eru þetta miklir kostir og eðlilegt að fólk sækist eftir þeim. Allt þetta, sem hér er talið, átti í upphafi sinn ríka þátt í að valda þeim straum- skiptum, sem hér urðu. Þó að við sjáum nú, hversu þessi stefna var skökk, þá getum við í raun og veru ekki áfellzt það fólk, sem þetta gerði. Það er eðlilegt, að menn leiti þangað, sem eldurinn brenn- ur bezt, nokkuð án tillits til þess, hvort slíkt sé jafnan allskostar heppilegt. En þarna gægist fram eitt okkar mesta mein: hags- munahvötin, hið tillitslausa kapp_ hlaup um lífsgæðin. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Veltitími sjávarútvegins varð ekki eilífur. Viðskiptakreppan skall á, og við, hér á hjara ver- aldar, fengum að vita af henni ekki síður en aðrir. Útvegurinn, þessi máttarstoð þjóðfélagsins, þetta átrúnaðargoð fólksins, tók að bila, afurðirnar seldust ekki, útgerðin dróst saman, og þegar til sjóðanna skyldi tekið, í því skyni að verjast andblæstri erf- iðleikanna, þá voru þeir merkilega litlir. Fólkinu var sagt upp vinnu, atvinnuleysið skall yfir, eins og norðlenzkur stórhríðarbylur. Þá var nú ekki um annað að ræða en að leita á náðir þess opinbera. Og síðan hafa bæjarfélög og ríki látið af mörkum ógrynni fjár í því skyni að halda lífinu í hinu at- vinnulausa fólki. En nú gerist það merkilega, að þrátt fyrir atvinnuleysi kaupstað- anna heldur fólkið áfram að streyma þangað. En hvað getur það lengi gengið, að hundruð manna, í landi ótæmandi verk- efna, sé haldið uppi af afrakstri hrörnandi framleiðslu, sem það tekur engan þátt í? Hvað getur það lengi gengið, að fólk flykkist til ákveðinna staða án þess að at- vinnuskilyrði vaxi þar að sama skapi? Og svo kemur það í ljós öðru hvoru, að menn, sem eru á framfærslu þess opinbera, hafa það mun betra en ýmsir aðrir, er með sparsemi og dugnaði berjast við að halda sér frá sveit. Eg er ekki þar með að segja að þeir, sem þiggja atvinnuleysisstyrk, lifi neinu kóngalífi. Þeir mega víst, margir hverjir a. m. k., ekki hafa það öllu verra. En allir sjá, að í 212

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.