Rökkur - 01.08.1930, Side 45
ROKKUR
91
öllum gerSum núverandi stjórnar,
?em hins vegar hefir samúð Fuads
konungs og Breta. Nú ber þess aS
gaúa, að ,,ekki er nerna hálfsögð
sagan, er einn segir frá“, og hér
befir verið stuðst við ummæli
breskra blaða. Wafdistar geta
sjálfsagt margt fært fram til
styrktar málstað sínum, en auðvit-
að standa þeir ver að vígi en Bret-
ar til að kynna heiminum kröfur
sínar. Þeir benda að sjálfsögðu á
það, aS þeir hafi mikinn meiri
hluta þjóðar og þings að baki sér
og Bretar séu í Egiptalandi í
óþökk Egipta. Sömuleiðis halda
þeir því fram, að Fuad konungur
og Sidky Pasha séu verkfæri í
höndum Breta, sem af ótta við að
missa yfirráðin yfir Suez-skurðin-
um og Sudan, þori ekki að verða
við sjálfstæSiskröfum Wafdista.
BlaSiS „Daily Mail“ og fleiri
bresk blöð hafa ásakaS Wafdista
fyrir að áforma byltingu til að
stofna lýðveldi. Segir blaSið, að
þeir ætli að steypaFuad konungi af
stóli og gera Nahas Pasha að lýð-
veldisforseta, en sumir Wafdistar
séu þó hlyntir því, að Egiptaland
verði sjálfstætt konungsríki. En
þeir, sem því séu hlyntir, vilji út-
nefna tíu ára gamlan son Fuads til
konungs, Farouk prins, og fela
stjórnina ráði, skipuðu Wafdistum,
uns Farouk nái lögaldri. „Daily
Mail“ segir loks, að Wafdistar
tevni nú á allan hátt að íá bresku
jafnaðarmennina á sitt band og
breiði út þær fregnir í Egiptalandi,
að MacDonald sé hlyntur Wafd-
istum. Af þessu leiöir, að Sidky
Pasha veitist erfitt að koma á ró
t iandinu, þ. e. að kúga Wafdista.
ÞaS stóð heldur ekki á svari Wafd-
ista. Nahas Pasha svaraði fyrir
þejrra hönd og er svar hans birt
í „Daily Mail“. Nahas Pasha
ásakar blaðiS fyrir að berjast á
móti Wafdistum meS fölskum
ásökunum, því að hann sjálfur og
áhangendur hans hafi unnið eið að
stjórnarskránni, sem innihaldi
ákvæði um að Egiptaland skuli
vera konungsríki meS erfðarétti.
SömuleiSis neitar Nahas Pasha
því, að Wafdistar áformi aS steypa
Fuad konungi af stóli og útnefna
Fahrouk konung, Wafdistar vinni
a.S því, aS losa Egiptaland undan
yfirráSum Breta, en fyrir þeim
vaki að Egiptaland verði kon-
ungsríki áfram..
Af þessu er ljóst, að Wafdistar
vilja vinna Fuad konung og
áhangendur hans á sitt band, vilja
losa hann ekki síSur en Egiptaland
undan „breskum yfirráðum“. Er
þaS og í samræmi við stefnu
þeirra, því fyrir þeim vakir aS
sameina alla Egipta um kröfuna:
Egiptaland fyrir Egipta.
Hins vegar hafa Bretar haldiS
því fram, að Egiptar séu ekki und-
ir þaS búnir aS taka stjórn lands-
ins að fullu í sínar hendur, — ef