Rökkur - 01.08.1930, Qupperneq 9
ROKKUR
55
gera“. Verður nánara að þessu
atriði og fleirum vikið síðar, er
betur kemur í ljós, hvert stefn-
ir, en fyrst skal Indlandi lýst
með nokkrum orðum, og þeim
þjóðum, sem það land byggja,
því það er nauðsynlegt að vita,
hvernig þar er í pottinn búið,
til þess að fá nokkurn skilning
á Indlandsmálunum.
II.
Indland er keisararíki í suð-
urhluta Asiu, undir breskri yf-
irstjórn. — Er Bretakonungur
keisari Indlands (kaisar-i-Hind).
Indland liggur fyrir sunnan Hi-
malayafjöll, er 4.650.000 fer-
kílómetrar að stærð og fer
mjókkandi eftir því, sem sunn-
ar dregur. Fyrir vestan Indland
er Arabíuhaf, en fyrir austan
Bengalsflói. Ibúatalan er 310—
320 miljónir.
Himalayafjöllin i norðri eru
eins og kunnugt er, hæstu fjöll
heimsins. Hæsti tindurinn,
Mount Everest, er 8840 metrar.
Á hálendinu er Kashmir og fleiri
fjallaríki og sjálfstæðu ríkin
Nepal og Butan. Sunnan við
fjöllin er hindústanska sléttan
og renna um hana stórárnar
Indus, Ganges og Brahmaputra.
Vestur frá í nálægð Indus, er
sléttan auðn ein og er kölluð
Thar, en austur frá er hún mjög
frjósöm, enda er þar mjög þétt-
býlt. Fyrir sunnan sléttuna eru
Vindhyafjöllin, sem eru alt að
því 1400 metra há og þar fyrir
sunnan Dekan liásléttan á skag-
anum sjálfum og hallar til aust-
urs. Fjallgarðarnir á ströndinni
eru kallaðir Ghats, vestur og
austur Ghats. Árnar í þessum
hluta landsins eru tiltölulega
stuttar. Stærstu árnar eru Ma-
hanadi, Godavari og Kistna að
austanverðu, en Narbada og
Tapti að vestan. — Loftslagið
er mjög heitt. Eru dæmi til, að
hitinn hefir hlaupið upp í 53
stig (í Jacobabad í Sind, við In-
dus). — Vetrarmánuðina blása
hinir þurru norðaustanvindar
(monsúnar) af landi og eru
kaldir fyrri helming vetrar, en
heitir í mars, apríl og maí, en
þá eru hitarnir oft mestir. Á
sumrum (júni—nóv.) blása
suðvestlægir vindar, sem hafa
orðið þrungnir raka á ferð sinni
yfir höfin. Fyrri hluta sumars
eru því úrkomur miklar í Ind-
landi. Á austurhluta sléttunnar,
upp að Assamfjöllunum, eru úr-
komur meiri en dæmi eru til
annarsstaðar á jörðu. í Cherra-
punji er úrkoman 12 þús. mm.
og komið hefir fyrir, að hún var
alt að því 23 þús. mm. Vestar
er úrkoman minni og sumstað-
ar er úrkomulaust. Loftslagið
er óheilnæmt. Kólera og drep-