Rökkur - 01.08.1930, Page 50
96
ROKKUR
ur. 4. Jarðræktin. Verkfæratil-
raunir. 1. skýrsla. Rvk. 1930.
Árni G. Eylands: Tilraun með
sláttuvélar sumarið 1929.
í formála fyrstu skýrslunnar er
svo að orSi komist: „Stjórn Bún-
aðarfélags íslands vonar, aö meS
þessu skipulagi á útgáfu skýrsln-
anna veröi hægara fyrir menn að
fylgjast meö og hagnýta sér þá
þekkingu, sem þær veita, og hún
treystir því, að breytingin veröi
þannig til þess aö létta mönnum
umbótastarfiö í búskapnum“.
Er þaö ekki efamál, aö ný-
breytni þessi er lofsverð og gagn-
leg og mun það koma betur í ljós,
er frá líður.
Búnaður sunnaulands
heitir fróðlegur og snotur
bæklingur með myndum, sem
Búnaðarfélag Islands hefir gef-
ið út. Bæklingurinn er gefinn út
til leiðbeiningar gestum þeim,
sem hingað. hafa komið og
koma í sumar. Ritstjórn bækl-
ingsins annaðist Gunnar Árna-
son búfræðikandídat. Bækling-
ur þessi er hinn fróðlegasti og
eru í honum margar þarfar
upplýsingar fyrir þá, sem vilja
kynnast liinum stórstígu fram-
förum, sem orðið hafa i land-
búnaði sunnanlands á undan-
förnum árum. í bæklingnum er
lýst: Mjólkurbúi Ölfusinga,
Mjólkurbúi Flóamanna, Flóaá-
veitunni, Skeiðaáveitunni, Sand-
græðslustöðinni i Gunnarsholtiá
Rangárvöllum, jarðrækt á Mið-
Sámsstöðum í Fljótshlíð, Vifils-
stöðum, Fossvogi, Gróðrarstöð-
inni i Reykj avik, Sogamýri, Korp-
úlfsstöðum, Blikastöðum og
Reykjum, og er auk þess ítarlega
skýrt frá verklegum fram-
kvæmdum á öllum þessum stöð-
um. Höfundar greinanna eru:
Gunnar Árnason búfræðikandí-
dat, Pálmi Einarsson ráðunaut-
ur, Gunnl. Kristmundsson sand-
græðslumaður, Metúsalem Stef-
ánsson búnaðarmálastjóri,
Ragnar Ásgeirsson garðyrkju-
maður, Sigurður Sigurðsson
búnaðarmálastjóri o. fl. —
Myndirnar eru af virkjun
hversins á Reykjum i Ölfusi,
Mjólkurbúi Flóamanna, Læk í
Flóa, Flóðgáttinni við Hvítá,
mynd er sýnir hluta af aðal-
skurði Flóaáveitunnar, þá eru 2
myndir frá Gunnarsholti,, 3
myndir frá Vífilsstöðum, hælið
og — hafragras á vetrarmýr-
inni 1923 — peningshúsin 1925
o. m. fl.