Rökkur - 01.08.1930, Page 30
76
R O K K U R
ir það auðvitað engu máli liverj-
um augum þau lita á það,
ef heimsblöðin unna okkur
sannmælis, en á þvi eru allár
horfur. Nú má vel vera, að
ómerkir danskir hlaðamenn
hafi símað svo gálauslega héð-
an til Danmerkur, að það hafi
vilt dönskum ritstjórum sýn, en
í rauninni er það lítil afsökun,
því þá verður blöðunum ámælt
fyrir að vanda ekki val frétta-
ritara sinna. Sumir þessara
fregnritara hafa símað um
„hríðarbyl“ á Þingv., að fjöldi
manna hafi meiðst, handleggs-
brotnað og fótbrotnað, og alt
verið i uppnámi á Þingvöllum
um tíma, út af slysförum og
flutningavandræðum.
Nenni eg ekki að tína upp
rugl Dana um þetta alt nú. Til
þess verður tími síðar, að ræða
alvarlegustu misskilnings-atrið-
in, — ef fulltrúar Dana á hátíð-
inni leiðrétta ekki mestu vit-
leysurnar og setja ofan í við þá,
sem hafa heimskað sig á að
skrifa um ísland og íslensk efni
í dönsk blöð að undanförnu.
Þess ber að geta, að sum
dönsk blöð liafa skrifað af góð-
um skilningi um Island við
framannefnt tækifæri. En er
ekki bending í því, að einmitt
meðal sambandsþjóðar vorrar
gætir mests misskilnings í vorn
garð árið 1930?
Er ekki bending i því — fyr-
ir okkur — og Dani?
Molar.
Cunard-línan
hefir nýlega auglýst eftir tilboð-
um um smiði á nýju línuskipi,
sem í ráði er að smíða innan
skamms. „Mauretania“, hrað-
skreiðasta skip Cunard-línunn-
ar, var um langt skeið Atlants-
hafs-methafi. Nú er þýska skip-
ið „Europa“ methafi. Cunard-
línan fer ekki dult með það, að
skip það, sem nú á að smíða,
eigi að skara fram úr „Europa“.
—- Hið nýja skip verður 75.000
smálestir, 1000 ensk fet á lengd
og áætlaður hraði 30 sjómílur
á klukkustund. Sennilegt er tal-
ið, að skipið verði smíðað í „The
Clyde Ship Yard“ í Glasgow.
Ibúatalan í Mexico
er nú 16 miljónir 404 þús., sam-
kvæmt nýjustu skýrslum. Ibúa-
talan hefir aukist um nærri 2
miljónir siðan árið 1922.
„Empress of Britain“,
hinu nýja skipi Canadian Paci-
fic Co., var lileypt af stokkun-
um í Glasgow í júnímánuði,með