Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 8

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Síða 8
6 njóta allrar þeirrar ástar og umönnunar, allrar þeirrar velsældar, sem auðlegð og ættgöfgi getur verið samfara. Svona leið fyrir þeim dagur eftir dag sem hátíð væri. „Lífið er náðargjöf kærleikans, næstum því óskiljanlega mikil“, sagði konan, ,,og þessi fylling sælunnar á að geta þróast áfram og það um alla eilífð. — Þá hugsun fæ eg ekki rúmað“. ,,Og hún er líka sannarlega ofmetnaðarfull af mannanna hálfu“, svaraði maðurinn. „Það er í rauninni hræðilegur hroki að halda, að maður eigi að lifa eilíflega; — verða eins og guð, svo sagði högg- ormurinn, og hann var lygari og lyginnar höfundur". „Þú munt þó ekki efast um, að líf sé til eftir þetta?“ sagði konan og það var þá í fyrsta skifti eins og skýskugga svipaði yfir þeirra sólbjarta hugarheim. „Trúin gefur fyrirheit um það, prestarnir segja það“, mælti ungi maðurinn, „en einmitt í allri minni hamingju finn eg og kannast við, að það er drambsemi og hrokahugsun að heimta annað líf eftir þetta, — áframhaldandi sælu. Er okkur ekki hér í þessu lífi svo mikið veitt, að við bæði gætum verið og ættum að vera ánægð?“ „Já, okkur var það veitt“, svaraði unga konan, „en hversu mörg- um þúsundum manna hefir ekki þetta líf orðið að þyngstu mæðu og volæði, hversu mörgum hefir ekki verið eins og varpað í heim- inn til örbirgðar og smánar, sjúkleika og ógæfu; nei, væri ekki líf eftir þetta, þá væri öllu hér á jörðu of ójafnt skift, þá væri guð ekki réttlátur guð“. „Betlarinn þarna niðri á götunni hefir sínar unaðssemdir og þær eru fyrir hann jafnmiklar og þær, sem konungurinn hefir í sinni ríkmannlegu höll“, sagði maðurinn ungi, „og heldurðu ekki að vinnudýrið finni til, hvað það á illa æfi, þegar það er rekið áfram með höggum og slögum, sveltur heilu hungri og þrælar undir byrðinni, þangað til það dettur dautt niður? Það gæti þá líka heimtað annað líf og kallað það óréttlæti, að skaparinn setti það ekki í hærri röð“. „1 himnaríki eru margar vistarverur, hefir Kristur sagt“, svar- aði unga konan. „Himnariki er óendanlegt að sínu leyti eins og kærleikur guðs er óendanlegur; dýrið er líka skepna af honum sköpuð og mín ætlun er sú, að ekkert líf fyrirfarist, heldur nái þeirri sælu, sem það getur við tekið og því nægir“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.