Rökkur - 01.08.1930, Page 56

Rökkur - 01.08.1930, Page 56
102 RO KKUR gagn í mörgum skipum, jafnvel þótt þær hafi verið all-mjög slitnar áður. Þessi reynsla er ekki lítils virði fyrir sjómennina og i henni er fólginn all-mikill sig- ur fyrir bókasafnamálið. Heyrst liefir, að íslensku sjó- mennirnir mundu vera ein- hverjir hinir bestu sjómenn í heimi, og er þá einkum átt við líkamlegt atgerfi, og nytasama reynslu í átökum við úfinn sjó. Ekki veit eg hvað hæft er i þessu, en eg veit annað: Ef sjó- menn okkar hafa í hverju fiski- skipi gnægð góðra bóka, þar sem sjómenn annara þjóða hafa engar, þá munar það ekki minna en því, að sjómenn okkar verða til jafnaðar víðsýnustu og ment- uðustu sjómenn í heimi. Það er líka einmitt þetta, sem vakir fyrir Magnúsi Lárussyni í grein hans í Alþýðublaðinu. Við þurfum að hafa í hverju skipi að minsta kosti einn mann, sem hefir þann metnað fyrir þjóð sína, að hann vilji leggja sig fram til þess, að'þetta geti orðið, og sá maður á að verða bókavörður skipverja. Bækurn- ar eiga bókasöfnin að leggja til. Það er ef til vill ekki í mörgu, sem við íslendingar erum eða verðum öðrum þjóðum til fyr- irmyndar, en vel gæti eg trúað þvi, að aðrar þjóðir ættu eftir að taka upp eftir íslendingum þessa nýbreytni. Þær um það. Þeir, sem fyrstir byrja, eiga alt- af að geta verið fremstir samt, ef ekki skortir hæfileika. Heyrt hefi eg fleiri en eitt dæmi um það, að útlendingar hafi veitt tilrauninni eftirtekt, og eiga þeir þess þó sjaldan kost. Vegna bókaskorts hafa bóka- söfn botnvörpuskipanna ekki verið endurnýjuð sem skyldi og má víst með sanni segja, að bækurnar séu allar orðnar ó- nýtar, þótt þær séu notaðar enn- þá. Af þeirri ástæðu hafa sum skipin hætt að fá bækur, sem áður fengu þær, svo og af því, að þeir fengu sömu bækurnar aftur og aftur. Skáparnir voru af ódýrustu gerð, og- hafa ekki reynst endingargóðir. — Þess vegna ber nú brýna nauðsyn til að endurnýja hvorttveggja, skápa og bókasöfn. Þess vegna hefi eg líka hátt og í hljóði heit- ið þeim, er legðu til nýja skápa. að setja í þá sæmileg bókasöfn. Skallgrímur gengur þar á und- an. Samkvæmt því, sem áður er sagt, byrjar hann nýja árið með nýjum, vönduðum skáp. „Glansnúmerið“ í þeim skáp á að verða sagan „Vesalingarnir“, eftir Victor Hugo — af sumuni talin besta saga, sem rituð hefir verið. Auðvitað verður þar einn- ig eitthvað af íslendingasögum

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.