Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 16

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 16
14 eftir og rotnuðu í sandinum, þeir náðu ekki ákvörðun sinni, að breiða út það litaskraut og alla þá dýrð, sem í þeim var fólgin; hvort mundi nú betur fara fyrir Jörgen? Blómlaukarnir voru búnir að vera, en hann átti mörg reynsluárin eftir enn þá. Aldrei kom honum eða neinum öðrum á heimilinu til hugar, hvað þar var einmanalegt og hver dagurinn öðrum líkur; nóg var að gera, nóg að heyra og sjá. Sjálft hafið var eins og stór fræðibók, hver dagurinn sýndi nýtt blað, ýmist hvítalogn eða gjálpanda, stinningskalda eða hvassviðri; skipsströnd voru stórviðburðir, sem af báru, en kirkjuferðardagar voru hátíðisdagar. En af gestkom- um var ein, sem sérstaklega var til mikils fagnaðar þar á heimil- inu og hún var tvisvar á ári, það var þegar móðurbróðurinn kom þangað, álabóndinn frá Fjaltring, sem bjó þar efra við Bógbjarg; hann kom á rauðmáluðum vagni, fullum af álum, og var vagninn lokaður eins og kista og málaðir á hann bláir og rauðir túlípanar, vagninn drógu tveir leirljósir hestar og fékk Jörgen að aka þeim. Álabóndinn var maður vel gáfaður og glaðvær gestur og hafði jafnan með sér kút fullan af brennivíni, fengu allir í staupinu úr honum eða fullan kaffibolla, ef staup vantaði, enda Jörgen var gefin fleytifull fingurbjörg, svo lítill sem hann var. Það var, að því er álabóndinn sagði, til að halda í bráðfeitan álinn og sagði honum svo ætíð sömu söguna og þegar hlegið var að henni, þá sagði hann undir eins söguna upp aftur sömu mönnunum. Það gera allir skraf- finnar, og með því Jörgen í öllum uppvexti sínum tók sér dæmi jafnframt úr þeirra sögu, þá er víst best að við heyrum hana: „Álarnir voru úti í ánni og sagði álamóðirin við dætur sínar, er þær báðu hana leyfis að mega skreppa spölkorn upp eftir ánni: „Farið þið ekki of langt, — þá gæti hæglega svo farið, að bannsettur álastingurinn kæmi og tæki ykkur allar, en þær fóru of langt og af átta dætrum komu einar þrjár heim aftur til álamóður; og þær sögðu kjöki’andi: „Við höfðum ekki farið langt, ekki nema svo lítið út fyrir dyrnar, þá kemur bannsettur álastingurinn og stingur systurnar okkar allar fimm til bana“. — „Þær koma víst aftur“, sagði álamóðirin. — „Nei“, sögðu dæturnar, „því hann fló þær, skar þær í stykki og steikti þær“. „Þær koma víst aftur“, sagði álamóðirin. „Já, en hann át þær“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.