Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 58

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 58
VAK A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 erum. lengst af vel volgir — hvorki meira né minna. Hvernig stendur annars á þessu? Það er auðskýrt. Ég get gert það ljóst með einföldu dæmi: Takið glóandi kolamola og setjið hann á víðavang. Ætli hann glói lengi eftir það? Hann kulnar. ís- lenzkur sveitaprestur er litlu betur sett- ur. En af því að volgt er í kringum hann í söfnuðinum — eða hálfvolgt — þá kulnar hann ekki alveg; þeim mun síður sem hann hefir alltaf nokkurt hitaaðstreymi af hæðum um bænalíf sitt o. s. frv. Hann kemst niður að vissu velgjumarki — og á því lafir hann. Þetta er nú um meðaltalstrúarlíf vor íslenzku prestanna almennt. Oss verður varla gefin sök á þessu ófremdarástandi nema að minni hluta. íslenzka kirkjan í heild, þ. e. alþýða kirkjulega sinnaðara manna í landinu á a. m. k. jafnmikla sök. Að öðru leyti er orsakanna að leita í lítt viðráðanlegum kringumstæð- um, sem eru örðugri en í öðrum Norð- urálfulöndum. Valda því strjálbýli og fátækt þjóðarinnar. Tækifærin til að vera með starfsbræðr- um eru strjál og stutt: segjum að meðal- tali 4—5 fundardagar og 1—2 samveru- dagar á heimili nágrannaprests árlega. Það er allt og sumt. Og það er m. a. s. tekið nærri sér svo að segja á allan hátt. Þetta eru vandræði. Er það ekki augljóst mál, að undir slíkum kringum- stæðum er ómögulegt, að halda hita sínum við? Prestarnir þurfa fleira við, til þess að geta uppfyllt hlutverk sitt, en það að vera heitir trúmenn, þó að það sé, þegar rétt er á haldið, afl þeirra hluta, er gera skal. Hvert er annars hlutverk ís- lenzkra presta frá sjónarmiði starfs- greinarinnar? Jú! Presturinn á að messa. Til þess þarf hann fyrst og fremst að vera góður prédikari — og hefi ég þegar vikið lítið eitt að því, og læt það nægja í bráð. í öðru lagi þarf han helzt að vera góður raddmaður, til þess að geta tónað og lesið áheyrilega. Hann þarf að fá til- sögn í slíku og það þarf að vekja skiln- ing hans á virðulegri og náttúrlegri framkomu við messu og öðru þvíum- líku, sem greiðir fyrir áhrifum orðsins að hjarta kirkjugestsins. Hann þarf að 216 fá opnuð augun fyrir þessu í undir- búningsmenntun sinni, svo að hann hafi þau ætíð opin síðan gagnvart því og sé alltaf að læra. Presturinn á að húsvitja, svo sem kunnugt er, og er það mjög mikilvægur þáttur í starfi hans, og mun að ýmsu vel rækt af mörgum. í þessari grein geri ég húsvitjunina ekki að um- talsefni almennt Ekki heldur samveru prestsins og samstarf með safnaðar- fólki sínu á félagslega sviðinu, né víð- tækari félagslegri starfsemi, ritstörf og þvíumlíkt. Ekki heldur hversdagslega umgengni við safnaðarfólk og heima- menn. Allt er þetta þó þess vert, að það sé rætt fram og og til baka af kristnu fólki þessa lands. í eftirfarandi máli mun ég aðallega víkja að sálgæzlustarfi presta og færleika þeirra á því sviði. Presturinn þarf að vera hæfur til sál- gæzlustarfs — en því er nú ver, að á því sviði liggur víst sáralítið starf eftir oss flesta. Enda má því nærri geta, að sé það rétt, sem ég hélt fram í upphafi þessa máls, að oss íslenzku prestana vanti yfirleitt trúarhita, sé áfátt um afl þeirra hluta, er gera skal í ríki andans, þá er ekki við miklu af oss að búast í sálgæslu. En oss vantar svo sem fleira til þess starfs. Oss vantar m. a. tækifæri til að spreyta vora veiku krafta á. Fólk kemur ekki til vor með vandamál sín. En ef það kæmi — hefðum vér þá af nægilegu að miðla? Það stendur áreiðanlega á takmörkum með margnefndan trúar- hita. En ætli það standi ekki á takmörk- um með fleira? Ætli standi ekki líka á takmörkum með kristilegan, tímabæran skilning á lífinu? Eða er nokkuð í fari hinnar íslenzku prestastéttar, er heitið geti starfsaðferðir (teknik) á þessu sviði? Vér skulum athuga þetta þrennt lítið eitt nánar: tregðu fólksins að koma; kristilegan, tímabæran skilning vor presta á lífi og samtíð: starfsaðferðir vorar við sálgæzlu. Fólkið er mjög tregt að lita til vor, en þó er það ekki gersamlega hætt því. Ó- sjaldan verður presturinn sjálfur að stíga fyrsta sporið, einkum á meðan hann hefir ekki fengið almennt orð á sig í þeim efnum. En sé presturinn á annað borð tekinn að ná því áliti, að hann sé alltaf reiðubúinn og þolinmóður og nær- gætinn þjónn þeirra, sem eiga við and- lega eða siðgæðislega eða sálarlega erfið- leika að stríða — þjónn þeirra í nafni

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.