Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Side 68
VAKA 2. árg. . Júlí-sept. 1939
Pearl S. Kuek:
Íþrjá daga lá gamli maðurinn
þögull í rúmi sínu. Hann mælti
ekki orð frá vörum nema þegar
hann þakkaði auðsýndan greiða.
Konurnar biðu í orðlausri eftir-
væntingu. Eitthvað hræðilegt
hlaut að þjaka huga hans. Hvað
það var, vissu þær ekki. Á þriðja
degi reis hann úr rekkju og
klæddist hversdagsfötum sínum.
Hann settist við skrifborð sitt og
kallaði konu sína og tengdadóttur
fyrir sig. Þær bjuggust ekki við
góðum tíðindum. Gamla konan
óttaðist, að einkasonur sinn væri
sjúkur. Unga konan hugsaði til
eiginmanns síns. Báðar bjuggust
við hinu versta, jafnvel að hann
væri látinn. En hvorug þeirra
var viðbúin tíðindunum, sem
gamli maðurinn flutti þeim.
steypt af stóli með dólgslegu ofbeldi.
Indland skal aldrei ná frelsi sínu með
hinum siðlausa hnefa, því mikilleikur
og ákvarðanir þessa lands eru önnur.
Það skal sigra með andlegum og sið-
ferðilegum vopnum. Indland mun sýna,
að það hefir ódauðlega sál, sem sigur-
viss megnar að hefja sig upp yfir alla
ytri kúgun og bjóða byrgin sameinuð-
um efniskrafti heillar veraldar. Á þess-
um vettvangi hefir Indland köllun að
gegna fyrir allan heiminn. Indland er
boðberi heimsfriðarins.“
Baldvin Þ. Kristjánsson
þýddi úr sænsku.
FyiTi kona
Framhald
Honum fórust orð á þessa leið:
„Ég kom til hinnar nýju höfuð-
borgar og heimsótti son minn og
vini hans. Ég var þar í tuttugu
daga og sá marga hluti, sem ég
hefi aldrei áður séð. Ég sá feikna
há hús, vélar, sem hreyfast sjálf-
krafa og marga aðra furðulega
hluti. En ég fjölyrði ekki um það,
því að það snertir okkur ekki.
Ég komst að raun um, hvað Yuan
á við, þegar hann talar um kon-
urnar í bænum þeim. Þær þóttu
mér furðulegastar alls hins furðu-
lega. Þær eru á ferli einar sér.
Hár þeirra er klippt eins og hár
karlmanna. í einu og öllu líkj-
ast þær karlmönnum. Mér varð
fyrst að orði: „Þetta eru slæmar
konur og sonur minn er glötun-
inni ofurseldur meðal þeirra.“ En
svo komst ég að raun um, að þær
voru ekki eins spilltar og ætla
mátti. Mér hefir borizt til eyrna,
að nútímakonur séu mjög breytt-
ar. Það er rétt hermt. Ég hafði
ekki fest trúnað á það af því að
ég bý á kyrrlátum stað.“
Gamli maðurinn þagnaði.
Minningin um þetta virtist valda
honum sársauka og hann starði
niður í gólfið.
„En hvernig eru þær breyttar
og hvers vegna hafa þær
226