Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 62

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 62
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 lenzkukennslu skólanna eru nauð- synlegar. Við megum ekki vera á- nægðir með árangurinn eins og hann er, eða láta við hann sitja. Þetta er engum ljósara en kenn- arstétt landsins. Ég tel vel til fall- ið, að umræður hefjist um þetta í Vöku, og ekki síður fyrir það, að nýskipaðri nefnd hefir verið falið að endurskoða fræðslulögin. Þær fáu tillögur, sem ég vildi koma fram með í þessu efni, eru í höf- uðatriðum þessar: Til barnakennara verður að gera strangari kröfur um kunn- áttu í móðurmáli en nú er gert. Þeir verða að kunna íslenzka staf- setningu til hlítar og hafa undir- stöðugóða þekkingu í málfræði. Þeir verða að kunna að tala rétt og vera færir um að kenna það. Hljóðvilltum mönnum, hvort sem er í ræðu eða riti, má ekki veita kennararéttindi. Engum öðrum en þeim, sem uppfylla framangreind skilyrði má fá barnakennslu í hendur, né kennslu í öðrum skói- um. í barnaskólunum ber nauðsyn til að auka móðurmálskennsluna. Námsskrá þeirra er of fjölþætt. Það þarf að draga úr kennslu aukanámsgreina. Dönsku á ekki undir neinum kringumstæðum að kenna í barnaskólum, þar sem þorri barnanna hvorki kann að rita né tala sitt eigið móðurmál. Kennarar og fræðslumálastjórn þurfa að taka höndum saman um að afnema slíka firru. Það þarf að leggja miklu meiri áherzlu á það að kenna börnunum 220 að tala. Margir skólar eiga safn af hljómplötum til léttis við fram- burðarkennslu erlendra mála. Það mætti hafa mikið gagn af hljóm- plötum við íslenzkukennsluna, ekki sízt í barnaskólunum. Skól- arnir þurfa að eignast plötusafn, þar sem viðurkenndir íslenzku- menn fara með einstök hljóð og samfellt mál. Börnunum verður að kenna að tala umfram allt. Söngkennslu þarf að auka til mikilla muna í barnaskólunum beita henni alveg sérstaklega þannig, að hún verði til styrktar fallegum og réttum framburði málsins. í þessu sambandi leyfi ég mér að vísa til ágætrar greinar eftir Þórð Kristleifsson, söng- kennara á Laugarvatni, sem birt- ist í Viðari, ársriti íslenzkra hér- aðsskóla, I. árg. 1936. Það verður að vera markmiðið, að hvert meðalgreint barn nái viðunandi leikni í meðferð móð- urmálsins, bæði í ræðu og riti við nám sitt í barnaskólanum. Til þessa verður að beita öllum að- ferðum. Hér hefir verið rætt um barna- skólana. Þeir leggja undirstöðuna að því uppeldi, sem skólarnir veita. Að sjálfsögðu á margt hið sama við um starf og árangur framhaldsskólanna og þörf þeirra er hin sama um fjölhæfni í móð- urmálskennslunni. í héraðs- og gagnfræðaskólum er mjög mikl- um tíma varið til móðurmáls- kennslunnar. Mest af þeim tíma fer til ritæfinga og málfræði. Við þetta þarf að bæta talkennslu og

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.