Rökkur - 01.08.1930, Page 12

Rökkur - 01.08.1930, Page 12
58 R Ö K K U R ir, kristnir 4 milj. o. s. frv. Eins og kunnugt er trúa Brahmatrú- armenn því, að sálir manna verði að lirekjast úr einum lik- ama í annan eftir líkamlegan dauða hér á jörðu og aga því góðir Brahmatrúarmenn sig mjög, því þeir trúa því, að með því móti muni sálunni betur farnast á næsta tilverusviði. Eru trúarbrögð Indverja merkileg og saga þeirra öll, og engin tök að lýsa þessu til nokk- urrar hlítar, enda er á þessi at- riði drepið til að benda á hve lít- il skilyrði eru í Indlandi til þjóð- legrar einingarstarfsemi. Það, sem hér hefir verið gert að um- talsefni, er alt þess eðlis, að það frekar leiðir til innbyrðis óein- ingar og sundurþykkju en ein- ingar. Það þarf því ekki að fara í grafgötur um það, að mikið er óunnið í Indlandi til þess að vekja sjálfstjórnarlöngun allr- ar þjóðarinnar og undirbúa hana undir að taka stjórn lands- ins í sínar hendur. En fleira kemur til greina en það, sem að framan hefir verið minst á, þegar um það er að ræða hve- nær íbúar hins auðuga Indlands — sem flestir eru snauðir menu — sjá nýjan dag renna í lífi þjóðarinnar. VII. Talið er, að um 225 miljónir manna í Indlandi lifi á jarð- rækt. Ef eitthvað ber út af stend- ur hungurvofan við dyr fjöld- ans. Þegar vel árar er hægt að sá og uppskera (t. d. hrísgrjón) alt að því þrisvar sinnum á ári og þá hafa allir nóg, en ef haf- vindarnir koma í síðara lagi með úrkomuna — eða minni úr- koma fylgir þeim en gróðurinn þarfnast — er velferð fjöldans í voða. Ýmislegt hefir verið gert til þess á siðari árum að stemma stigu fyrir hungursneyð í slæmu árferði, skurðir hafa verið grafnir til þess að leiða vatn úr ánum og ýmsar ráðstaf- anir gerðar til þess, að hægt sé að hraða matvælaflutningum inn i verstu þurkahéruðin, þeg- ar þörf er á. Aðal umhugsunar- efni óupplýsts múgsins er því ekki sjálfstjórnarmál, heldur hvort menn fái fylli sína eða verði að svelta þetta árið. Hrís- grjónauppskeran skiftir tugum miljóna smálesta, þegar vel gengur, var t. d. eitt árið nærri 40 miljónir smálesta, en stund- um er hún heldur ekki nema liðlega 20 milj. smálesta. Það ec helst í Madras, að hægt er að sá og uppskera þrisvar, sumstað- ar aftur aðeins einu sinni á ári. Ennfremur rækta menn hveiti, haðmull, sykurreyr, te, tóbak, krydd og valmúur (til ópíum- framleiðslu) o. m. fl. — Til-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.