Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 57

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 57
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A Rjörn O. RjörnSHon: Hvað vaiatai* ÍNlenzkit prc^tana? i. að er víst almennt álitið, að kirkja þjóðar vorrar sé nú um hríð í nokk- urskonar millibilsástandi — um hitt mun skiptari skoðanir, hvað við taki, er út úr því kemur. En enginn getur gert sér skynsamlega von um góða útkomu, nema ganga út frá því, að eitthvað verulega sé á sig lagt í því augnamiði. Fyrir svo sem hálfri öld munu tök kirkjunnar á þjóðinni hafa verið miklu fastari en nú er orðið. Þá munu kirkjur hafa verið vel sóttar, altarisgöngur tíð- ar, húslestrar taldir sjálfsagðir, ráð prests sótt um marga hluti, prestarnir margir hverjir sérfræðingar í því að stunda verk sitt, eins og það lá fyrir. Núna er þetta allt miklu losaralegra og óákveðnara. Kirkjur munu óvíða vel sóttar, en víða illa. Altarisgöngur nærri því niðurlagðar. Húslestrar sömuleiðis. Margskonar menntamenn og sérfræð- ingar inna nú af höndum fyrra ráðu- nautsstarf prestsins. Prestarnir munu fæstir réttnefndir sérfræðingar á sínu sviði, nema þá helzt sem prédikarar — og þó held ég, að það væri oflof á oss prestana almennt, að telja oss tímabæra prédikara, að því er aðferðir snertir; ætli prédikunaraðferð vor muni ekki jafnan vera nokkuð úrelt eða einhvern- veginn alls ekki svo markviss sem skyldi? Og því er nú ver, að ég er mjög hræddur um, að ekki sé betur ástatt með anda og kraft prédikunarinnar. Það er fjarri mér að samþykkja, að íslenzku prestarnir séu almennt hræsn- arar; ég er sannfærður um, að hræsni er ekki teljandi í hópi vorum. En hálf- volgir? Nei — við erum betri en það, íslenzku prestarnir. Við erum yfirleitt vel volgir. Hvorki meira né minna. En einnig það er of lítið. Kristnir kenni- menn verða að vera heitir — ekki endi- lega ákafir, því síður ofstækisfullir — en heitir. Maður, sem flytur fagnaðar- erindið; maður, sem telur sig þjón með- bræðra sinna í nafni Jesú Krists og ætlar að vinna að almennri og eilífri heill þeirra, og er ekki nema vel volgur — ja — er hann ekki hálfhláleg persóna? Er hann ekki eitthvað undarlega og ónotalega settur? Hvernig datt manni, er ekki var nema vel volgur, í hug að færast það í fang, að bjóðast til að vera leiðsögumaður meðbræðra sinnna með tilliti til sann- leikans og lífsins og gerast prestur? Ég skal játa, að mér þykir slíkt og þvílíkt dularfullt, — en ég er ekki viss um, að það sé mjög sjaldgæft — ég er m. a. s. ekki viss um, að það gefist alitaf illa. Ég býst við, að aðalástæðan til, að þetta muni ekki sjaldgæft, sé skortur á trú- arlega þroskuðum kjarna í flestum söfn- uðum landsins, og leiði það til þess, að ýmsum góðviljuðum, ungum mönnum sé ekki ljóst, hvað þeir takast á hendur, er þeir ganga út í prestsskap. En þetta eru drengskaparmenn og engir hræsn- arar, og þegar reynslan færir þeim heim sanninn um, hvað þeir hafa tekið að sér, og þeir finna, að við ofurefli er að etja, þá fylgja þeir heilbrigðu brjóst- viti og leita hjálparinnar þangað, sem hana er að finna: til föðursins, sem Jesús Kristur ávann oss aðganginn að: Og þeir verða heitir. Sumir byrja lika heitir. En hvort sem þeir byrja heitir — eða verða heitir eftir á — þá eru þeir, að ég hygg, sjaldnast lengi heitir. Vér 215
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.