Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 64

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 64
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 l&eykjaskóli í Hrútafirði er næst yngsti héraðsskóli landsins. Upphaf hans er það, að ungmenna- félögin við Hrútafjörð gengust fyrir því, að reist var steinsteypt sundlaug á Reykjatanga við Hrútafjörð og leitt þangað heitt vatn úr uppsprettum í dæld skammt ofan við tangann. Laug þssi var vígð og tekin til afnota vorið 1929. Eftir það fór að vakna áhugi fyrir að reisa við laugina héraðsskóla, og varð úr, að vinna við skólabygging- una hófst vorið eftir. Til starfa tók skól- inn 7. jan. 1930. Var þá húsakostur naumast meira en hálfgerður og margir aðrir örðugleikar á skólastarfi. Síðan hefir húsrými skólans verið smáaukið og' bætt úr ýmsum þörfum hans, svo að nú er vel við unandi. Skólastjórar að Reykjum hafa verið sr. Jón Guðnason, Þorgeir Jónsson guð- fræðingur, Jón Sigurðsson frá Yzta- felli og Guðmundur Gíslason, áður kennari í Reykjavík og að Laugar- vatni, sem gegnt hefir skólastjórastörf- um síðan haustið 1937. Um næstu verkefni skólans farast nú- verandi skólastjóra orð m a. á þessa leið: 222 „í vinnukennslunni hér þarf að stefna að þessu tvennu: í fyrsta lagi: Að koma upp sérstakri vinnudeild við skólann, þar sem piltum væri kennd trésmíði, járnsmíði, leður- vinna (aktýgjagerð o. fl.), skósmíði og garðrækt. Stúlkum væri kennt allskonar saum, fatasaum, útsaum o. s. frv., vél- prjón og vefnaður, matreiðsla og garð- rækt. Jafnhliða þessu tækju þátttakend- ur vinnudeildarinnar þátt í ýmsum bók- fræðum, t. d. íslenzku, reikningi, skrift, teikningu og fyrirlestrum. Einn liðurinn í starfi piltanna í vinnudeildinni ætti að vera sérstakt námskeið í húsagerð undir eftirliti og kennslu húsameistara og smiðs. Þar ættu nemendur að læra að byggja einföld hús eftir teikningu, húða þau, innrétta, mála, dúkleggja, vegg- fóðra o. s. frv. Þetta væri nemendum mikill fengur, þótt þeir yrðu ekki „fag- menn“. Ungir menn þurfa alltaf á því að halda að geta unnið þessi verk fyrir sjálfa sig. Að vera búhagur þótti í gamla daga nauðsynlegt. Það á fullan rétt á sér, að ungum mönnum sé hjálpað til þess í skólunum. Til þess að geta á sama

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.