Rökkur - 01.08.1930, Page 26
72
R Ö K K U R
inni út í vor, — fyrir Alþingishá-
tíðina. Því aö bókin er hátíðargjöf,
og er sú trúa mín, að fá muni há-
tíSargjöfin gagnlegri, virðulegri
betri og af einlægari hug gefin en
þessi gjöf hins einlæga Islandsvin-
ar og lotningarfulla aðdáanda ís-
fenskra bókmenta. Segir prófessor-
inn svo um þessa bók sína í bréfi
til vinar sínshér: „My first concern
is that my little tribute of admira-
tion to Iceland may not he lacking
at the fitting time.“
Kirkconnell prófessor hefir, auk
þess starfs, sem aS framan getur,
samiS fjölda ritgerSa sögulegs efn-
is og bókmentalegs (aSallega com-
parative literature), um hagfræSi-
leg efni, jarSfræSi, grasafræSi ofl.
Má af þessu marka hve fjölhæfur
hann er.
Þeir, sem þekkja Kirkconnell
prófessor persónulega, segja hann
mann yfirlætislausan og prúSan í
hvívetna. Mun honum fjarri skapi
aS sækjast eftir metorSum eSa viS-
urkenningum fyrir störf sín. Eg
efa ekki, aS hann hirSir ekki um
aS fá önnur laun en þau, aS gjöf
hans verSi þegin af íslendingum af
jafngóSum hug og hún er gefin.
En sóma síns vegna verSa íslend-
ingar þó aS sýna honum vott þakk-
lætis og virSingar á viðeigandi
hátt.
Ritfregn.
The North American Book
of Icelandic Verse — by
Watson Kirkconnell. —
Louis Carrier & Alan
Isles, Inc. New York &
Montreal.
Höfundur bókar þessarar er
Watson Kirkconnell, prófessor
við Wesley College i Winni-
peg. — Er bókmentastarfsemi
hans getið í Rökkri nú, og
því ástæðulaust að rifja það
upp. Hinsvegar þykir rétt að
minna á það af nýju, að Kirk-
connell lagði mikla áherslu á
það, að koma þýðingasafni sínu,
sem hér verður gert að umtals-
efni, fyrir almenningssjónir, því
fyrir honum vakti að sýna is-
lensku þjóðinni vott virðingar
sinnar nú, með því að láta bók-
ina verða nokkurskonar hátið-
argjöf, enda hefir hann tileink-
að hana landi og þjóð með
nokkurum Ijóðlinum, sem birt-
ar eru fremst í bókinni.
Höfundurinn hefir færst mik-
ið í fang með þessari útgáfu
sinni: Að kvnna enskumælandi
þjóðum ljóðagerð íslendinga frá
því að land bygðist og alt fram
á vora daga. Ber og þýðinga-
safnið vitni um það, að hann
hefir lagt mikla vinnu í að