Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 78

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Page 78
V AK A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 og síðar 300 króna viðbótarstyrk. — 29. ágúst, á 20. afmælisdegi Jóhannesar, kom orðsending til Reykjarfjarðar um það, að snemma næsta morgun muni vitabát- urinn Hermóður koma með sement til sundlaugarbyggingarinnar. Næstu daga á eftir var hafizt handa um bygginguna og unnið nokkuð af verk- inu áður en vetur gekk í garð. Vorið 1938 var það hafið á ný og því að fullu lokið í júnílok. í byrjun júlí var sund- laugin vígð að viðstöddu miklu fjölmenni og daginn eftir hófst sundnámsskeið. Sóttu það tuttugu og fimm nemendur. Sundlaugin er 160 fermetrar að flatar- máii, óyfirbyggð og að mestu leyti graf- in í jörð. Jóhannes stóð fyrir byggingu hennar, en naut aðstoðar og hjálpar Guðfinns bróður síns. Allmikið var gefið af vinnu við bygginguna. Jóhannes gaf sjálfur tuttugu og fimm dagsverk og var það stærsta gjöfin, sem laugin fékk. — Landeigendur í Reykjarfirði gáfu lóð til laugarinnar, 1620 fermetra að stærð. 11. sept. 1938 afhenti Jóhannes ung- mennafélaginu í Grunnavíkurhreppi laugina. Það kaus í stjórn hennar þá Jóhannes Jakobsson (hann er formaður stjórnarinnar), Guðmund Óla Guðjóns- son og Dagbjart Majasson. V. J. Vaka, rit Vöknmanna! -iirÉR er bæði ljúft og skylt að láta geðþekkni min í ljós á útgáfu Vöku. Það er gleðilegt tákn vaxandi þroska, að nú hafa margir skoðanaandstæðingar tekið höndum saman og bundizt fast- mælum um að vinna á vitsmunalegan hátt og í einingu að andlegum velferða- málum þjóðarinnar. Það er bjart yfir þeim samtökum, sem útiloka persónu- ádeilur og smálegt dægurþras, til þess með meiri kröftum, athygli og festu að leysa nauðsynjamál þjóðfélagsins. Ég þakka þessi samtök og óska þeim alls góðs gengis. Sömuleiðis þakka ég Vöku fyrir ágætar greinar og bundið mál, er þegar eru birtar. Vonandi verða mörg- um kærkomnir þættir um auðæfi jarðar 236 og hagnýtingu þeirra, eins og Jón Ey- þórsson er að byrja á í fyrsta hefti þ. á. Verkefni Vökumanna eru mörg og stór. Er því full þörf að styrkar hendur standi úr ermum fram. Eins og það er víst að eðlileg nátt- úruþróun á sér stað, þótt hægfara sé, þannig verður þjóðin öll að láta sér skiljast, að hugsanalíf hennar, og þar af leiðandi háttsemi öll, verður að breytast — verður að þroskast. Öllu þarf að þoka til betri og batnandi vegar. Þegar ég íhuga þá háttsemi þjóðarinn- ar, sem aðeins er heimska og tál, en leiðir af sér óbætanlegt andlegt og efna- legt tjón og böl, þá finnst mér, að í þessu tilliti jafnist ekkert á við vín- nautnina og tóbaksnotkunina. Þessar nautnir voru og eru svo áberandi hjá þjóðinni, að fyrir löngu var tímabært að hún þvæi þessa sorpbletti af sér. En í blaði einu, útgefnu 30. sept. 1933, virð- ist mörgum menntamönnum og konum hafa þótt annað hollara en slíkt hrein- læti. Það er hryggðarefni að sjá og vita efnilegar persónur drekka frá sér allt vit og þrótt, drekka frá sér öll efni, drekka frá sér og sínum heimilisfar- sæld og gleði, drekka sig í hel. Vínið hefir reynzt mörgum hald- gott til þess að þoka sér út úr jarð- lífinu. En mannslífin eru þjóðfélaginu dýr. Það má og segja nokkuð líkt um notkun tóbaks. Svo sem kunnugt er, stórspillir tóbakið andlegu og líkamlegu heilsufari notenda, og hjálpar drjúgum til að ýta þeim í sjúkrahúsin og þaðan yfir landamerkin. Þegar vér heyrum tal- að um villtar þjóðir, er skreyta höfuð sín á fáránlegan hátt, svo sem með hring í nefinu, þá brosum vér að þess- ari flónsku. En er þetta nokkuð bros- lega en hitt, að ganga með reykjarpípu eða vindling fram úr munninum? Ég finn ekki annan mun á þessum tvenns- konar ankanaskap en þann, að hið síð- arnefnda er stórum skaðlegra heilsu- farinu. Það er ömurlegt að sjá ungar mæður ölvaðar eða reykjandi vindling yfir nýfæddum frumburði sínum, en það eru þó staðreyndir að slík sjón hefir sézt.

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.