Rökkur - 01.08.1930, Qupperneq 22

Rökkur - 01.08.1930, Qupperneq 22
68 RÖKKUR 1916. Aðrir leiðtogar, Banerji og Gokhale, sem vildu fara vægara i kröfurnar voru í minni hluta. Múhammeðstrúarmenn fóru nú einnig að berjast fyrir þvi, að sjálfstjórnarkröfunum væri sint, og það leiddi til þess, að Englendingar sáu sitt ráð vænst að lofa fögru, enda var þá sleg- ið á þá strengi, að Bretland væri verndari smáþjóðanna. Og í á- gúst 1917 tilkynti Montagu, þá ráðherra Indlandsmála, að Bretar hefðu í hyggju að taka sjálfstjórnarkröfur Indverja til greina, en stig af stigi. Hann fór því næst til Ind- lands, og í júlí 1918 lagði hann fram, ásamt vicekonunginum, Chelmsford lávarði (1916—21) allvíðtækar breytingartillögur á stjórnarfari Indlands. Samkv. því áttu Indverjar að fá aukna þátttöku í stjórn landsins og fjölga indverskum fulltrúum í framkvæmdarráði vicekonungs- ins, litarháttur átti ekki lengur að hafa áhrif á embættaveiting- ar og átti að setja innfædda Indverja í % embættanna. Ban- erji og fylgjendur hans voru hlyntir þessum tillögum, en Gandhi og Tilak létu í ljós ó- ánægju yfir þeim. Yoru þeir Gandhi og Tilak á samkund- unni í Dehli í desember 1918, og voru þeir valdir þar fulltrúar Indlands á friðarsamkundunni í París. En stjórnin neitaði þeim um vegabréf og sendi Sinha lá- varð og maharajahann af Bi- kanir til Parisar, og skrifuðu þeir undir friðarsamningana fyrir hönd Indlands. Hinir rót- tækari þjóðernissinnar héldu á- fram starfsemi sinni og Móham- meðstrúarmenn urðu gramir mjög yfir því, hverja útreið Tyrkir fengu, er friðarsamning- arnir voru gerðir. I mars 1919 voru samþykt svokölluð Row- latt-lög, sem gáfu ríkisstjórn- inni enn meira vald en henni var í lófa lagið að taka sér, sam- kvæmt „varnarlögunum“. Og gremja Indverja óx stöðugt. Gandhi hvatti til ofbeldislausrar mótspyrnu (satiagriha, passiv resistance) og lokun verslunar- búða (hartal). Óeirðir brutust út á nokkrum stöðum 1915, vegna Rowlatt-laganna, og í Amritsar lét Dyer hershöfðingi skjóta múg manns, sem safnast hafði saman til fundarhalds. Biðu 379 menn bana í skothrið- inni. Allar uppreistartilraunir voru bældar niður með harðri hendi, en hatrið á Englending- um óx að sama skapi. Hin nýju stjórnskipunarlög voru samþykt í breska þinginu 1919 og árið eftir fóru fram nýjar kosningar á fulltrúum í ráð og á þing, sam- kvæmt hinum nýju lögum. En þrátt fyrir þá réttarbót, sem A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.