Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Qupperneq 15
13
„Hann er víst Júða-barn“, varð mörgum að orði, „hann er svo
hörundsdökkur“.
„Getur verið, að hann sé ítali eða Spánverji“, sagði presturinn.
Um öll þessi þrjú þjóðerni lét fiskimannskonan sér alveg á sama
standa; hún huggaði sig við það, að barnið hafði hlotið heilaga
skírn. Drengurinn dafnaði og þreifst vel, honum rann heitt aðals-
blóð í æðum og svona óx hann upp og fékk krafta í kögla við
óbreytta kostinn í húsi fátæklingsins. Danskan eins og Vestur-Jótar
tala hana varð hans tungumál. Granatepliskjarninn úr jarðvegi
Spánar varð að melgrasplöntu á vesturströnd Jótlands; í þessu
heimkynni festi hann æ dýpri og dýpri rætur eftir því sem árin
liðu; hungur og kulda, neyð og bágindi fátæktarinnar átti hann að
reyna, en jafnframt líka það, sem fátækum veitir gleði.
Barnæskan í lífi hvers manns á sínar ljóshæðir, sem seinna
Ijóma fyrir honum alla æfi. Jörgen hafði sér meira til leiks og
ánægju en hann gat komist yfir. öll ströndin, svo mílum skifti,
var þakin barnagullum, þarna lágu firnin öll af völusteinum, er
voru rauðir sem kórallar eða gulir sem raf, sumir hvítir og fallega
hnöttóttir eða aflangir eins og fuglaegg, allir sorfnir og fágaðir
af sjávarbriminu. Enda fiskbeinagrindurnar uppþornuðu, sæplönt-
urnar vindskrældu, marhálmurinn skínandi hvítur og bendilmjór,
sem flakti á milli steinanna, alt var þetta til leiks og ánægju fyrir
auga og huga, og drengurinn var einkar skýr og af náttúrunni
niiklum gáfum gæddur. Hverja sögu og vísu, er hann heyrði, kunni
hann undir eins og mundi og líka var hann hagur í höndunum;
hann gat sett saman heil skip úr steinum og skeljum og ýmsar
uiyndir til að prýða með stofuna; fóstra hans sagði, að það væri
einkennilegt hvernig orðtökin léku honum á tungunni eins og það,
sem hann tálgaði, léki honum í höndunum, og þó var hann enn
svo lítill; hljóð hafði hann líka skær og fögur og gat undir eins
tekið hvert lag. í því brjósti voru þandir margir strengir og mundu
hafa getað ómað út í heiminn, hefði hann verið annarsstaðar settur
en í fiskimannabústað við Vesturhafið.
Svo bar til dag einn, að skip strandaði þar við land og rak upp
kassa, sem í voru fágætir blómlaukar; voru sumir teknir og látnir
í Pottinn, því haldið var, að þeir væru til matar, en aftur lágu aðrir