Rökkur - 01.08.1930, Page 18
64
RÖKKUR
(1740—1760). Englendingar
báru sigur úr býtum. Ensk
verslunarfélög útrýmdu öðrum
keppinautum. Árið 1760 biðu
Frakkar fullnaðarósigur og
urðu að hverfa á braut víðast,
þar sem þeir höfðu búið um sig.
Annars eru bresk yfirráð yfir
Indlandi oft talin hefjast með
árinu 1757, er Róbert Clive vann
sigur á indversku furstunum við
Plassey. Raunar áttu bresku
verslunarfclögin mestan þátt í
að Rretland fékk yfirráðin yfir
Indlandi. Öflugast þeirra var
„the East India Company“,
stofnað af Elísabetu drotningu
1600. Það náði fótfestu í Ind-
landi 1613, er það fékk sérleyfi
til verksmiðjureksturs í Surat.
Færði það smám saman út kví-
arnar og varð he öflugra í land-
inu. Að afstöðnum ófriði 1765,
náði félagið Rengal á sitt vald,
Orissa og Rehar. Eftirmaður
Clive var Warren Hastings,
(1773—85), fyrsti governor-ge-
neral (landstjóri) Indlands. Á-
sóknarstefnunni var lialdið
áfram á meðan hann var land-
stjóri, en frá 1784 fór Rret-
landsstjórn að draga úr völdum
félagsins og taka þau í sínar
hendur. Cornwallis lávarður tók
við af Hastings 1786 og háði
stríð við Mahratahöfðingjann
Tippo Sahib, sem 1792 varð að
láta helming landa sinna af
liendi við félagið og 1799, er
hann hóf stríð við Breta að
nýju, féll hann og fékk félagið
þá öll hans lönd. Stríð var enn
háð við Mahrata 1802—1804.
Síðan var friðsamt í landinu (í
tíð Minto lávarðs), en í stjórnar-
tíð Hastings markgreifa braust
ófriður við Mahrata út af nýju
og vann hann fullnaðarsigur á
þeim 1817—1818. Amherst lá-
varður (1824—1826) hélt áfram
ásóknarstefnunni og náðu Bret-
ar þá yfirráðum yfir Assam.
Aftur á móti kom Bentinck lá-
varður (1828—1835) á ýmsum
umbótum, alþýðumentun var
endurbætt, bannað að brenna
ekkjur á báli o. fl.
í stjórnartíð lávarðanna
Auckland (1836—42) og Ellen-
borough (1842—44) var styrj-
öld háð við Afghani og herleið-
angur farinn til Kabul og lögðu
Englendingar þá borg þessa að
kalla í eyði og komu málum sín-
um fram, en áður höfðu þeir í
styrjöld þessari beðið herfilegar
ófarir. Hardinge lávarður (1844-
48) átti í ófriði við Sihkana og
beið ósigur við Gujarat 21. febr.
1849 og komst þá Punjab undir
bresk yfirráð, en eigi varð frið-
samlegt þar fyrr en í stjórnar-
tíð Dalhousie lávarðar (1847—
57). Ðalhousie kom á miklum
umbótum. Að tillhlutun hans
voru Iagðar járnbrautir, skipa-