Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 11

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 11
9 sem þar eru, standa eins og úthöggvin blágrýtisbjörg; hver þeirra um sig er eins og stykki úr fjalli; vesturhafið mætti belja yfir þær og þær mundu samt standa; flestar eru þær turnlausar og hanga klukkurnar út milli tveggja bita. Embættisgerðinni var lokið og söfnuðurinn kominn úr kirkjunni og út í kirkjugarðinn, þar var þá eins og enn í dag, að ekki sást þar tré né runnur, ekkert blómst- ur plantað neinstaðar og ekki blómsveigur á nokkurri gröf; leiðin eru eins og þúfur eða þúfnakollar og segja til, hvar hinir fram- liðnu eru jarðaðir; strýhart og vindbarið gras vex út um allan kirkjugarðinn. Á stöku gröf sést minnismerki, það er að segja feyskinn trébútur tilhöggvinn í líkkistulögun. Viðarbúturinn er sóttur úr skógi vesturhéraðsins, en sá skógur er ólgusjórinn. Þar vaxa í þarfir strandbyggjanna höggnir bjáikar, plankar og tré, og brimboðarnir aka þeim á land. Vindurinn og sjórefjan feyskja og feygja svona tréstykki. Eitt af þessu tagi lá á barnsgröf og þangað gekk ein af konunum, sem komu úr kirkjunni. Hún staðnæmdist við gröfina og horfði á bútinn hálffúnaðan; litlu síðar kom maður- inn hennar líka. Þau töluðu ekki orð; hann tók hana við hönd sér °g gengu þau yfir mýri út á „heiðalandið brúna“ og á leið til sand- hæðanna; gengu þau svo lengi þegjandi. „Það var góð ræða hjá prestinum í dag“, sagði maðurinn, „hefði eiaður ekki Drottinn vorn að treysta á, þá hefði maður ekkert“. „Já“, ansaði konan, „hann kætir og hann grætir, hann ræður, hans er rétturinn. Á morgun, eða þar um bil, mundi drengurinn okkar hafa verið fullra fimm ára, ef við hefðum fengið að halda honum“. „Það er ekki til neins fyrir þig að vera að syrgja yfir honum“, sagði maðurinn. „Það er vel séð fyrir honum, hann er þangað hominn, sem við mættum óska og biðja að við værum komin“. Meira töluðu þau ekki og gengu nú heim að húsi sínu milli sand- hólanna. Þá hófst upp alt í einu eins og stór reykjarstroka frá ein- Um af sandhólunum þar sem melgrasið hélt ekki sandinum saman. Það var vindkast, sem á augabragði gróf sig inn í hólinn og þyrlaði Örfínum sandinum; og enn kom annað vindkast til og lamdi við húsveggjum fiskinn sem hékk þar á gerði í sólskins hita á stögum «1 herðingar. Eftir það sló öllu í logn. Þau hjónin gengu inn í húsið og voru ekki lengi að fara úr spari-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.