Rökkur - 01.08.1930, Side 54

Rökkur - 01.08.1930, Side 54
100 ROKKUR til lofs eða fyrirmyndar: Bóka- skápur í botnvörpuskipi var einu sinni sprengdur opinn, af þvi að bókavörðurinn var ekki viðlátinn að opna skápinn þeg- ar í stað, en einhver eða ein- hverjir liöfðu tíma til að lesa. Líklegast er mannval svipað og bókaþörf nærri jöfn i öllum fiskiskipum. Þó hefir bókalán- ið gefist mjög misjafnlega. í sumum skipum er alt í röð og reglu og sönn ánægja að gera bókavörðum og skipverjum öll- um alt til geðs, sem hægt er. Úr öðrum skipum koma bæk- urnar í all-mikilli óreiðu, spjöld ómerkt eða týnd, bækur vantar —• sem þó koma ef til vill síðar — o. s. frv. Gagnið og ánægjan að bókasöfnunum virðist vera lang mest þar sem þau eru i bestri reglu og alt þetta virðist fara mest eftir því, hvort skip- verjar bera gæfu til að fá góð- an bókavörð. Hann þarf að vera bókavinur og reglumaður og vinur skipverja líka. Þar, sem tekist befir að velja slíkan mann, er árangurinn ágætur — líklega betri en nokkur gerði sér vonir um. Bókaverðirnir hafa komið til mín hver á fæt- ur öðrum til að lýsa fyrir mér þeim árangri. Sjómenn lögðu áður í vana sinn að spila pen- ingaspil, en steinhættu því, er þeir fengu bækur að lesa. „Sjó- mannahjalið“, sem kallað var, hefir smátt og smátt minkað eða horfið, því að nú gera sjó- menn ýmist að lesa í tómstund- um sínum eða tala um það, er þeir hafa lesið. Skipsbragurinn, ef svo mætti segja, er allur ann- ar og ber vott um meiri sið- menningu. Fyrir skömmu skrifaði einn skips-bókavörðurinn (Magnús Lárusson) stutta grein í Alþýðu- blaðið um „Togara-bókasöfnin“. Hann telur þau nauðsynleg i hverju botnvörpuskipi og hann kemst meðal annars svo að orði: „Það er orðtak margra, að „köld er sjómannsæfin“, og er þá víst átt við ytri hlið hennar, barátt- una við höfuðskepnurnar, en það var ekki sú hlið, sem mér fanst köldust, heldur hin and- lega hliðin. Eg man því hvað mér fanst hlýna, þegar bóka- skáparnir komu, þó að ruslkent væri í þeim stundum.“ Eitt af þeim skipum, sem stöðugt hafa haft bækur, er „Skallagrimur“. Nú hefir skip- stjórinn á Skallagrími pantað nýjan skáp, vandaðan, með á- letruðu nafni skipsins og heim- ilisfangi. Þetta litur út sem við- urkenning fyrir því, að bækurn- ar séu meðal hinna nauðsynlegu hluta í skipinu. Það var sér- staklega ánægjulegt, að fá slíka viðurkenningu einmitt frá

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.